Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 33
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 105 7. mynd. Hlutfall íslenskrar vorgotssíldar eftir lengdarflokkum (27–38 cm og samanlagt) í síldarafla á Íslandsmiðum í október-desember árin 1962–2016 (fjöldi fiska >15 fyrir hvern punkt). – Percentage of Icelandic spring-spawning herring for different length groups (27–38 cm and across all) in catches of herring in Icelandic waters in October-December for the years 1962–2016 (number of fish >15 for each point). þá sumargotssíld, sé greind hér sem vor- gotssíld að vetri í afla- og rannsóknar- sýnum sumargotssíldar (sem matið á hlutfalli vorgotssíldar byggist á) og hrygni væntanlega við Ísland að vori. Þessi tengsl gætu fallið undir þekkta vistfræðikenningu sem lýsir ákveðnum stofnstærðarsveiflum og kallast á ensku „source-sink theoretical model“ eða í þýðingu höfundar „kennilegt líkan um uppsprettu-svelg“.29 Kenningin gerir ráð fyrir því að svelgurinn, sem í þessu tilviki er vorgotssíldarstofninn, dveljist í það lélegu umhverfi að hann þrífist ekki til langs tíma nema með reglu- legri innspýtingu frá uppsprettunni (norsku síldinni), sem lifir í hagstæðara umhverfi. Þetta er að nokkru leyti í samræmi við ályktun Jakobs Jakobs- sonar2 um að vorgotssíldarstofninn nái sér líklega ekki fyrr en norska síldin fer að ganga aftur á Íslandsmið. Hér verður þó að hafa í huga að þessar vísbendingar um sterk tengsl milli stofnanna eru ekki alveg í samræmi við niðurstöður rann- sókna fyrir hrunið. Til dæmis sýndu merkingar í byrjun sjöunda áratugarins nánast ekkert flakk milli hrygningar- svæða vorgotssíldar og norskrar síldar þótt stofnarnir væru saman á fæðu- 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 27 28 29 30 31 32 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 33 34 35 36 37 38 Sum H lu tf al l v or go ts sí ld ar (% ) / P er ce nt ag e of s p rin g- sp aw ne rs Ár / Year

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.