Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 14
Náttúrufræðingurinn 86 8. mynd. Tveggja vetra unghryssur (Ósk og Þoka) hvíla sig og sýna vel hversu tengdar þær eru. – Two sub adult mares (Ósk and Þoka) rest together and show how close they are. Ljósm./Photo: Hrefna Sigurjónsdóttir 2009, Bær, Eilífsdalur, Kjós, W-Iceland. Árásarhneigð var skipt í eftirfar- andi flokka: leggja kollhúfur (þá eru eyrun lögð aftur, 4. mynd), hóta að bíta, bíta, hóta að slá, slá, ráðast á með til- hlaupi, elta, berjast með afturhlutunum (3. mynd) og lyfta sér upp og takast á. Smölun stóðhesta (e. herding) var talin með í þessari samantekt. 1 Hegðun sem ber merki um undirgefni var skipt upp í að kjamsa (einkennir ung hross) að hörfa/lúta í lægra haldi með því að færa framhluta líkamans til hliðar (4. mynd), færa allan líkamann rólega frá þeim sem ógnaði, stökkva til hliðar eða flýja/hlaupa.1 Afskiptasemi var skráð í stóðhesta- hópunum P, Q, R, S, T og U. Þá stöðv- uðu stóðhestur eða hryssa samskipti annarra. Athugað var hver afleiðingin var (ekkert gerðist, eða samskiptin hættu og var þá skráð hver fór í burtu og hvort sá afskiptasami fór að hafa samskipti við hitt hrossið).8 Samskiptagögnin voru greind með lýsandi tölfræði.1 Dreifing gagna var verulega skökk til hægri og þess vegna er tíðnin fyrir hrossin í hópunum sýnd með boxi þar sem miðgildin sjást og dreifingin í kringum þau (sjá skýr- ingu við 10. mynd). Miðgildi fyrir hópa voru notuð til að kanna tengsl (Spear- man-rho-fylgnistuðull) á milli tíðni árásarhneigðar, undirgefni og þess að kljást, við breytur sem lýstu hópgerð og aðstæðum. (1., 2. og 3. tafla). Hóparnir voru ekki valdir með slembiúrtaki. Þess vegna og vegna dreifingar gagnanna var ekki unnt að framkvæma aðhvarfs- greiningu eða flóknari tölfræðipróf.1 Nánari skýring á rökum fyrir úrvinnslu gagnanna er að sjá í 1. heimild. NIÐURSTÖÐUR Hér á eftir eru tíðnitölur um sýnda árásargirni, hegðun sem sýnir undir- gefni og það að kljást fyrst sýndar fyrir einstaklingana með tilliti til aldurs og kyns. Síðan eru niðurstöður fyrir hópana sýndar. Í 3. og 4. töflu kemur fram hver fylgnin er á milli miðgilda hópanna fyrir sömu hegðunargerðir og eftirfarandi breyta: stöðugleiki hóps, stærð beitarlands, hlutfall karldýra, hlutfall fullorðinna, fjöldi folalda, stærð hóps, þéttleiki og fjöldi vina (sjá einnig 14.–16. mynd). eiNstakliNgar Heildartíðni þeirra félagslegu sam- skipta sem voru mæld og eru skilgreind hér að ofan reyndist ekki há – eða að jafnaði rúmlega einu sinni á klukku- stund á hest (miðgildi 0,71 og meðal- tal 1,18). Almennt var gott samræmi (3. og 4. tafla, 10. og 11. mynd) á milli niðurstaðna fyrir sýnda árásarhneigð og undirgefni, sem þýðir að hrossin láta oftast undan þegar þeim er ógnað. Aldursháð hegðun kemur einkum fram í því hversu mikið hrossin kljást. Yngri hross kljáðust meira en hin eldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.