Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
79
stóðhesti þar sem tiltölulega náttúrulegt
félagslegt fyrirkomulag ríkir. Nánari
upplýsingar um hvern hóp og tilvísanir í
heimildir er að finna í 1. töflu.
INNGANGUR
Fá spendýr eru félagslyndari en
hestar. Frumorsaka er að leita í fortíð-
inni þegar forfeður núverandi hesta
mynduðu stórar hjarðir á sléttunum,
bæði austanhafs og vestan, og leituðu
skjóls frá rándýrum í fjöldanum og
með því að flýja hættur. Þeir sýna því
öll einkenni flóttadýra; eru frá á fæti og
með afskaplega næma heyrn og sjón.
Þegar eitt dýr verður vart við hættu veit
hjörðin það yfirleitt samstundis.3,4
Félagskerfi villtra hesta er svokallað
fjölkvæni (e. polygyny). Fjölskyldu-
hópurinn (e. band/harem) myndar
kjarnann, og samanstendur hann af
einum stóðhesti, nokkrum hryssum
sem hann fyljar þegar þær ganga og
afkvæmum þeirra (1. og 2. mynd). Hann
ver hryssurnar gegn öðrum stóðhestum
og stökum graðhestum á svæðinu og
gætir þess að halda öllum hópnum
saman.5 Fjölskylduhópar eru yfirleitt
stöðugir með tilliti til samsetningar
fullorðinna einstaklinga. Flestar ungar
hryssur og folar eru rekin í burtu við
kynþroska (um tveggja vetra aldur).3
Unghryssurnar koma sér í annan fjöl-
skylduhóp en ungir graðhestar og gamlir
stóðhestar sem hafa misst fyrri völd
mynda hópa sem kallast piparsveina-
hópar. Piparsveinarnir (einn eða fleiri)
mynda sinn eigin fjölskylduhóp með tíð
og tíma eða ná að reka eldri stóðhest í
burtu og taka yfir hópinn hans.5,6 Pipar-
sveinahópar eru eðli málsins samkvæmt
fremur óstöðugir þar sem samsetning
hópsins breytist nokkuð oft.
Fjölkvæni einkennir allar þær hjarðir
ræktaða hestsins sem hafa sloppið frá
manninum og lifa villtar (e. feral) víða
um lönd við margvíslegar aðstæður.5
Þetta gildir einnig um przewalskí- eða
„takhí“-hestinn sem var bjargað frá
útrýmingu á síðustu öld og er nú aftur
farinn að lifa hálfvilltur í Mongólíu og
nokkrum öðrum austlægum löndum.3,4
Hér á landi hefur lausaganga stóð-
hesta verið bönnuð í meira en öld og
því er ekki lengur að finna náttúrulegar
hjarðir í dölum og á heiðum.7 Sums
staðar í sveitum landsins eru þó haldin
óvenju stór stóð, svokölluð blóðtöku-
stóð. Þau eru nýtt til að safna blóði úr
hryssum og til framleiðslu á folaldakjöti.
1. mynd. Hluti af fjölskylduhópi U, sjá 1. töflu, á Seli, A-Landeyjum – hryssur, folöld og stóðhesturinn sem er sá mósótti til hægri. Landið er frjó-
samt og einkennist af grasmiklum þúfum. – Part of the family group U in the fertile large pasture at Sel, Landeyjar. The land has typical tussocks
which often is a feature of horse pastures. Adult mares and foals plus the stallion which is the dun horse to the right. Ljósm./Photo: Hrefna
Sigurjónsdóttir 2007, S-Iceland.