Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
107
0
10
20
30
40
50
60
70
62 64 66 68 70 72 74 76 78 80 82 84 86 88 90 92 94 96 98 00 02 04 06 08 10 12 14
Árgangur / Year class
Fj
öl
d
i t
ve
gg
ja
á
ra
(m
ill
ja
rð
ar
)
N
um
b
er
a
t
ag
e
tw
o
(b
ill
io
ns
)
annars voru notuð í þessari rannsókn,
eru varðveitt á Hafrannsóknastofnun.
Hægt væri að einangra erfðaefni síldar
frá hreistrinu31,32 til að rannsaka skyld-
leika þessara stofna. Aðgreining síldar-
stofna á þessum slóðum með erfða-
mörkum (örtunglum) hefur verið gerð,
en niðurstaða þeirrar rannsóknar var að
þörf væri á öflugri aðferðum með meiri
aðgreiningarhæfni.33 Slíkar aðferðir
eru til fyrir síld, meðal annars grein-
ingar á eins-basa-breytingum (e. single
nucleotide polymorphisms, SNPs),26,34
og geta nýst til þróunar á frekari erfða-
mörkum, en ekki síst til stofnaðgrein-
ingar út frá erfðaefni á hreistri yfir
margra ára tímabil. Það gæfi því meðal
annars tækifæri til að rannsaka áhrif
þessarar langvarandi stofnsmæðar
á erfðabreytileika og erfðasamsetn-
ingu vorgotssíldarstofnsins og athuga
hvort hann getur talist sami stofn nú og
fyrir hrunið.
Með hliðsjón af markmiði þessarar
rannsóknar má álykta að íslenska vor-
gotssíldarstofninn hafi verið að finna á
íslensku hafsvæði allt frá hruni. Segja
má að stofninn hafi verið í útrým-
ingarhættu á öllu þessu um 50 ára
tímabili. Lítilsháttar aukning eldri
síldar í stofninum kringum 2004 og
2013 varð samfara því að norsk síld
fór að nýta aftur íslensk hafsvæði fyrir
austan land og svo einnig fyrir norðan
til sumarbeitar. Þetta bendir til sam-
gangs milli stofnana og styrkir þá kenn-
ingu að vorgotssíldarstofninn rétti
ekki úr kútnum fyrr en norska síldin
snýr aftur á Íslandsmið. Enn er þó
langt í land að stofninn nái fyrri stærð
og alls óvíst að hann hafi til þess burði
vegna hugsanlegra erfðafræðilegra eða
umhverfistengdra breytinga.
ABSTRACT
fifty years siNce the icelaNdic
sPriNg-sPawNiNg herriNg cOllaPsed
– stOck size VariatiON aNd relatiON
tO Other herriNg stOcks
In the late 1960s, three herring stocks
in Icelandic waters collapsed primarily
due to overfishing. While the stock of
the Icelandic summer-spawning herring
(ISSH) recovered few years later and
that of the Norwegian spring-spawning
herring (NSSH) around two decades
later, the Icelandic spring-spawning
herring (ISPH) has not. In the autumn,
local ISSH and ISPH used to cohabit
and mix in the main fishery. The objec-
tive here is to study the existence and
stock size of ISPH since the stock’s
collapse. Results of analyses of catch
and research survey data indicate that
ISPH still exist. Its proportion was in
the range of 13–33% in the 1960s while
below 5% (on average 1.4%) during
1970–2016. Several year classes of ISPH
exhibit notable differences from the
general low levels and caused a slight
increase in estimates of ISPH spawn-
ing stock biomass for corresponding
years. An increase in proportion of gen-
erally old ISPH around 2004 and 2013
occurred simultaneously with the reap-
pearances of NSSH in the feeding areas
east and north of Iceland, respectively.
Altogether, it supports earlier sugges-
tions that ISPH might require immigra-
tion from NSSH to recover, as these are
considered closely related stocks.
9. mynd. Mat á fjölda við tveggja ára aldur fyrir árganga norsk-íslenska vorgotssíldarstofnsins frá 1962–2014 (frá ICES20 fyrir árganga
1962 til 1985 og ICES21 fyrir 1986–2014). – Estimates of number-at-age 2 of the Norwegian spring-spawning herring stock for the year
classes from 1962–2014 (in billions; derived from ICES20 for 1962–1985 and ICES21 for 1986–2014).