Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 12
Náttúrufræðingurinn 84 5. mynd. Rúmlega mánaðar gamalt folald að kljást við veturgamalt trippi. – Allogrooming between a young foal and a one year old sub adult. Ljósm./Photo: Hrefna Sigurjónsdóttir 2007, Seli, Landeyjum, S-Iceland. 6. mynd. Tveir eldri geldingar, (18 og 17 vetra) sem höfðu þekkst í 11 ár þegar myndin var tekin, voru mjög nánir og sýndu það m.a. með því að snyrta hvor annan hvar sem var. – Two old geldings (18 and 17 years old) who had known each other for 11 years when the photo was taken and were close friends, groomed each other all over the body. Ljósm./Photo: Hrefna Sigurjónsdóttir 2007, Austurdalur, Skagafjörður, N-Iceland. á Þingeyrum voru stóðin á grasgefnu smáþýfðu sléttlendi. Alls staðar höfðu hrossin skjól, náttúrulegt eða manngert. Alls eru sex fjölskylduhópar í gagnasafninu. Í blóðstóði á Seli í Landeyjum voru fjórir stóðhestar ásamt 146 hryssum og afkvæmum (nýköstuð folöld og trippi) innan sömu girðingar (215 ha) þar sem hver stóðhestur varði sinn hóp (R, S, T, U). Tveir hópanna (P og Q) voru á hinn bóginn hefðbundnir hópar með einum stóðhesti í girðingu, þar sem hleypt var til hryssum á ákveðnu tímabili og hryssurnar flestar ókunnugar hver annarri.8,16 Fjórtán hópar án stóðhests eru í gagnasafninu. Hóparnir voru misstórir og mjög ólíkir að samsetningu. Í tveimur hópum voru níu veturgömul trippi, annars vegar hesttrippi (A) og hins vegar merartrippi (B). Í einum hópi voru tveggja vetra trippi af báðum kynjum (C). Tveir hópar voru án trippa (sem sagt öll hrossin fjögurra vetra og eldri; K og M). Í einum hópi (L) voru folaldshryssur með 6–11 mánaða folöld/ trippi (flokkað sem trippi í 1. töflu ) sem enn voru á spena, auk eldri trippa. Hinir hóparnir sex (D, F, G, H, I, J) voru meira blandaðir (1. tafla). Þegar hegðun hestanna var skráð var þess gætt að koma ekki of nálægt þeim (ekki nær en 10 m) til að lágmarka truflun af viðveru rannsóknarmanna en einn vann við skráningu í hvert skipti. Skráð var í litla handtölvu (Psion) eða í bók og gögnin svo færð yfir í Excel- -skjal. Öll sjáanleg samskipti voru skráð samkvæmt hegðunarkorti sem byggist á viðurkenndum skilgreiningum á hegðun hesta.17 Samskiptin voru ýmist jákvæð (að kljást) eða neikvæð (ár- ásarhneigð/árásargirni og viðbrögð sem sýndu undirgefni).1 Í öllum tilvikum voru skráð séð samskipti, hvaða tveir (eða fleiri) hestar tóku þátt í þeim, hver ógnaði (árásargirni) og hver hörfaði (sýndi undirgefni). Árásargjörn hegðun þar sem hrossið var greinilega í vörn telst hér ekki með (sjá heimild 1 og 13). Hegðun ungra folalda (< 1,5 mán.) var ekki skráð.1,13 Það að kljást (e. mutual grooming/ allogrooming) er sú hegðun tveggja hrossa að klóra hvort öðru á sama tíma (5. og 6. mynd). Ef þau stoppuðu en byrjuðu aftur innan einnar mínútu var miðað við að um sama atvikið væri að ræða, annars var hegðunin skráð sem annað tilvik. Skráð var hvaða tveir einstaklingar áttu í hlut. Fjöldi einstak- linga sem hross kljáðist oftar við en ef tilviljun hefði ráðið (Chi-kvaðrat próf, p < 0,05) er skilgreindur sem félagi eða vinur.11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.