Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 85
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
157
Þegar slíkt stórmenni fellur frá er ekki sjálfgefið að lífs-
starfið haldi samfellt áfram. Mér féllust hendur um stund
enda verkefnið stórt og enginn til að ráðfæra sig við. Mér voru
þó ofarlega í huga lokaorð umsóknar okkar í Veiðikortasjóð
frá árinu 2010, þar sem Páll var greinilega farinn að hugsa um
eftirmann í refavöktunina til að halda henni gangandi:
Ísland er eina landið í Evrópu þar sem tófustofninn
rambar ekki á barmi útdauða. Því ber Íslendingum skylda
til þess að fylgjast grannt með ástandi stofnsins, auk
þess sem stofninn nýtur verndar að íslenskum lögum (nr.
64/1994) þótt ástand hans undanfarna áratugi hafi ekki
gefið tilefni til að takmarka refaveiðar nema í örlitlum mæli
og á litlum svæðum. Þátttaka Melrakkaseturs og annarra
aðila á Vestfjörðum í verkefninu á þessu stigi er afar mikil-
væg því að umsækjandi hefur staðið vaktina í þriðjung aldar
og nú styttist í að hann setjist í helgan stein. Því er nauðsyn-
legt að undirbúningur þess hefjist, að aðrir taki við keflinu.
Ég tók þetta til mín og ákvað að gera mitt besta til að ekki yrð
hlé á þeim samfelldu mælingum sem hann hóf 32 árum áður.
Ljóst er að Páll Hersteinsson vann þrekvirki og þjóðinni
mikið gagn með því að fylgjast með stofnvistfræði íslenska
refsins þau 32 ár sem hann stóð vaktina. Eftir fráfall hans varð
fljótlega ljóst að Melrakkasetrið hafði ekki burði til að halda
úti svo viðamiklu verkefni. Nú er „Vöktun íslenska refastofns-
ins“ komin í öruggar hendur Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Páll heitinn var, eins og áður hefur komið fram, mikill fræði-
maður og vel að sér í kenningum vistfræðinnar. Í vísindagrein
sem hann ritaði ásamt David Macdonald, og birtist í OIKOS
árið 1992,13 kom fram skýr framtíðarsýn. Greinin fjallar um
samkeppni milli rauðrefs og melrakka og afleiðingar hennar
fyrir mörk útbreiðslu þessara tegunda á tímum hlýnandi
loftslags. Mikið hefur verið vitnað í þessa tímamótagrein, sem
er enn í fullu gildi, í rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga
og afdrifum tegunda á norðurslóðum.14 Ekki einskorðaðist
áhugi Páls og fræðimennska við refinn eingöngu og komu
menn sjaldan ef nokkurn tímann að tómum kofanum hvað
áhuga hans og þekkingu varðaði. Við nemendur Páls unnum
að ólíkum rannsóknarverkefnum og ætíð var hann skrefi á
undan, hvort sem fjallað var um refi, minka, hagamýs, kan-
ínur, sílamáfa, hreindýr eða seli. Hann var stálminnugur og
vel að sér í nýjustu fræðum, og þegar ný bók eða grein kom út
pantaði hann oftast eintak fyrir okkur að lesa rakleiðis. Sem
kennari var hann réttsýnn og vildi veita nemendum sínum
sem mestar upplýsingar og tækifæri til að læra sem mest.
Hann gerði einnig kröfur og sá til þess að við tömdum okkur
gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð. Hann var ætíð
heiðarlegur og faglegur í tilsvörum og hélt sig við staðreyndir
og rökstuðning þótt ekki hafi allir andmælendur hans talið sig
þurfa að virða slíkar leikreglur. Jafnvel hjá þeim hefur hróður
Páls aukist jafnt og þétt og bæði fræðimenn og áhugamenn
sýna starfi hans og minningu nú mikla virðingu.
Páll flytur ávarp við opnun Melrakkaseturs Íslands 12. júní 2010. Á myndinni eru auk hans þau Ester Rut Unnsteins-
dóttir, Dagbjört Hjaltadóttir og Ómar Már Jónsson. Til vinstri sér í höfuð Valdimars Gíslasonar frá Mýrum í Dýrafirði.
Ljósm. Þórður Sigurðsson.