Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 74
Náttúrufræðingurinn
146
slík vísindi því að Háskóli Íslands hóf
ekki kennslu í náttúrufræði fyrr en
eftir miðja 20. öld. Þannig ruddi HÍN
og þeir fræðimenn sem að félaginu
stóðu brautina. Starf íslenskra náttúru-
fræðinga á upphafsárunum kringum
aldamótin 1900 var einkum fólgið í því
að lýsa þeim fjölbreytileika sem þeir
fundu í náttúru landsins, skrá hann og
flokka. Viðfangsefni náttúrufræðinga
nú á tímum er að skilja þennan fjöl-
breytileika og sérstöðu hans, og benda
á leiðir til að viðhalda honum í yfir-
standandi umbreytingum vegna ágangs
manna, aukinnar mengunar, súrnunar
sjávar og hlýnandi loftslags.
Árni Hjartarson
Íslenskar orkurannsóknir
Grensásvegi 9
IS-108 Reykjavík
Arni.Hjartarson@isor.is
Árni Hjartarson (f. 1949) lauk BS- prófi í jarðfræði frá
Háskóla Íslands 1974, MS -prófi í vatnajarðfræði frá
sama skóla 1994 og PhD -prófi frá Kaupmannahafnar-
háskóla 2004. Hann hefur lengst af unnið að ýmiskonar
jarðfræðirannsóknum og jarðfræðikortlagningu, bæði
innanlands og utan, og einnig að hafsbotnsrannsóknum.
Hann sat lengi í ritnefnd Náttúrufræðingsins og var for-
maður Hins íslenska náttúrufræðifélags frá 2010 til 2018.
UM HÖFUNDINN PÓST- OG NETFANG HÖFUNDAR
/ AUTHOR'S ADDRESS
EINFÖLD OG SKÝR MARKMIÐ
Markmið HÍN hafa verið óbreytt frá
upphafi og þau eru einföld og skýr: Að
auka þekkingu manna á náttúrufræðum,
sérstaklega um náttúru Íslands, og auka
og auðvelda skilning á henni. Þessum
markmiðum hefur félagið leitast við að
ná með almennum fyrirlestrum, nátt-
úruskoðunarferðum, námskeiðum, bar-
áttu fyrir náttúruminjasafni og síðast en
ekki síst með útgáfu Náttúrufræðings-
ins. Miðlun fróðleiks og þekkingar
milli fræðimanna og til almennings á
auðskiljanlegri íslensku er og verður
þungamiðjan í starfi félagsins. Þótt nán-
ast allt sé breytt frá stofnári félagsins
hefur fólk sífellda ánægju af náttúru-
skoðun og aukna þörf fyrir tengsl við
náttúrulegt umhverfi. Manngerð ver-
öld og sýndarheimar tölvualdar munu
aldrei koma í stað umhverfis þar sem
menn lifa í eðlilegri nálægð við nátt-
úruna. Ef tengsl okkar við hana bresta
brestur um leið tilverugrundvöllur
okkar sjálfra.
Sýningarsalur Náttúrugripasafnsins meðan það var í eigu HÍN í Safnahúsinu við Hverfisgötu.