Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn
94
16. mynd. Miðgildi fyrir hópana 20 (sjá 1. töflu)
eru sýnd m.t.t. kynjahlutfalls (hlutfall karldýra).
A- árásargirni. B- sýnd undirgefni. Litirnir sýna
árstíðina og lögun sýnir um hvers konar hópa
var að ræða. Allir vetrarhóparnir fengu hey.
Grænir kassar sýna vorhópa sem fengu líka
hey. – Scatterplots of group medians for both
individual (A) aggression and (B) submission
frequency by proportion of males. All groups
observed in winter were provided with hay.
Two groups observed in spring were also
provided with hay and are marked with a
light centre.
Árstíð / Season
Vor / Spring
Sumar/haust / Summer/Autumn
Vetur / Winter
S
ýn
d
á
rá
sa
g
ir
ni
(m
ið
g
ild
i h
ó
p
a
−
t
íð
ni
/k
ls
t.
)
A
g
g
re
ss
io
n
fr
eq
ue
nc
y
Tegund hóps / Group type:
Hópur með stóðhesti / Group with a stallion
Hópur án stóðhests / Group without a stallion
Trippahópur / Subadult group
Hlutfall karldýra / Proportion of males
A
0.00 0.25 0.50 0.75 1.00
Hlutfall karldýra / Proportion of males
0.00 0.25 0.50 0.75 1.00
0.00
0.25
0.50
0.75
1.00
1.25
0.00
0.25
0.50
0.75
1.00
1.25
B
S
ýn
d
u
nd
ir
g
ef
ni
(m
ið
g
ild
i h
ó
p
a
−
t
íð
ni
/k
ls
t.
)
S
ub
m
is
si
o
n
fr
eq
ue
nc
y
Í hópum án stóðhests var aftur á móti
ekkert slíkt samband (4. tafla). Þetta
bendir til þess að hlutfall geldinga og
hryssna í hópi án stóðhests hafi lítil
áhrif á árásargirnina.
Aldur. Þeir tveir hópar (A og B) sem
innihéldu eins vetrar trippi eingöngu
voru bæði árásargjarnastir og kljáð-
ust mest. Bæði þessi hópgerð og aðrar
aðstæður, sérstaklega lítill fjöldi og
ókunnugleiki, skýrir líklega þessi miklu
samskipti. Sú niðurstaða að eftir því
sem tiltölulega meira er af fullorðnum í
hópunum því minna kljáist þau, styður
þessa röksemdafærslu. Eldri hrossin
hafa haft lengri tíma til að mynda
tengsl og gæti það einfaldlega verið
skýringin á því hvers vegna þau kljást
minna (10. mynd). Engin tengsl voru
aftur á móti á milli árásarhneigðar og
hlutfalls fullorðinna í hópunum.
Árstíminn virðist hafa áhrif á
hegðun hestanna að því leyti að hrossin
í fimm vetrarhópum af sex voru árásar-
gjarnari en í hinum hópunum nema
A og B (sjá 14. mynd). Athugað var
sérstaklega hvort þetta tengist hey-
gjöf og reyndist svo vera. Ástæða þess
að hrossin kljást meira á veturna en á
öðrum tímum gæti einnig verið vegna
þess að þá klæjar undir vorið þegar þeir
byrja að fara úr hárum og ef þeir eru
lúsugir þá fjölgar lúsunum á vorin.24
Hrossin í eina hópnum sem var rann-
sakaður að hausti til (N) kljáðust mjög
lítið (13. mynd) og voru einnig tiltölu-
lega friðsöm (12. mynd). Síðla sumars
og snemma á haustin er sá tími sem
hrossin eru mest á beit og fita sig fyrir
veturinn,25 og hafa því ef til vill minni
tíma til samskipta. Önnur skýring
gætu verið sú að hrossin séu friðsam-
ari vegna þess að hormónastarfsemi
tengd æxlun er lítil á haustin. Þessi
hópur (N) fékk ekki hey. Raunar var
þessi hópur tiltölulega stöðugur hópur
og var þess vegna við tiltölulega litlum
samskiptum að búast.
Stærð hóps og stærð beitilands. Stærð
hóps sýndi mikla neikvæða fylgni við
það að kljást. Hugsanlega skýrist það
af minni þörf á þéttu samskiptaneti í
stórum hópi þar sem hrossin notfæra sér
fjöldann til að lesa í aðstæður, eða þá að
hópurinn er of stór til að einstaklingarnir
geti myndað mikil tengsl, þar sem netið
má ekki verða of flókið. Stærð beitilands
reyndist ekki tengjast samskiptatíðni (4.
tafla). Þéttleikinn var misjafn (1. tafla)
en ekkert bendir til að sú breyta hafi haft
áhrif á árásargirni hjá þessum hópum.
Líklegt er þó að of lítil beitarsvæði og
mikill þéttleiki auki árásarhneigð.
Hér hafa verið kynntar niðurstöður
um samskipti hesta þar sem aðalmark-
miðið var að kanna tengsl hegðunar
( jákvæðrar og neikvæðrar) við hópgerð
og fleiri þætti. Notuð voru miðgildi fyrir
hvern hóp, og segja þau til um hvað er
algengast í hópnum. Rétt er að benda á
að öll hross hafa sín einstaklingseinkenni
og því lýsa miðgildin ekki öllum hrossum