Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 15
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 87 Stjarni er lítill en skrefmikill á brokk- inu og heillaði eigandann samstundis. Hann var settur í tamningu og hún gekk nokkuð vel en ljóst var að hann var ofurviljugur. Hann varð fljótlega upp- áhaldsreiðhestur húsbóndans og fer áfram á yfirferðartölti og brokki. Það er greinilegt af öllu hans atferli að hann býr yfir góðri náttúrulegri greind auk dýrmætrar reynslu úr uppvextinum. Fljótlega eftir að Stjarni kom í Víði- dalinn í Reykjavík var ljóst að hann lét þá eldri í hesthúsinu ekki ráða yfir sér og var um vorið kominn ofarlega í virðingarröðinni í gerðinu. Þótt hann sé minnstur geldinganna og hefur, þar til nú, alltaf verið fremur grannur þá er hann svo ákveðinn þegar hann ógnar öðrum hestum að þeir hörfa svo til alltaf. Þegar hann kom í sumarhagann í Kjósina fyrsta vorið voru þar fyrir eldri hestar, þar á meðal lítill 21 vetra hestur, Litli Bleikur (4. mynd), sem hafði verið efstur í virðingarröðinni í hópi 30 hesta í mörg ár. Hann ætlaði ekki að láta Stjarna ráða en fljótlega varð jafnræði á milli þeirra, og hélst það næstu tvö árin þar til Litli Bleikur var felldur. Stjarni er frekur þegar fólk gefur brauð eða annað góð- gæti og fæst hrossin þora nálægt honum. Hann heldur sig meira með yngri hryss- unum en vinatengsl við geldinga virð- ast ekki sterk. Hann hræðist engan og á það til að leggjast flatur inni í miðjum hópnum í þröngu gerði á ferðalögum. Hann virðist hugsa um hópinn eins og stóðhestur gerir því hann er ekki hress með að vera tekinn frá hópnum og hneggjar þá í sífellu. Það var erfitt að finna stíufélaga sem hann hélt ekki úti í horni en fyrir sex árum eignuðumst við sex vetra hryssu sem hann leyfði að éta með sér. Hún er ljúf í viðmóti og tengdist fljótlega geldingum í húsinu en er neðarlega í virðingarröð hryssnanna. Hún hefur löngum haldið sig nálægt Stjarna og hann leyfir henni það. Hún hefur hag af því, svo sem þegar verið er að gefa hrossunum. SAGAN AF STJARNA stjarNi heitir geldiNgur sem fyrri höfundur eignaðist fyrir 12 árum, þá fjögurra vetra. Hann ólst upp í Land- eyjunum. Hann var geltur tveggja vetra og hafði þá verið í stóru stóði þar sem tveir fullorðnir stóðhestar réðu ríkjum, hvor með sinn hryssuhóp, og einn ungur graðhestur var að mynda sinn hóp. Auk þessa voru í stóðinu þrír ungir geldingar og tveir graðir tveggja vetra folar. Stjarni 16 vetra. Vel haldinn eftir útigöngu yfir veturinn og gott sumar. – Stjarni 16 years old. Ljósm./Photo: Hrefna Sigurjónsdóttir 2019.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.