Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 68
Náttúrufræðingurinn
140
varpfugla var mun meiri þar sem áfokið
var mikið, bæði í votlendi og þurrlendi
(8. mynd). Niðurstöðurnar sýna afger-
andi áhrif áfoks á frjósemi landsins.
Gögn sem sýna svo skýrt samband frjó-
semi og áfoks hafa okkur vitanlega ekki
verið sett fram annars staðar.
Ryk hefur ekki aðeins áhrif á frjósemi
landvistkerfa, heldur einnig á frjósemi
sjávarvistkerfa. Til dæmis hefur rykið
frá Sahara áhrif á vistkerfi Atlantshafs-
ins.58–60 Ryk getur aukið framboð á nær-
ingarefnum í sjó, sérstaklega þar sem
framboð steinefna (s.s. járns) telst tak-
markandi, hækkað sýrustig og bundið
CO2, meðal annars á heimskauta-
svæðunum.61 Frjósemi hafsvæðanna
umhverfis Ísland er talin takmarkast af
framboði á járni62,63 og vísindamenn eru
nú teknir að rannsaka áhrif járns á vist-
kerfi á norðurheimskautssvæði Atlants-
hafsins.64 Íslensku fokefnin eru óvenju
járnrík, með um 10% Fe, mun járnríkari
en kísil- og kalkrík efni sem berast frá
söndum meginlandanna. Því er líklegt
að fokið frá Íslandi hafi jákvæð áhrif á
frjósemi hafsvæða umhverfis landið.45
Vitaskuld skila jökulárnar einnig ógrynni
af járni í sjó fram, en rykefnin eru hins
vegar mun fínkornóttari að meðaltali og
dreifast í yfirborðslög á margfalt stærra
hafsvæði, sem eykur líkur á því að þau
hafi áhrif á lífkerfið í sjó.
RYKIÐ OG ANDRÚMSLOFTIÐ
Ryk hefur margvísleg áhrif á lofthjúp
og veðurfar. Ryk dregur í sig sólarljós
sem hefur áhrif á hegðun veðurkerfa
og veldur aukinni hlýnun jarðar.2,65,66
Rykagnir stuðla að myndun ískristalla
og auka á skýjamyndun og hafa með
þeim hætti einnig áhrif á veðurfar.67,68
Því er lögð vaxandi áhersla á að taka tillit
til ryks í loftslagslíkönum.2,69 Þá er talið
að ryk eigi þátt í því að áhrif loftslags-
breytinga eru hvað mest á heimskauta-
svæðum (e. Arctic amplification).4 Hinn
dökki litur ryks frá Íslandi veldur því að
kornin draga í sig sólarljós sem eykur á
hlýnun lofts á heimskautasvæðunum.70
Þegar ryk frá Íslandi sest á snjó minnkar
endurkast frá yfirboði og bráðnun
eykst, sem hefur áhrif á afkomu vetr-
arsnævar, jökla og hafíss.3,61,71 Ryk berst
meðal annars upp á íslensku jöklana
og getur valdið aukinni bráðnun svo
nemur tugum prósenta, enda þótt
þurrar vindáttir standi yfirleitt frá
jöklum og meginhluti ryksins berist frá
jöklunum.72 Talið er að ryk frá Íslandi
hafi fundist við svifryksmælingar á Sval-
barða,30 og styður það tilgátur um mikil
áhrif ryks frá Íslandi á náttúrufar norð-
urslóða. Ætla má að það ryk sé einkum
komið frá Dyngjusandi. Þá hefur ryk
frá Íslandi fundist í Grænlandsísnum73
og á Írlandi.74 Dökkur litur íslensku
rykefnanna eykur mjög áðurnefnd áhrif
á geislun í andrúmsloftinu og áhrifin á
yfirborð íss og snævar. Áhrif ryksins á
veðurfarsþætti er hins vegar mál sem
bíður ýtarlegri umfjöllunar.
LOKAORÐ
Uppfok ryks hérlendis er með því allra
mesta sem þekkist á jörðinni. Það veldur
áfoki á landið allt og hefur með því afger-
andi áhrif á mótun vistkerfa landsins.
Rykið viðheldur meðal annars frjósemi
jarðvegs og hefur að líkindum sömu
áhrif á hafi úti en mikil rykmengun hefur
neikvæð áhrif á lýðheilsu. Rykfram-
leiðslan hefur breyst í tímans rás og er nú
að stórum hluta bundin við sandauðnir
landsins en ekki uppblástur gróinna vist-
kerfa eins og áður var. Þetta hefur áhrif
á túlkun gagna um þykknunarhraða
moldarinnar. Rykframleiðslan er mest á
svæðum þar sem mikið af fínefnum (silti)
safnast saman, svo sem framan við jökla
og með suðurströndinni, sem eru eins
konar „ofur-uppsprettur“ ryks og áfoks.
Líkön fyrir uppfok ná enn sem komið
er ekki utan um þær sérstæðu aðstæður
sem þar ríkja.
