Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 109 Ritrýnd grein / Peer reviewed 1. mynd Hljóðaklettar. Rauðhólar sjást í baksýn til vinstri á myndinni. – The Hljóðaklettar lava formations, the Rauðhólar scoria cones are seen to the left in the image. Ljósm./Photo: Ásta Rut Hjartardóttir. Eru Hljóðaklettar og Rauðhólar í Jökulsárgljúfrum gervigígar? hljóðaklettar Og rauðhólar í Jökulsárgljúfrum hafa til þessa verið taldir leifar af gossprungu frá nútíma. Þó bendir ýmislegt til þess að svo sé ekki, heldur séu þeir gervigígar og hraunstrúktúrar sem myndast við samspil vatns og flæðandi hrauns. Til dæmis eru þessar myndanir ekki innan sprungusveima, sem er óvanalegt um gossprungur. Auk þess finnast myndanir líkar Hljóðaklettum líka í Sveinahrauni upp eftir Jökulsárgljúfrum, sem eru ekki í beinni sprungu- stefnu við Hljóðakletta. Sveinahraun rann niður eftir Jök- ulsárgljúfrum (eða forvera þeirra) skömmu eftir að ísaldar- jökla leysti á svæðinu. Hingað til hefur verið álitið að nyrsti hluti þess sé Eyjan í Vesturdal. Hér er sett fram sú tilgáta að Sveinahraun hafi runnið 5 km lengra til norðurs en áður var ætlað og myndað Hljóðakletta og Rauðhóla. Þetta skýrir af Ásta Rut Hjartardóttir og Páll Einarsson Náttúrufræðingurinn 89 (3–4), bls. 109–117, 2019 hverju tveir hraunstallar við Vesturdal, annar áður talinn úr Sveinahrauni og hinn úr Hljóðaklettahrauni, eru í sömu hæð. Ef þeir eru báðir úr Sveinahrauni má ætla að þeir séu leifar frá sama hraunflóðinu. Stóravítishraun hafði nýlega mynd- ast þegar Hljóðaklettahraun og Sveinahraun eru talin hafa runnið. Stóravítishraun rann yfir Jökulsárgljúfur fyrir norðan Hljóðakletta og hefur líkast til stíflað gljúfrið. Vatn gæti hafa safnast fyrir þar suður af. Þannig hefur Sveinahraun fyllt í dalinn sem var forveri Vesturdals og nágrennis, en ekki komist lengra vegna fyrirstöðu Stóravítishrauns. Þar sem hraunið komst í tæri við vatn og vatnsósa set gætu hafa myndast gervigígar. Jökulsá hefur síðar hreinsað gjallið að mestu utan af gervigígunum, líklega í stórhlaupum, en leifar þeirra eru m.a. Hljóðaklettar og Rauðhólar (1. mynd).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.