Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 52
Náttúrufræðingurinn
124
Sterkt jákvætt samband var milli meðal-
þéttleika tegunda og hversu víða þær
fundust 2011–2018 (8. mynd).
UMRÆÐA
Átta ára vöktun er ágætis byrjun en
þó frekar stuttur tími þegar verið er að
vakta langlíf dýr eins og flestir mófugl-
arnir eru.12 Enda voru breytingar tak-
markaðar yfir tímabilið, bæði á þéttleika
og fjölda punkta þar sem tegundir fund-
ust. Skógarþröstur var þó undantekning,
og var mun algengari á seinni árum en
fyrri. Möguleg skýring er að gróska, svo
sem runnagróður, hefur verið að aukast
á síðustu árum og skógarþröstur virðist
hagnast mikið á þeim breytingum.54 Á
næstu árum kemur í ljós hvort fjölgun
skógarþrasta heldur áfram. Almennt var
sterk fylgni milli meðalþéttleika tegunda
og fjölda punkta þar sem þær fundust
á hverju ári. Sama mynstur kom fram
þegar meðalþéttleiki og meðalviðvera
mismunandi tegunda yfir tímabilið er
borið saman. Þetta kemur ekki á óvart.
Bæði eru slík mynstur vel þekkt51 og
þegar tegundir sjást á fleiri punktum,
án þess að þeim fækki á öðrum, hækkar
meðalþéttleiki. Hægt væri að brjóta þetta
samband betur til mergjar. Til dæmis
mætti spyrja hvort breytileiki sé meiri
milli punkta eða milli ára. Líklega myndi
það þó frekar endurspegla nákvæmni við
mælingar frekar en líffræðilegar stað-
reyndir því fjölmargar rannsóknir sýna
að flestir mófuglarnir (vaðfuglarnir) eru
bæði langlífir og átthagatryggir43 en óvíst
er hvort þeir detta inn á talningarreitinn
á þeim fimm mínútum á ári þegar teljari
á leið framhjá. Einnig hefði mátt skoða
hvort marktækur munur er á fjölda og
þéttleika tegunda milli einstakra ára,
en slíkur munur getur stafað af ýmsum
ástæðum og samspili þeirra (2. mynd) og
vænlegra er að skýra áramun með lengri
tímaröðum. Mælingar á varpárangri
tveggja tegunda vaðfugla, jaðrakans og
spóa, í upphafi tímabilsins sýndu að varp-
árangur var afar slæmur árið 2011 og
mátti tengja það öskufalli á svæðinu.38,45
Líklega skýrir þetta hvað fáir fullorðnir
jaðrakanar sáust 2011. Þeir voru rétt
um þriðjungur þess fjölda sem sást árið
eftir. Ef varpárangur er vondur framan af
sumri yfirgefa vaðfuglar oft varpsvæðið
það árið. Fjöldi spóa og lóuþræls var
einnig með minnsta móti 2011.
Sú aðferðafræði sem hér var beitt
er einföld og skilvirk og sterk tengsl
þéttleika og viðveru vekja bjartsýni um
að hægt sé að vakta mófugla með ein-
földum hætti. Vegatalningar eru ódýrar
og hafa til dæmis gefist vel í Norður-
-Ameríku þar sem stofnar landfugla hafa
verið vaktaðir með hliðstæðum hætti
frá 1966. Þar hafa verið þróaðar aðferðir
til að reikna stofnvísitölur út frá hlið-
stæðum gögnum og hér var safnað. Þær
hafa staðist tímans tönn, og er auðvelt
að nota þær aðferðir hér þegar árunum
fjölgar.55 Það fylgja því þó ákveðnir ann-
markar að telja með vegum. Ekki er víst
að búsvæðagerðir með vegum séu í sömu
hlutföllum og fjær vegum. Þetta verður
að hafa í huga ef vegatalning á einnig
að endurspegla fjöldabreytingar fjær
vegum og á stærri svæðum. Í rannsókn
sem gerð var á fuglaþéttleika meðfram
vegakerfi landsins í flestum landshlutum
á árunum 2001–2003 voru hlutföll sjö
búsvæðagerða meðfram vegum og
6. mynd. Meðalþéttleiki (fuglar/km2 ± staðalskekkja) algengustu mófuglategunda á varptíma í Rangárvallasýslu 2011–2018. Talningarpunktar
voru 63. Athugið mismunandi kvarða á lóðréttum ás. – Average density (individuals/km2 ± SE) of the nine most common species during the
breeding season in Rangárvallasýsla county in 2011–2018. Number of plots was 63. Note different scales on the Y-axis.