Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 82
Náttúrufræðingurinn
154
Viðamestu og mikilvægustu langtímarannsóknir á íslenska
refastofninum hingað til hófust árið 1979 þegar Páll Her-
steinsson tók að safna efniviði til að geta lagt mat á stærð
stofnsins. Hann skrifaði refaveiðimönnum og bað þá að senda
sér kjálka af felldum refum. Með kjálkunum fékk hann skýr-
slu með fyrirkomulagi veiða, dagsetningu og veiðistað. Með
því að sjóða kjálkana gat hann dregið vígtennurnar út með
rótum. Þetta gerði hann heima hjá sér í eldhúsinu þangað
til hann fékk betri aðstöðu til verksins. Páll hafði kynnt sér
aldursgreiningaraðferðir sem byggjast á að þunnsneiða og
lita rætur tannanna og telja línur sem myndast í tannbein-
inu (e. cementum). Þeim fjölgar með aldri. Karl Skírnisson,
líffræðingur á Keldum, vann með Páli að þessum aldurs-
greiningum um áratugaskeið. Auk innsendra kjálka hafði
Páll aðgang að veiðitölum og eftir nokkur ár var hann kom-
inn með efnivið til að geta metið stærð refastofnsins. Þetta
hafði aldrei verið reynt áður. Stofnmatið byggði hann á
þekktri aðferð sem kallast aldurs-aflaaðferð (e. Cohort ana-
lysis) og birti í fréttabréfi veiðistjóra árið 1987. Árið 1986 byrj-
uðu veiðimenn að senda Páli heil hræ í stað kjálka og þá hóf
hann talningu legöra, mælingu á fitubúskap og fleiri athug-
anir. Þessi samvinna hans við veiðimenn var frumkvöðuls-
starf og vakti athygli víða um heim. Stóð þetta samstarf Páls
við veiðimenn um rannsóknir á íslenska refnum allt til ævi-
loka. Allan starfstíma Páls var íslenski refastofninn í vexti og
tífaldaðist á tímabilinu.
Páll safnaði jafnframt rannsóknargögnum á vettvangi
og dvaldist meðal annars á sumrum norður í Ófeigsfirði á
Ströndum. Þar fylgdist hann með ferðum og atferli refa, pörun,
óðalsmyndun og yrðlingauppeldi. Hann lagði mat á fæðuval,
óðalshegðun og marga aðra þætti. Úr gögnunum varð til efni
í viðamikla doktorsritgerð sem hann varði við Háskólann í
Oxford árið 1984.1 Í bókinni Agga gagg2 eru jafnframt skemmti-
legar frásagnir Páls um dýrin og fólkið sem hann kynntist á
Ströndum. Einnig var gerð heimildarmyndin Frumbygginn
refurinn og ríki hans um rannsóknir Páls í Ófeigsfirði3 og hefur
hún verið notuð sem kennsluefni í grunnskólum landsins um
áratugaskeið. Eftir það starfaði Páll sem veiðistjóri og hélt þá
áfram rannsóknum sínum, í samstarfi við ýmsa aðila hérlenda
sem erlenda. Páll varð prófessor við Háskóla Íslands árið 1995
og gegndi því starfi til æviloka. Hann hafði mörg járn í eldinum
og skrifaði meðal annars bækur og leikrit. Ásamt Guttormi
Sigbjarnarsyni ritstýrði Páll bókinni Villt íslensk spendýr4
en í bókinni eru kaflar um íslensk spendýr og rannsóknir á
þeim eftir Pál og aðra sérfræðinga. Árið 2004 kom út alfræði-
ritið Íslensk spendýr,5 sem Páll ritstýrði en Jón Baldur Hlíð-
berg myndskreytti. Þá bók skrifa einnig vísindamenn á sviði
dýrafræði, ásamt Páli. Báðar þessar bækur seldust upp enda
vönduð og ýtarleg heimildarrit sem alltaf er gagn og gaman að
fletta upp í. Bókin um Þingvallavatn6 sem Páll vann með Pétri
M. Jónassyni var tímamótaverk. Auk þessa liggur mikið efni
fyrir í formi vísindagreina, bóka og greina almenns eðlis um
niðurstöður rannsókna Páls og samstarfsmanna hans.
PÁLL HERSTEINSSON dýrafræðingur
— 1951–2011 —
Náttúrufræðingurinn 89 (3–4), bls. 154–158, 2019