Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 26

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 26
Náttúrufræðingurinn 98 Ritrýnd grein / Peer reviewed Fimmtíu ár frá hruni íslensku vorgotssíldarinnar – þróun stofnstærðar og tengsl við aðra síldarstofna Guðmundur J. Óskarsson Í lOk sjÖuNda áratugar síðustu aldar varð hrun í þremur síldarstofnum kringum Ísland, einkum vegna ofveiði. Íslenski sumargotssíldarstofninn eða sumar- gotssíldin fór að vaxa nokkrum árum síðar og norsk-íslenski vorgotssíldar- stofninn (norska síldin) tæpum tveimur áratugum eftir hrunið. Á hinn bóginn hefur íslenski vorgotssíldarstofninn, vorgotssíldin, ekki enn náð sér. Sumar- gotssíldin og vorgotssíldin höfðu að öllu jöfnu sama útbreiðslusvæði og voru aðallega veiddar saman á haustin. Markmiðið hér er að kanna afdrif og stöðu vorgotssíldarstofnsins frá hruni hans. Niðurstöður greininga á gögnum frá afla veiðiskipa og úr rannsóknarleiðöngrum fyrir árin 1962–2016 sýna að vor- gotssíldin er ennþá til. Hlutfall vorgotssíldar í veiði var á bilinu 13–33% á sjöunda áratugnum en undir 5% öll ár síðan og að meðaltali 1,4% tímabilið 1970–2016. Einstakir árgangar voru meira áberandi en aðrir og leiddu til smá- vægilegrar hækkunar í metnum lífmassa hrygningarstofnsins sum árin. Aukið hlutfall vorgotssíldar, einkum eldri síldar, í kringum 2004 og 2013 varð sam- fara endurkomu norsku síldarinnar á fæðusvæðin austan (~2004) og norðan Íslands (~2010). Niðurstöðurnar styrkja eldri tilgátu um að vorgotssíldin næði sér ekki fyrr en norska síldin færi að ganga inn á Íslandsmið aftur, því þetta voru taldir skyldir stofnar og samgangur þeirra á milli. Náttúrufræðingurinn 89 (3–4), bls. 98–108, 2019

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.