Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 63
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
135
3. mynd. Til hægri: Rykstrókur til norðausturs frá Dyngjusandi
í ágúst 2012. Einnig fýkur úr moldum á Vopnafjarðarheiði. Upp-
fokið á Dyngjusandi olli mikilli rykmengun í Loðmundarfirði í 120
km fjarlægð (myndin til vinstri). Rykstormar frá Dyngjusandi hafa
áhrif á vistkerfi allt frá Eyjafirði suður í Álftafjörð. – Dust plume from
Dyngjusandur hotspot towards the east coast in August 2012. Visi-
bility was severely reduced at 120 km distance in Loðmundarfjörð-
ur (left). Gervihnattarmynd/Satellite image; MODIS (NASA). Ljósm./
Photo: Ólafur Arnalds.
en komið er alla leið út fyrir hraunið.
Í flóðum myndast lón norðvestan við
hraunið en hverfur yfirleitt samdæg-
urs enn sem komið er. Gríðarlegt magn
af fínum framburði (silti) verður eftir á
yfirborði og þar er að myndast ákaflega
virk rykuppspretta sem fróðlegt verður
að fylgjast með í framtíðinni.
straNdsVæði
Sum mikilvirkustu uppfokssvæði
landsins eru með ströndum. Öll suður-
ströndin, allt frá Þorlákshafnarsvæðinu
austur í Hornafjörð, er virk rykupp-
spretta, en misvirk.19 Jökulár Suður-
lands, svo sem Markarfljót, Kúðafljót og
Gígjukvísl, bera mikið af fínu efni með
sér á haf út en aldan skilar hluta þess
á land og því getur verið hlutfallslega
mikið af fínu efni í fjörusandinum,
sem sjálfur er talsvert grófari. Virkasta
svæðið er líklega beggja vegna Mark-
arfljóts, á Landeyjasandi vestan þess og
á Fornusöndum og Gljá austan ósanna.
Fok jókst í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli
sem lagði til mikið af lausu fínkornóttu
efni á strendurnar út frá ósum Markar-
fljóts.31 Líklegt er að rykmengun frá ósa-
svæðum og ströndum nálægt Kúðafljóti
aukist verulega í kjölfar mikilla hlaupa
í Skaftá. Upptakasvæði á Mýrdalssandi
og Skeiðarársandi eru tvíþætt, annars
vegar virkar flæður líkt og á Dyngjusandi
og Mælifellssandi en hins vegar strand-
svæði. Miklar breytingar hafa orðið á
Skeiðarársandi síðan 1996 og hafa upp-
takasvæði ryksins færst til eftir hlaupið
í kjölfar Gjálpargossins.
Stór hluti uppfoks á strandsvæðum
Suðurlands á sér stað í norðlægum áttum
og fokið berst þá fyrst og fremst á haf út.
Það getur haldist lengi í andrúmsloftinu
og jafnvel lónað aftur inn á land fjarri
upptökunum. Þó er það svo að þurrar
austlægar áttir eru furðu-algengar með
suðurströndinni, ekki síst sem undanfari
lægða sem ganga upp að landinu. Við það
getur mikið fok borist til norðvesturs
frá suðurströndinni og jafnvel valdið
svifryksmengun á Reykjavíkursvæð-
inu.14,20, 32,33 Uppfok ösku í kjölfar gossins
í Eyjafjallajökli sýndi þetta vel.31 Gott
dæmi um mælingu í suðaustan hvass-
viðri með rykmengun í Reykjavík er
sýnt á 7. mynd.32 Upptök foksins eru
beggja vegna Markarfljóts og að ein-
hverju leyti úr Meðallandsfjörum. Hæsta
mælda gildi í storminum var 1.260 µg/
m3 (PM15) í Ölfusi, sem telst mjög mik-
ill styrkur. Þar af voru 241 µg/m3 minni
en 1 µm að stærð, og telst svo smátt efni
mjög heilsuspillandi (sjá síðar). Styrkur
mældur í Reykjavík var 405 µg/m3, langt
yfir heilsuverndarmörkum (50 µg/m3 á
sólarhring), þótt borgin sé í yfir 100 km
fjarlægð frá upptökunum.
Vopnafjarðarheiði
Loðmundarfjörður
Dyngjusandur