Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 55

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 127 9. mynd. Fuglabúsvæði í vegkanti á einum talningapunktinum undir Eyjafjöllum. – Roadside bird habitat on one of the study plots in Eyjafjöll region. Ljósm./Photo: Tómas G. Gunnarsson. og að mæling í viðfang sé rétt. Reikni- aðferðir af þessu tagi krefjast að auki stærra sýnis en yfirleitt er í boði við mófuglatalningu. Við talningu nálægt vegum og þegar um er að ræða fugla sem oft fljúga hundruð metra yfir óðulum meðan á talningu stendur, er ljóst að staðsetning teljara er ekki óháð stað- setningu fugls og að staðsetning fugls er metin með mikilli skekkju. Þá bregðast mófuglar mikið hver við öðrum og við athugendum og það viðbragð er breyti- legt í tíma og rúmi.38 Með hliðsjón af brostnum forsendum og af fjölbreyttum uppsprettum breytileika í fjölda talinna mófugla (2. mynd) er óvíst hverju töl- fræðileg leiðrétting á sýnileika skilar þegar meta á mun á fjölda milli ára á sömu föstu punktunum eins og hér var reynt. Nýlega hófst samstillt vöktun vaðfugla í Skandinavíu (Noregi, Svíþjóð og Finnlandi).41 Þar eru sumir þættir í aðferðafræði hliðstæðir því sem hér var gert, þó með nokkrum mun milli landa. Lítið er gert af því að leiðrétta sérstaklega fyrir sýnileika og misjafnt er hvort reynt er að meta stöðu fugla út frá atferli.41 Þéttleiki mófuglanna er að jafnaði frekar lítill í þessari rannsókn miðað við það sem sést hefur í öðrum rann- sóknum.7,21 Það stafar líklega af því að punktar voru valdir eftir fyrirfram gef- inni reglu meðfram vegum og því henta margir hinna völdu punkta illa eða alls ekki fyrir ákveðnar tegundir. Einnig getur þéttleiki verið minni við vegi. Taln- ingarnar ættu hins vegar að endurspegla fjöldabreytingar á svæðinu almennt þar sem þær taka til fjölbreyttra svæða. Þetta er mikilvægt þar sem mismunandi hlutar stofns geta þróast á mismunandi hátt í tengslum við gæði búsvæða.47,48 Einnig er rétt er að hafa það í huga þegar þéttleika- tölur úr þessari könnun eru túlkaðar að gefinn er upp fjöldi einstaklinga án þess að staða fuglanna í varpi sé metin (þær ágiskanir eru þó til), enda óvíst hverju slíkt skilar. Rannsóknir benda til að það skipti litlu máli hvort búnar eru til nýjar einingar úr töldum fuglum (t.d. pör úr einstaklingum) þegar markmiðið er að meta stofnbreytingar, en þetta verður þó að hafa í huga þegar tölur úr mismun- andi rannsóknum eru bornar saman.62 Þessar talningar voru upphaflega skipulagðar með það í huga að meta áramun á fjölda algengra mófugla á stóru svæði til samanburðar við rann- sóknir á einstökum athugunarsvæðum. Ýmsir staðbundnir þættir, svo sem afrán og búsmali, valda því að erfitt er að greina áhrif árferðis og langtíma- breytinga með rannsóknum á fáum punktum.45 Tíminn leiðir í ljós hvernig þetta gengur en mælingar á varpárangri jaðrakans sem fara fram á vegsniðinu á sama tíma gefa tilefni til bjartsýni.38 Annað markmið með rannsóknunum var að meta áhrif landnotkunar á fuglastofna, því hraðar breytingar hafa orðið á landnotkun á Suðurlandi á síð- ustu árum.63 Búsvæðabreytingar á taln- ingarpunktunum eru þegar sjáanlegar. Úthaga á tveimur punktum hefur verið breytt í akurlendi, vindmyllur hafa risið á einum punktinum og hús hafa verið reist á tveimur. Gróflega þýðir það að um 8% punkta hafa breyst á tímabilinu eða um 1% punkta á ári. Líklegt er að slíkar breytingar leiði af sér verulegar breytingar á fuglastofnum á næstu ára-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.