Helstu rykuppsprettur á Íslandi skipa
afar sérstakan sess í náttúrufari lands-
ins, svo sem Dyngjusandur, Mælifells-
sandur og Hagavatnsaurar, vegna þeirra
víðtæku áhrifa sem rykið hefur. Þessir
ÞAKKIR
Þessi samantekt byggist að hluta á rannsóknum sem Rannsóknasjóður styrkti
(Rannís-styrkir nr. 152248-051 og nr. 050207023). Hjalti Sigurjónsson, Einar
Grétarsson, Fanney Gísladóttir, Haraldur Ólafsson, Agnes Ösp Magnús-
dóttir, Tómas Grétar Gunnarsson og Lea María Lemarquis hafa, auk höfunda
greinarinnar, komið að ýmsum þeim rannsóknum sem notaðar eru við gerð
þessa yfirlits. Þá hafa margir innlendir og erlendir samstarfsaðilar komið að
rannsóknunum á einhverju stigi. Öllum þessum aðilum er þakkað gott samstarf.
1. Ólafur Arnalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir & Fanney Ósk Gísladóttir 2019.
Sandauðnir, sandfok og ryk á Íslandi. I. Sandar og fok. Náttúrufræðingurinn 89.
34–47.
2. Shepherd, G. (ritstj.) 2016. Global assessment of sand and dust storms.
Umhverfisáætlun SÞ (UN Environment Program), Nairobi. 125 bls.
3. Meinander, O., Pavla Dagsson-Waldhauserová & Ólafur Arnalds 2016. Icelandic
volcanic dust can have a significant influence on the cryosphere in Greenland
and elsewhere. Polar Research 35. doi:10.3402/polar.v35.31313
4. Lambert, F., Kug, J.-S., Park, R.J., Mahowald, N., Winckler, G., Abe-Ouchi, A.,
O’ishi, R., Takemura, T. & Lee, J.H. 2013. The role of mineral-dust aerosols in
polar temperature amplification. Nature Climate Change 3. 487–491.
5. Field, J.P., Belnap, J., Breshears, D.D., Neff, J.C., Okin, G.S., Whicker, J.J., Painter,
T.H., Ravi, S., Reheis, M.C. & Reynolds, R.L. 2010. The ecology of dust. Frontiers
in Ecology and the Environment 8. 423–430.
6. Sigurður Þórarinsson 1961. Uppblástur á Íslandi í ljósi öskulagarannsókna.
Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1960–1961. 17–54.
HEIMILDIR
7. Guttormur Sigbjarnarson 1969. Áfok og uppblástur. Náttúrufræðingurinn 39.
68–119.
8. Grétar Guðbergsson 1975. Myndun móajarðvegs í Skagafirði. Íslenskar
landbúnaðarrannsóknir 7(1–2). 20–45.
9. Ólafur Arnalds, Hallmark, C.T. & Wilding, L.P. 1995. Andisols from four differ-
ent regions of Iceland. Soil Science Society of America Journal 59. 161–169.
10. Stoops, G., Gérard, M. & Ólafur Arnalds 2008. A micromorphological study
of Andosol genesis in Iceland. Bls. 67–90 í: New Trends in Micromorphology
(ritstj. Kapur, S., Mermut, A. & Stoops, G.). Springer, Heidelberg.
11. Dugmore, A.J., Newton, A.J., Guðrún Larsen & Cook, G.G.T. 2000.
Tephrochronology, environmental change and the Norse settlement of Iceland.
Environmental Archaeology 5. 21–34.
12. Ólafur Arnalds 2015. Collapse, erosion, condition, and restoration. Bls. 153–180
(12. kafli) í: The soils of Iceland (ritstj. Ólafur Arnalds). Springer, Dordrecht.
13. Ólafur Arnalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Sigmar Metúsalemsson, Ásgeir Jóns-
son, Einar Grétarsson & Arnór Árnason 1997. Jarðvegsrof á Íslandi. Landgræðsla
ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Reykjavík. 157 bls.
14. Ólafur Arnalds 2010. Dust sources and deposition of aeolian materials in
Iceland. Icelandic Agricultural Sciences 23. 3–21.
15. Sigurður H. Magnússon 2013. Þungmálmar og brennisteinn í mosa á Íslandi
1990–2010: Áhrif iðjuvera. Náttúrufræðistofnun Íslands (NI-13003), Reykjavík.
16. Sigurður H. Magnússon 2018. Vöktun þungmálma og brennisteins í mosa á
Íslandi 1990–2015: Áhrif frá iðjuverum og eldvirkni. Náttúrufræðistofnun
Íslands (NI-18006), Reykjavík.
17. Groot Zwaaftink, C.D., Ólafur Arnalds, Pavla Dagsson-Waldhauserová, Eck-
hardt, S., Prospero, J.M. & Stohl A. 2017. Temporal and spatial variability of
Icelandic dust emissions and atmospheric transport. Atmospheric Chemistry
and Physics 17. 10865–19878.