Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 42
Náttúrufræðingurinn
114
Hin jafna hæð hraunstallanna er í
samræmi við þá tilgátu að þeir séu hluti
hans eru aðeins lægri en hraunstall-
arnir. Mörk Rauðhóla og Hljóðakletta
liggja í svipaðri hæð og hraunstallarnir,
en Rauðhólar ná aftur á móti hærra.
Hin jafna hæð hraunstallanna er í
samræmi við þá tilgátu að þeir séu hluti
af sömu hraunbreiðunni sem hafi staðið
uppi í Vesturdal og nágrenni. Hljóða-
klettar og Rauðhólar hafi þá mynd-
ast við samspil vatns og Sveinahrauns
og hraunið sprungið upp á því svæði
og myndað gjall. Þetta gjall hefur svo
skolast burt af Hljóðaklettum í hlaupum
í Jökulsá á Fjöllum, en orðið eftir á efsta
hluta Rauðhóla og á einstaka stað suður
af Hljóðaklettum, eins og nærri Karli og
Kerlingu (9. og 10. mynd).
TILGÁTA UM TILURÐ HLJÓÐA-
KLETTA OG RAUÐHÓLA
Hér hefur sú tilgáta verið sett fram
að Hljóðaklettahraun sé í raun hluti
af Sveinahrauni, og að Hljóðaklettar
og Rauðhólar séu ekki gossprungur
heldur gervigígar. Norðurhluti Jök-
ulsárgljúfra (eða forvera þeirra) hefur
líkast til stíflast og haft myndast þegar
Stóravítishraun rann frá Þeistareykja-
bungu fyrir um 11–12 þúsund árum,
enda sést að Jökulsá á Fjöllum hefur
þurft að skera sig í gegnum Stóravítis-
hraunið í nyrsta hluta Jökulsárgljúfra
(4. mynd). Þar sem Hljóðaklettahraunið
liggur neðst í gljúfrinu, við vatnsborð
Jökulsár á Fjöllum, er ljóst að þarna
hefur verið dalur af álíka dýpt og nú
er áður en hraunið rann. Líklega hefur
því vatn safnast fyrir sunnan við haftið.
Sveinahraun rann stuttu síðar, fyrir um
11 þúsund árum.15 Það hraun rann upp
að Stóravítishrauninu og fyllti upp í
dalinn sem þarna var. Við það mynd-
uðust gervigígar og þeyttu gjalli um
næsta nágrenni. Síðan fór Jökulsá yfir
svæðið og sópaði burtu gjallinu, að
undanskildu gjallinu á Rauðhólum, með
þeim afleiðingum að innviðir gíganna
standa nú berir eftir (sbr. Hljóðakletta
og fleiri staði). Líklegt er að áin hafi
runnið áfram til norðurs, yfir í Ásbyrgi,
enda hafa Sveinahraunið og Stóravítis-
hraunið myndað farveg á eins konar brú
fyrir vatnið þá leiðina.
Sigurvin Elíasson setti á sínum tíma
fram hugmyndir sem eru að mörgu leyti
líkar hugmyndunum sem hér er lýst.21
Hann taldi að Sveinahraun hefði runnið
norður eftir gljúfrunum og hugsanlega
8. mynd. ArcticDEM-hæðarlíkan af Jökulsár-
gljúfrum og nágrenni.30 Hér sést að Sveina-
hraun og Hljóðaklettahraun eru í dýpstu
hlutum Jökulsárgljúfra, og liggja mun lægra
en landið í kring (sem er eldra).15 Því er ljóst
að mið- og norðurhluti gljúfursins (dalsins)
var til í einhverri mynd þegar Sveinahraun
rann. – ArcticDEM Digital Elevation Model
of the Jökulsárgljúfur Canyon and its nearby
vicinity.30 The DEM shows that the Sveina-
hraun and Hljóðaklettahraun lavas are locat-
ed in the lowest parts of the canyon/valley
and that they are of lower elevation than their
surroundings (which are older).15 This demon-
strates that the mid- and northern part of the
canyon/valley did exist in some form when
the Sveinahraun lava flowed.
9. mynd. A) Útlínur Hljóðaklettahrauns og Sveinahrauns.15 Eyjan og Skógarbjörg eru líkast til
leifar af sama hraunflóðinu. B) Hæðarbilið frá 165 m (hvítt) til 175 m (dökkblár) er litað og
merkt á kortið. Hér sést að Eyjan og Skógarbjörg eru í sömu hæð. Því má ætla að þetta séu
hraunstallar frá sama eldgosinu en ekki sínir frá hvoru gosi eins og hingað til hefur verið ætlað.
Þetta hefur því verið sama hraunflóðið, sem Jökulsá á Fjöllum hefur síðar rofið. Bakgrunnur-
inn er ArcticDEM-hæðarlíkan.30 – A) Outlines of the Sveinahraun lava flow and the Hljóða-
klettahraun lava.15 Eyjan and Skógarbjörg are most likely the remnants of the same ponded
lava. B) The elevation between 165 m (white) and 175 m (dark-blue) is coloured and marked
on the map. The Eyjan and Skógarbjörg lava platforms have the same elevation. This sug-
gests that they are from the same lava flow, i.e. that they were a part of the same pond-
ed lava, which the Jökulsá á Fjöllum river later eroded. The background is an ArcticDEM.30