Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 53

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 125 almennt undir 200 m y.s. á gróðurkorti af Íslandi borin saman.6 Bentu niður- stöður til að búsvæði með vegum endur- spegluðu framboð búsvæða á láglendi nokkuð vel. Þó er full ástæða til að kanna þetta betur á nákvæmari mælikvarða, eftir því hvert markmið vegatalningar er. Þetta er auðvelt að gera með þeim landupplýsingum sem nú eru til reiðu, svo sem Nytjalandi (nytjaland.is) og vistgerðaflokkun.56 Annað sem ber að hafa í huga við vegatalningu er að fuglar forðast stundum vegi og eru því í minni þéttleika nær vegum en fjær. Slíkt hefur til dæmis sést hjá algengum vaðfuglum í Hollandi57 og vísbendingar eru um að flestir íslenskir mófuglar séu í minni þéttleika nær vegum en fjær. Þessi áhrif aukast við umferðarþyngri vegi.58 Þessir ókostir ættu þó ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að fá gagnlegar upplýsingar um breytileika í fjölda fugla á stórum svæðum, á ódýran og einfaldan hátt, með því að telja með vegum og slóðum.55 Við talningu fugla með hefðbundnum aðferðum, svo sem punkttalningum (eins og hér) eða sniðtalningum, er oft reynt að leiðrétta fyrir því að fuglar geta verið missýnilegir eftir því hversu langt þeir eru frá athuganda.59 Til að slík leið- rétting skili tilætluðum árangri þurfa ýmsar forsendur að standast, sem erfitt getur verið að prófa.60,61 Hér má nefna forsendur um að staðsetning dýra sé óháð staðsetningu talningamanns, að öll dýr á talningarpunkti eða sniði sjáist 2. tafla. Fylgni (Pearsons-r) milli þéttleika (einstaklingar/talningarpunkt) algengustu tegunda við mófuglatalningar í Rangárvallasýslu 2011–2018. – Correlation (Pearson’s r) between the density of the most common landbirds in Rangárvallasýsla county in 2011–2018. * p<0,05, ** p<0,01 Heiðlóa Golden Plover Spói Whimbrel Jaðrakan Black-tailed Godwit Hrossagaukur Snipe Stelkur Redshank Lóuþræll Dunlin Þúfutittlingur Meadow Pipit Skógarþröstur Redwing Tjaldur Oystercatcher 0,735* 0,633 0,067 -0,379 0,264 0,341 0,436 -0,778* Heiðlóa Golden Plover 0,481 0,204 -0,081 0,233 0,387 0,506 -0,474 Spói Whimbrel 0,336 -0,0004 0,868** 0,557 0,292 -0,656 Jaðrakan Black-tailed Godwit -0,331 0,350 0,778* 0,117 -0,061 Hrossagaukur Snipe 0,123 -0,532 -0,532 0,501 Stelkur Redshank 0,539 0,188 -0,394 Lóuþræll Dunlin 0,672 -0,364 Þúfutittlingur Meadow Pipit -0,398 3. tafla. Fjöldi punkta (af 63) þar sem einn einstaklingur eða fleiri af algengustu tegundum sást við talningar í Rangárvallasýslu árin 2011–2018. – Number of survey plots (of 63) where the presence of a species was recorded during surveys in Rangárvallasýsla county in 2011–2018. Ár Year Tjaldur Oystercatcher Heiðlóa Golden Plover Spói Whimbrel Jaðrakan Black-tailed Godwit Hrossagaukur Snipe Stelkur Redshank Lóuþræll Dunlin Þúfutittlingur Meadow Pipit Skógarþröstur Redwing 2011 21 17 30 9 40 38 12 58 3 2012 22 19 38 19 38 45 23 62 5 2013 23 18 42 20 46 43 17 51 3 2014 20 28 39 18 47 42 24 58 9 2015 22 24 39 14 50 45 15 61 12 2016 20 19 36 19 54 44 20 62 18 2017 17 19 34 20 47 40 14 54 15 2018 21 13 31 14 44 42 10 56 20 Meðaltal Mean 20,8 19,6 36,1 16,6 45,8 42,4 16,9 57,8 10,6 Bil Range 17–23 13–28 30–42 9–20 38–54 38–45 10–24 51–62 3–20

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.