Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
75
Þær breytingar loftslags sem nú
standa yfir, og snerta alla jarðarbúa
að því marki að kalla má hamfarir,
hafa orðið með miklu meiri hraða en
nokkurn óraði fyrir. Jörðin er að hitna
svo hratt að náttúrulegir ferlar hafa
ekki tíma til aðlögunar. Hlýnun veldur
breytingum bæði á landi og í sjó, og
hefur samverkandi áhrif á umhverfi líf-
ríkisins og þá náttúru sem fæðir okkur
og klæðir. Erfitt er að hugsa til þess
að nú á tímum þekkingar og tækni-
væðingar skuli milljón tegundir vera
á válista og að eftir tíu ár verði margar
þeirra þegar horfnar úr náttúrunni. Stór
hluti þeirra eru skordýr sem gegna mik-
ilvægu hlutverki í matvælaframleiðslu
heimsins. Eins undarlegt og það virðist
núna er ekki langt síðan það þótti hið
besta mál við matvælaframleiðslu að
úða sterku eitri á plöntur til að losna við
óværu. Fólk úðaði jafnvel skordýraeitri
á börnin sín til að koma í veg fyrir þau
fengju lús þegar þau sóttu skóla. Nú er
slíkt almennt gagnrýnt og vaxandi fjöldi
fólks krefst vottunar um það að matvæli
séu laus við slík efni. Vitandi þetta er
einkennilegt að enn í dag skuli mikið
magn eiturefna sett út í íslenska nátt-
úru, svo sem illgresiseyðir og eitur til að
drepa smá spendýr. Varla þarf að minna
menn á mistök fortíðarinnar til að vara
við ofnotkun varnarefna sem ekki er
ljóst hvaða áhrif hafa í framtíðinni.
Frá því á árdögum Hins íslenska
náttúrufræðifélags hefur ásýnd lands-
ins tekið gagngerum breytingum. Nátt-
úrulegir atburðir á borð við eldgos,
flóð og skriðuföll hafa átt sér stað en
breytingar hafa ekki síður orðið vegna
athafna mannsins. Má þar nefna breytta
landnýtingu í landbúnaði, framræslu
votlendis og byggingu risavaxinna uppi-
stöðulóna fyrir virkjanir. Á síðari tímum
hafa landsmenn tekið höndum saman
um að lágmarka neikvæð áhrif, meðal
annars með landgræðslu og endur-
heimt votlendis. Nokkur árangur hefur
vissulega náðst. Annað er erfiðara við
að eiga, svo sem bráðnun jökla, ferli
sem á sér stað á ógnarhraða, svo hratt
að nemendur geta mælt marktækar
breytingar á hopi jökulsporðs á meðan
þeir stunda nám á grunnskólastigi. Svo
gagngerar breytingar eru ofjarl einnar
fámennrar þjóðar og verulegur hluti
mannkyns hefur áttað sig á því að þörf
er alheimsátaks til að sporna við þessari
þróun. Árið 2015 skuldbundu 195 þjóðir
sig, með Parísarsamkomulaginu svo-
kallaða, til aðgerða til að halda hlýnun
jarðar undir 2°C, og gengu ýmsar þjóðir
raunar lengra og hugðust miða við 1,5°C,
meðal annars íslensk stjórnvöld. Nú
síðla árs 2019, fjórum árum síðar, rituðu
ellefu þúsund vísindamenn undir ávarp
þar sem þeir brýna þjóðir heims til
aðgerða. Þetta hreyfði þó ekki við þeirri
ákvörðun bandarískra yfirvalda að
segja sig frá samkomulaginu og afneita
vandanum. Flestir gera sér þó grein
fyrir því að loftslagsvá vofir yfir og úti
um allan heim mótmælir fólk aðgerða-
leysi stjórnvalda, bæði staðbundið og á
heimsvísu. Ungu fólki finnst illa staðið
við loforð sem gefin hafa verið á hátíða-
stundum, með Parísarsamkomulaginu
og Heimsmarkmiðunum. Með hina
ungu Grétu Thunberg í fararbroddi
krefjast þau aðgerða í stað innantómra
orða. Þau kalla eftir því að yfirvöld geri
allt sem hægt er til að draga úr hraða
hlýnunar svo að þau eigi möguleika á
framtíð og lífsgæðum fyrir sig og sína
afkomendur. Sumir þeirra valdamanna
sem hafa áhrif á framtíð jarðarbúa
sussa á unga fólkið og láta eins og þau
séu barnaleg og trúgjörn, þótt krafan
sé einfaldlega sú að hlustað sé á niður-
stöður vísindamanna og staðið við gefin
loforð. Það er ekki bara unga fólkið sem
vekur athygli á vandanum. Í sumar var
afhjúpaður minnisvarði um Ok, horfinn
jökul á Íslandi. Á hann eru rituð þau
skilaboð til framtíðarinnar að á næstu
200 árum sé talið að allir jöklar landsins
fari sömu leið. Jafnframt segir þar að
við vitum hvað er að gerast og hvað þarf
að gera. Textann samdi Andri Snær
Magnason sem nýverið gaf út bókina
Um tímann og vatnið. Í bókinni fjallar
Andri um loftslagsvána með því að taka
Á tímamótum
Náttúrufræðingurinn 89 (3–4), bls. 75–77, 2019