Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 62
Náttúrufræðingurinn
134
dyNgjusaNdur
Dyngjusandur og umhverfi er líklega
mikilvirkasta uppfokssvæði landsins.
Svæðið allt er um 140 km2 og er gott
dæmi um ofurvirka rykuppsprettu
framan við jökla. Það nær til Flæðnanna
næst jöklinum og sandsvæðisins norður
af þeim, sem strangt til tekið er hinn eig-
inlegi Dyngjusandur. Ryk frá Dyngju-
sandi berst allt til Eyjafjarðar í norðvestri
og getur valdið mikilli svifryksmengun á
Akureyri í hvassri suðaustanátt en berst
einnig suðaustur til Álftafjarðar í hvassri
norðvestanátt. Mesti efnisflutningurinn
er þó til norðurs undan þurrum sunnan-
vindi og getur rykið jafnvel náð langt inn
á heimskautasvæðin norður af landinu.3,
28–30 Jökulsá á Fjöllum kemur undan jökli
í mörgum lænum sem mynda Flæðurnar
framan við Dyngjujökul (6. mynd). Þar
er að finna meginuppsprettu ryks á
svæðinu (rauðar örvar). Kornastærðin
er ákaflega fín (1. tafla). Skokkefni
(sandur og gróft silt, sbr. fyrri grein,1
bls. 38) sem berast með yfirborðinu frá
Flæðum mynda hinn eiginlega Dyngju-
sand norðan þeirra og þar hefur hlutfall
fínefna minnkað, meðalkornastærðin er
orðin 0,16 mm (1. tafla). Sandur hefur
safnast utan í Vaðöldu í mikla setbunka.
Greinileg sandleið liggur þaðan til norð-
austurs meira en 25 km leið og sést sand-
urinn vel, og þar með sandleiðin, ofan á
ljósa vikrinum frá Öskjugosinu 1875.
Smám saman minnkar hlutfall fínefna
(fínt silt), en skokkefni taka við eftir því
sem efnið berst lengra eftir sandleiðinni
(1. tafla). Önnur sandleið liggur um
Dyngjufjalladal og norður Ódáðahraun.
Vatnsflutningur er afar mikilvægur
hlekkur í viðhaldi sandleiðarinnar um
Dyngjufjalladal (bláar örvar). Gular
örvar gefa til kynna rykflutning frá
svæðinu og þykktir örvanna gefa gróf-
lega til kynna magnhlutföll. Mestur
flutningur er í norður. Rannsóknir Pövlu
Dagsson-Waldhauserovu sýna að vænta
má 30–40 rykatburða á ári á Dyngju-
sandi. Þeir valda skertu skyggni á veð-
urstöðvum í tuga kílómetra fjarlægð
frá upptökunum.24,28 Mestu rykveðrin
geta flutt allt að 1 milljón tonna ryks að
talið er.18 Auk þess verða tugir minni
rykatburða ár hvert, stundum margir
á dag, en þeir eru ekki hafðir með í
þessari tölu. Aðeins lítill hluti ryk-
storma á Dyngjusandi kemur fram á
gervihnattamyndum.
Merkilegar breytingar urðu á Dyngju-
sandi við eldgosið í Holuhrauni 2014–
2015 þegar hraun lagðist yfir stóran
hluta upptakasvæðanna á Flæðum.
Um leið breyttist rennsli jökullænanna
sem mynda Flæðurnar. Vestasta kvíslin
rennur nú norður með nýja hrauninu
en vatnið hripar ofan í sandinn áður