Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 40
Náttúrufræðingurinn
112
af svæðinu.23–28 Jökulhlaup þessi hafa
skolað gjallinu utan af Hljóðaklettum,
en gjall má enn finna á Rauðhólum. Því
má ætla að Hljóðaklettar sýni í raun það
sem finna má inni í Rauðhólum.21,29
VÍSBENDINGAR UM AÐ
RAUÐHÓLAR OG HLJÓÐA-
KLETTAR SÉU GERVIGÍGAR
EN EKKI GOSSPRUNGA
1. hljóðaklettar Og rauðhólar
eru ekki iNNaN sPruNgusVeims.
Það er óvanalegt að gossprungur
á fráreksbeltum Íslands séu utan
sprungusveims. Þetta sést vel á korti
af norðurhluta Norðurgosbeltisins (2.
mynd). Ef Hljóðaklettar-Rauðhólar eru
gossprunga eins og áður hefur verið
ætlað (sjá t.d. 21,23,29), þá væri hún eina
nútíma-gossprungan í Norðurgosbeltinu
sem er ekki innan sprungusveims.
2. hljóðaklettahrauN er
framhald sVeiNahrauNs.
Gossprunga Sveinahrauns skar Jök-
ulsárgljúfur við Hafragil og Sveinahraun
rann niður eftir Jökulsárgljúfrum (eða
dal sem var forveri þeirra), allt norður í
Vesturdal þar sem það myndaði Eyjuna
(2. og 4. mynd). Hljóðaklettahraun er
einungis í um eða innan við 600 m fjar-
lægð frá Eyjunni (4. mynd). Auk þess er
ljóst af ummerkjum að Jökulsá á Fjöllum
hefur rofið Eyjuna töluvert og flætt um
svæðið á milli Eyjunnar og Hljóðakletta.
Þess utan finnast á þessu svæði kletta-
myndanir líkar Hljóðaklettum. Því er
ekki ólíklegt að hraun Hljóðakletta
og Eyjunnar (Sveinahrauns) hafi náð
saman áður en Jökulsá á Fjöllum beitti
rofmætti sínum á svæðið. Því er allt eins
líklegt að þetta sé sama hraunið.
3. myNdaNir lÍkar hljóðaklettum
fiNNast Í sVeiNahrauNi uPP
með jÖkulsárgljúfrum.
Finna má klettamyndanir sambæri-
legar Hljóðaklettum upp með Jökulsá
á Fjöllum, í Sveinahrauninu (2., 5., 6.
og 7. mynd). Á þessum svæðum liggur
Sveinahraun yfirleitt í neðsta hluta
Jökulsárgljúfra, við Jökulsá á Fjöllum
(8. mynd). Því er ljóst að á þeim svæðum
hefur gljúfrið verið búið að ná nú-
verandi dýpi þegar Sveinahraun rann,
þó að sunnar, þar sem Randarhóla-
gossprungan liggur, hafi gljúfrið þá
ekki verið til.27 Þannig virðist hraunið
hafa fylgt Jökulsárgljúfrum, eða dal
sem var forveri þess, en ekki sprungu-
stefnu, eins og við mætti búast ef
þessar myndanir væru merki um
gossprungu. Klettamyndanirnar hafa
því líklega orðið til vegna samspils
Sveinahrauns, vatnsósa sets og Jökulsár
á Fjöllum eða annars vatns á svæðinu.
4. hrauNstallar sVeiNahrauNs Og
hljóðaklettahrauNs eru Í sÖmu hæð.
Skógarbjörg, austan Jökulsár á Fjöll-
um, hafa verið talin hluti af Hljóða-
klettahrauni en Eyjan í Vesturdal hefur
verið talin komin frá Sveinahrauni.15
Svo vill þó til að þessir hraunstallar eru
í um það bil sömu hæð, 165–175 m.y.s.
(9. mynd). Þá eru minni klettasyllur
(hraunbríkur) í svipaðri hæð víða í
Vesturdal. Hljóðaklettar og aðrar mynd-
anir þeim líkar í Vesturdal og nágrenni
hans eru aðeins lægri en hraunstall-
arnir. Mörk Rauðhóla og Hljóðakletta
liggja í svipaðri hæð og hraunstallarnir,
en Rauðhólar ná aftur á móti hærra.
4. mynd. Nútímahraun í Jökulsárgljúfrum og við þau. Hraunakortlagning fengin frá
Kristjáni Sæmundssyni o.fl.,15 kortlagðar sprungur frá Ástu Rut Hjartardóttur o.fl.16
Hæðarlíkanið í bakgrunni kallast ArcticDEM.30 – Postglacial lava flows in and near
Jökulsárgljúfur. Lava outlines are from Kristján Sæmundsson et al.15 Fracture locations
are from Ásta Rut Hjartardóttir et al.16 ArcticDEM in the background.30