Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 38
Náttúrufræðingurinn 110 INNGANGUR Gervigíga má finna víða á Íslandi þar sem rennandi hraun hefur komist í tæri við vatn eða vatnsósa jarðlög.1,2 Sem dæmi má nefna Rauðhóla í Heiðmörk, Landbrotshóla og Skútustaðagíga í Mývatnssveit og gervigígaþyrpingarnar í Skaftáreldahrauni og í Þjórsárdal.2–9 Gervigígar eru hins vegar ekki algengir annars staðar á jörðinni, en þá má þó finna víðar, til dæmis á Hawaii. Þar hafa gervigígar sést myndast þegar hraun rennur út í sjó.10,11 Gervigígar finnast einnig á Mars, sem hefur vakið athygli manna, enda bendir það til þess að ein- hvern tímann hafi verið vatn á Mars.12,13 Sérstakar aðstæður þarf til að gervi- gígar myndist. Glóandi hraunkvika þarf að komast að vatni, sem þá hvellsýður þannig að hraunkvikan springur upp og myndar gervigíga.1,13 Slíkt gerist ekki endilega þótt hraun renni að vatni, enda getur hin kælda ysta skorpa hraunsins virkað sem vörn milli glóandi kvikunnar og vatnsins.13 Því virðist sem hraun geti, allavegana í sumum tilfellum, þurft að brotna eða springa til að þetta sam- band náist milli kvikunnar og vatns- ins. Slíkt getur til dæmis gerst þegar hraun rennur yfir vatnsósa set. Þá getur hraunið sokkið í setið vegna þunga síns og brotnað upp. Þannig kemst vatn að glóandi kvikunni, sprengir hana upp og gervigígar myndast.6,13 Í þessari grein er sett fram sú tilgáta að Hljóðaklettahraun og Sveinahraun hafi runnið í sama eldgosinu og að gosstöðvarnar séu við Randarhóla (2. mynd). Hljóðaklettar og Rauðhólar séu því ekki hinar eiginlegu gosstöðvar heldur hafi bæði fyrirbærin myndast við samspil vatns og hraunsins sem rann frá Randarhólum. JARÐFRÆÐI SVÆÐISINS Jökulsárgljúfur og umhverfi þeirra mynduðust við samspil eldgosa og jökul- hlaupa (2. og 3. mynd). Gljúfrin liggja í 2. mynd. Hljóðaklettar liggja í norður í framhaldi af Sveinahrauni. Hæðarlíkanið í bakgrunni kallast TanDEM-X og er frá DLR, Þýsku geim- ferðastofnuninni.14 Hraunakortlagning er fengin frá Kristjáni Sæmundssyni o.fl.,15 kortlagning sprungna frá Ástu Rut Hjartardóttur o.fl.,16–17 og frá Sigríði Magnúsdóttur og Bryndísi Brandsdóttur.18 Útlínur sprungusveima eru frá Páli Einarssyni og Kristjáni Sæmundssyni,19 og frá Ástu Rut Hjartardóttur o.fl.16 – Hljóðaklettar are located in direct continuation of the Sveinahraun lava. In this paper, it is proposed that the Hljóðaklettah- raun lava and the Sveinahraun lava flowed during the same eruption and that the eruption site of Hljóðaklettar and Rauðhólar are in Randar- hólar. Therefore, that Hljóðaklettar and Rauðhólar are not an eruptive fissure, but the remnants of rootless craters formed due to the interaction between the Sveinahraun lava flow and the Jökulsá á Fjöllum river, or its predecessor. The Digital Elevation Model in the background is a Tan- DEM-X from DLR, the German Space Agency.14 The mapping of the lava is from Kristján Sæmundsson et al.15 Locations of fractures are from Ásta Rut Hjartardóttir et al.16,17 and Sigríður Magnúsdóttir and Bryndís Brandsdóttir.18 Outlines of fissure swarms are from Páll Einarsson and Kristján Sæmundsson,19 and Ásta Rut Hjartardóttir et al.16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.