Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 48
Náttúrufræðingurinn 120 2. mynd. Helstu þættir sem geta haft áhrif á talinn fjölda mófugla á varptíma. Mælingar miðast oftast að því að meta breytileika í stofnstærð yfir lengri tíma. Hlutfall fugla sem er heima þegar talning fer fram, viðvera, og hlutfall heimafugla sem sjást, sýnileiki, hafa einnig mikil áhrif á talinn fjölda. Viðvera ræðst meðal annars af gæðum búsvæða og varpárangri en dægursveifla og mun- ur eftir tíma sumars skipta einnig máli. Sýnileiki ræðst af sömu þáttum en einnig af veðri. Mjög erfitt er að leiðrétta fyrir öllum þessum þáttum og því er vænlegast að reyna að staðla aðferðir við mælingar eins og hægt er. – Main factors affecting number of counted waders during censuses on the breeding grounds. The factor of interest is usually variation in population size over longer periods but proportion of the population which is at home during the census and detectability (proportion seen of those at home) also contribute greatly to variation in counts. Proportion at home is affected by habitat quality and breeding success but there can also be a diurnal and a seasonal rhythm in off-territory movements. Detectability is affected by the same factors and additionally by weather. Fyrstu tilraunir til mófuglatalningar á Íslandi virðast hafa verið gerðar í leiðöngrum breskra stúdenta sem heimsóttu landið á sjöunda áratug síð- ustu aldar.15 Formlegar mófuglataln- ingar Íslendinga hófust líklega 1979 og 1986.16,17 Frá því í lok síðustu aldar hafa staðbundnar þéttleikamælingar á mófuglum verið stundaðar víða, yfirleitt einstakar talningar í tengslum við fram- kvæmdir, og birtar í skýrsluformi.18,19 Vísir að vöktun mófugla hefur orðið til á vegum Náttúrufræðistofnunar Ís- lands á Mýrum og við Markarfljót20,21 á síðustu árum og hjá náttúrustofum á ýmsum stöðum, til dæmis á Norðaust- urlandi.22 Ekki hefur enn verið komið á fót vöktun á mófuglum á landsvísu þegar rjúpa er undanskilin.23,24 Hér segir frá niðurstöðum mófuglatalninga sem fóru fram á varptíma víðs vegar á Suður- landi á árunum 2011–2018, og talningar á mófuglum, aðferðafræði og áskoranir síðan ræddar í víðara samhengi. BREYTILEIKI Í FJÖLDA Í TÍMA OG RÚMI Markmið reglubundinna fugla- talninga er yfirleitt að fylgjast með breytingum á stofnstærð yfir lengri tímabil, til dæmis áratugi. Til að slíkar talningar gefi upplýsingar um breytileika í stofnstærð er mikilvægt að reyna eins og kostur er að leiðrétta fyrir öðrum þáttum sem hafa áhrif á niður- stöður talninga. Auk stofnstærðar, sem er sá þáttur sem oftast er áhugi á, eru það einkum tveir þættir sem hafa áhrif á fjölda fugla sem sjást í talningum. Þeir þættir eru: Viðvera – fjöldi fugla sem er heima þegar talning fer fram, og sýnileiki – hversu hátt hlutfall af þeim sem eru heima við sjást í talningu. Ýmsir þættir hafa áhrif á viðveru og sýnileika og þeir þættir geta spilað saman á flók- inn hátt (2. mynd). Rannsóknir sýna að vaðfuglar leita oft langt út fyrir óðul sín í fæðuleit, bæði fyrir varptíma og meðan á álegu stendur, en nokkuð dregur úr slíkum ferðum eftir að ungar skríða úr eggjum. Á Íslandi eru þekkt 2–7 km löng ferðalög út fyrir varpsvæði hjá merktum jaðrakönum og spóum í varpi (óbirt gögn) og langar fæðuferðir heiðlóu og fjöruspóa eru einnig þekktar frá Bretlandseyjum og Noregi.25,26 Eðli búsvæða hefur líklega áhrif á ferðalög út fyrir óðul. Minni þörf ætti að vera á að sækja fæðu annað ef fæðuframboð á óðulum er gott. Varpárangur hefur að sama skapi áhrif á viðveru því fuglar eru bundnari við óðul ef gæta þarf afkvæma heima við en ef varp misferst hætta þeir oft varptilraunum og geta lagst í flakk.13 Sýnileiki mófugla á varpstöðvum, eða hlutfallið sem sést af þeim fuglum sem eru heima, er nátengdur viðveru og erfitt er í reynd að skilja þessa þætti að nema með sértækum rannsóknum á fuglum sem hafa verið merktir með staðsetningartækjum. Þá er hægt að vera viss um hvort fuglar eru heima þegar talning fer fram. Sýnileiki mófugla breytist bæði yfir sumarið og yfir daginn. Að jafnaði er hljóðbærast kvölds og morgna og hvers kyns merkja- sendingar fugla berast þá best.27 Því er virkni mófugla og sýnileiki jafnframt í hámarki á þeim tíma.28 Rannsókn á dæg- ursveiflu í sýnileika mófugla hérlendis bendir til að sýnileiki flestra vaðfugla sé hæstur fyrir kl. 10 á morgnana, lækki yfir miðjan daginn en síðan komi annar toppur að kvöldi, heldur lægri, um það bil kl. 18–21.29 Í sömu rannsókn virtist sýnileiki þúfutittlings vera heldur jafn- ari yfir daginn en hjá vaðfuglunum en datt svo alveg niður í kvöldkulinu eftir kl. 21 eða svo. Rannsóknir á sýnileika vaðfugla á Bretlandseyjum sýna sama mynstur og hér, topp í virkni og sýnileika að morgni og lægri topp að kveldi.30 Talsverður breytileiki er í viðveru og sýnileika mófugla yfir sumarið. Flestir fullvaxnir fuglar koma til landsins í apríl og maí og yfirgefa það aftur í júlí og ágúst, en margir fyrr.31–33 Á tímabil- inu frá komu á varpstöðvar til brott- farar koma mófuglarnir sér upp óðali og maka, verpa, koma upp ungum og fita sig fyrir brottför ef allt gengur vel.34,35 Ýmis- legt getur þó farið úrskeiðis í þessu ferli og leitt til þess að margir fuglar hætta varptilraunum snemma og yfirgefa óðul sín. Talningarstofninn minnkar því yfir sumarið. Þetta veldur því að sýnileiki er misjafn yfir sumarið eftir því á hvaða stigi varptímabilsins fuglar eru. Þá er tímasetning atburða og varpárangur mismunandi milli ára.36 Almennt eru fuglar sýnilegastir snemma á varptíma þegar þeir eru á sýniflugi yfir óðulum, og svo aftur þegar þeir eru með unga. Hámarksfjöldi flestra fugla í talningum hérlendis er í seinni hluta júní þegar fuglar eru allajafna með unga. Fuglum í varpi fækkar síðan þegar líður á sumar.29 Rannsóknir á heiðlóum í Bret- landi sýna sama mynstur.26 Það er þó misjafnt eftir tegundum hvort foreldrar bjóða óboðnum gestum (fuglateljurum og afræningjum) birginn eða fela sig. Jaðrakan, stelkur, spói og tjaldur verða til dæmis allir mjög sýnilegir með unga

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.