Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 109 Ritrýnd grein / Peer reviewed 1. mynd Hljóðaklettar. Rauðhólar sjást í baksýn til vinstri á myndinni. – The Hljóðaklettar lava formations, the Rauðhólar scoria cones are seen to the left in the image. Ljósm./Photo: Ásta Rut Hjartardóttir. Eru Hljóðaklettar og Rauðhólar í Jökulsárgljúfrum gervigígar? hljóðaklettar Og rauðhólar í Jökulsárgljúfrum hafa til þessa verið taldir leifar af gossprungu frá nútíma. Þó bendir ýmislegt til þess að svo sé ekki, heldur séu þeir gervigígar og hraunstrúktúrar sem myndast við samspil vatns og flæðandi hrauns. Til dæmis eru þessar myndanir ekki innan sprungusveima, sem er óvanalegt um gossprungur. Auk þess finnast myndanir líkar Hljóðaklettum líka í Sveinahrauni upp eftir Jökulsárgljúfrum, sem eru ekki í beinni sprungu- stefnu við Hljóðakletta. Sveinahraun rann niður eftir Jök- ulsárgljúfrum (eða forvera þeirra) skömmu eftir að ísaldar- jökla leysti á svæðinu. Hingað til hefur verið álitið að nyrsti hluti þess sé Eyjan í Vesturdal. Hér er sett fram sú tilgáta að Sveinahraun hafi runnið 5 km lengra til norðurs en áður var ætlað og myndað Hljóðakletta og Rauðhóla. Þetta skýrir af Ásta Rut Hjartardóttir og Páll Einarsson Náttúrufræðingurinn 89 (3–4), bls. 109–117, 2019 hverju tveir hraunstallar við Vesturdal, annar áður talinn úr Sveinahrauni og hinn úr Hljóðaklettahrauni, eru í sömu hæð. Ef þeir eru báðir úr Sveinahrauni má ætla að þeir séu leifar frá sama hraunflóðinu. Stóravítishraun hafði nýlega mynd- ast þegar Hljóðaklettahraun og Sveinahraun eru talin hafa runnið. Stóravítishraun rann yfir Jökulsárgljúfur fyrir norðan Hljóðakletta og hefur líkast til stíflað gljúfrið. Vatn gæti hafa safnast fyrir þar suður af. Þannig hefur Sveinahraun fyllt í dalinn sem var forveri Vesturdals og nágrennis, en ekki komist lengra vegna fyrirstöðu Stóravítishrauns. Þar sem hraunið komst í tæri við vatn og vatnsósa set gætu hafa myndast gervigígar. Jökulsá hefur síðar hreinsað gjallið að mestu utan af gervigígunum, líklega í stórhlaupum, en leifar þeirra eru m.a. Hljóðaklettar og Rauðhólar (1. mynd).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.