Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 28
Náttúrufræðingurinn 100 1945 1955 1965 1975 1985 1995 2005 2015 100.000 10.000 1.000 100 10 1 0,1 0,01 Norsk-íslensk vorgotssíld – NSSH Sumargotssíld – ISSH Íslensk vorgotssíld – ISPH Ár / Year H ry gn in ga rs to fn (1 03 t ; l og 10 ) –  S S B Eftir að sumargotssíldarstofninn fór að vaxa aftur á áttunda áratugnum hefur yfirleitt verið veitt úr honum að hausti á vetursetustöðvum hans. Á sama tíma er farið í rannsóknarleiðangra með það að markmiði að mæla stærð stofnsins með bergmálsaðferðum.14,15 Af sýnum úr afla veiðiskipa og sýnum rannsóknaskipa frá þessum tíma má marka að vorgots- síld hefur verið þar í bland þótt ekkert hafi enn verið birt um þær niðurstöður (Hafrannsóknastofnun, óbirtar niður- stöður). Á haustin eru þessir síldar- stofnar auðgreindir hvor frá öðrum út frá þroskun kynkirtla. Vorgotssíld hefur stóra og þroskaða kynkirtla en sumar- gotssíld litla kynkirtla á hvíldarstigi.10 Jakob Jakobsson2 taldi að hinar miklu sveiflur í stærð vorgotssíldarstofns- ins væru að einhverju leyti tengdar umhverfisbreytingum. Ennfremur taldi hann að hugsanlega myndi stofninn ekki ná að rétta úr kútnum fyrr en norski síldarstofninn færi að leita aftur á fæðuslóð stofnsins austan og norðan við Ísland. Hluti þeirrar síldar yrði eftir þegar megnið af stofninum héldi aftur til hrygningar við Noreg og gengi inn í vorgotssíldarstofninn. Með öðrum orðum: Skyldleiki stofnanna væri það mikill að samgangur og blöndun ætti sér sífellt stað. Eftir hrun norska síldar- stofnsins hvarf hann af Íslandsmiðum í nokkra áratugi en í kringum árið 2003 fór hann loks að birtast aftur á fæðu- slóð austur af Íslandi. Með stækkandi stofni jókst útbreiðslan og náði stofninn á miðin norðan Íslands um 2010 og allt vestur að Horni um 2014 (4. mynd). Markmiðið hér er að leita svara við áleitnum spurningum um afdrif og stöðu íslenska vorgotssíldarstofnsins og er byggt á nýlegri fræðigrein á ensku um sama efni.16 Þróun í stofnstærð vorgots- síldar eftir hrun stofnsins fyrir um 50 árum hefur ekki verið lýst. Því er spurt: (a) Er vorgotssíldarstofninn ennþá til eða er hann horfinn?; (b) Ef stofninn er enn til, eru þá einhver merki um að hann fari vaxandi? (c) Hefur endurkoma norska síldarstofnsins inn á íslensk haf- svæði einhverja þýðingu fyrir mögulega endurreisn vorgotssíldarstofnsins? 2. mynd. Stærðarmat hrygningarstofns ís- lenskrar sumargotssíldar (blá lína), íslenskrar vorgotssíldar (heil rauð lína, frá Jakobi Jak- obssyni;2 brotin rauð lína, frá niðurstöðum hér og sýnir lífmassa fjögra ára og eldri) og norsk- íslenskrar vorgotssíldar (græn lína, frá ICES20 fyrir 1948–1987 og ICES21 fyrir 1988–2016) fyrir árin 1947–2016. – Estimates of spawn- ing-stock biomass (SSB) of Icelandic sum- mer-spawning herring (blue line), Icelandic spring-spawning herring (solid red line, de- rived from Jakob Jakobsson;2 broken red line, derives from analyses presented here and represents biomass of age 4+) and Norwe- gian spring-spawning herring (green line, de- rived from ICES20 for 1948–1987 and ICES21 for 1988–2016) over the years 1947 to 2016. 0 50 100 150 200 250 300 350 400 1948 1950 1952 1954 1956 1958 1960 1962 1964 1966 1968 1970 Ár / Year Sumargotssíld – ISSH Vorgotssíld sunnan lands – ISPH south Vorgotssíld norðan lands – ISPH north A fli (1 03 t on n) / C at ch es (1 03 t on s) 4. mynd. Afli íslenskrar sumargots- síldar og íslenskrar vorgotssíldar (bæði fyrir norðan og sunnan Ísland) yfir árin 1948–1971.2 – Catches of Icelandic summer-spawning herring (ISSH) and Icelandic spring-spawn- ing herring (NSSH; both north and south of Iceland) during the years 1948–1971.2

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.