Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 15
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 87 Stjarni er lítill en skrefmikill á brokk- inu og heillaði eigandann samstundis. Hann var settur í tamningu og hún gekk nokkuð vel en ljóst var að hann var ofurviljugur. Hann varð fljótlega upp- áhaldsreiðhestur húsbóndans og fer áfram á yfirferðartölti og brokki. Það er greinilegt af öllu hans atferli að hann býr yfir góðri náttúrulegri greind auk dýrmætrar reynslu úr uppvextinum. Fljótlega eftir að Stjarni kom í Víði- dalinn í Reykjavík var ljóst að hann lét þá eldri í hesthúsinu ekki ráða yfir sér og var um vorið kominn ofarlega í virðingarröðinni í gerðinu. Þótt hann sé minnstur geldinganna og hefur, þar til nú, alltaf verið fremur grannur þá er hann svo ákveðinn þegar hann ógnar öðrum hestum að þeir hörfa svo til alltaf. Þegar hann kom í sumarhagann í Kjósina fyrsta vorið voru þar fyrir eldri hestar, þar á meðal lítill 21 vetra hestur, Litli Bleikur (4. mynd), sem hafði verið efstur í virðingarröðinni í hópi 30 hesta í mörg ár. Hann ætlaði ekki að láta Stjarna ráða en fljótlega varð jafnræði á milli þeirra, og hélst það næstu tvö árin þar til Litli Bleikur var felldur. Stjarni er frekur þegar fólk gefur brauð eða annað góð- gæti og fæst hrossin þora nálægt honum. Hann heldur sig meira með yngri hryss- unum en vinatengsl við geldinga virð- ast ekki sterk. Hann hræðist engan og á það til að leggjast flatur inni í miðjum hópnum í þröngu gerði á ferðalögum. Hann virðist hugsa um hópinn eins og stóðhestur gerir því hann er ekki hress með að vera tekinn frá hópnum og hneggjar þá í sífellu. Það var erfitt að finna stíufélaga sem hann hélt ekki úti í horni en fyrir sex árum eignuðumst við sex vetra hryssu sem hann leyfði að éta með sér. Hún er ljúf í viðmóti og tengdist fljótlega geldingum í húsinu en er neðarlega í virðingarröð hryssnanna. Hún hefur löngum haldið sig nálægt Stjarna og hann leyfir henni það. Hún hefur hag af því, svo sem þegar verið er að gefa hrossunum. SAGAN AF STJARNA stjarNi heitir geldiNgur sem fyrri höfundur eignaðist fyrir 12 árum, þá fjögurra vetra. Hann ólst upp í Land- eyjunum. Hann var geltur tveggja vetra og hafði þá verið í stóru stóði þar sem tveir fullorðnir stóðhestar réðu ríkjum, hvor með sinn hryssuhóp, og einn ungur graðhestur var að mynda sinn hóp. Auk þessa voru í stóðinu þrír ungir geldingar og tveir graðir tveggja vetra folar. Stjarni 16 vetra. Vel haldinn eftir útigöngu yfir veturinn og gott sumar. – Stjarni 16 years old. Ljósm./Photo: Hrefna Sigurjónsdóttir 2019.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.