Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 78
Náttúrufræðingurinn
150
Bókin Mosar á Íslandi gefur yfirlit
yfir flokkunarfræði, byggingu og líffræði
mosa. Þar er einnig að finna sögulegt yfir-
lit mosarannsókna á Íslandi og leiðbein-
ingar um söfnun og greiningu mosa, sem
er mjög til fyrirmyndar. Aðalefni bók-
arinnar eru hins vegar greiningarlyklar
að öllum tegundum sem fundist hafa á
Íslandi og lýsingar á ríflega 230 þeirra,
og fylgja ljósmyndir af þeim flestum.
Eins og segir í formála fékk Ágúst mik-
inn áhuga á mosum á námsárum sínum í
Svíþjóð en gafst hins vegar ekki tækifæri
til að starfa við mosarannsóknir nema í
frítíma sínum. Í ljósi þessa er augljóst að
hér er á ferð þrekvirki af hálfu höfundar
og liggur mikill metnaður og óeigingjörn
vinna að baki. Höfundur gefur út bók-
ina á eigin kostnað með styrk frá Hag-
þenki, Miðstöð íslenskra bókmennta og
umhverfis- og auðlindaráðherra.
Í formála segir höfundur: „Von mín
er ... sú að ritið komi sem flestum að
einhverju gagni, ekki síst fróðleiks-
fúsum almenningi og áhugasömum
nemendum.“ Það leikur ekki nokkur
vafi á að svo verður og munu leiðbein-
ingarnar um söfnun og greiningu mosa
virka hvetjandi fyrir byrjendur í mosa-
greiningu. Lýsingar á byggingu mosa og
ýtarlegar orðskýringar aftast í bókinni
eiga einnig eftir að reynast gagnlegar.
En bókin er ekki síður mikill fengur fyrir
þau okkar sem eitthvað hafa stundað
Mosar á Íslandi
– Happafengur fyrir flóruvini
Ritdómur
mOsaflóra ÍslaNds verður að teljast nokkuð ríkuleg, yfir 600 tegundir, og
þar að auki eru mosar víða ríkjandi í gróðurfari landsins. Þrátt fyrir það hafa
mosar ekki fengið þá athygli sem þeir verðskulda, og í hugum flestra er mosi
enn „bara mosi“. Það kunna að vera ýmsar skýringar á þessu og ein þeirra
er sú að rannsóknir á mosaflóru landsins eiga fremur gloppótta sögu. Önnur
skýring er vafalaust skortur á aðgengilegu fræðsluefni fyrir almenning. Úr
þessu bættist verulega þegar bókin Mosar á Íslandi eftir Ágúst H. Bjarnason
kom út haustið 2018.a
a Ágúst H. Bjarnason 2018. Mosar á Íslandi: Blaðmosum, flatmosum og hornmosum lýst í
máli og myndum. Ágúst H. Bjarnason, Reykjavík. 367 bls.
Náttúrufræðingurinn 89 (3–4), bls. 150–153, 2019