Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 73
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
145
árum. Þótt árið 1889 hafi verið gott og
hlýtt var veðurfar á landinu almennt með
kaldasta móti, litla ísöldin svokallaða var
ekki liðin, hafís algengur og jöklar hvar-
vetna í framrás. Nú er öldin önnur þegar
menn þekkja vart hafís, horfa á allsherjar
undanhald jökla og hnattræna hlýnun
sem virðist fordæmalaus. Mannskepnan
hefur á þessum stutta tíma breytt nátt-
úrufari hnattarins, gróðurríki, dýralífi,
vatnafari og veðurfari. Ný jarðsöguöld er
gengin í garð, mannöld (antrópósen), og
hún fer ekki vel af stað. Dýralíf og gróð-
urfar sem fyrir 130 árum einkenndu lönd
og álfur er víða á hverfanda hveli og áður
en langt um líður verða þessar tegundir
aðeins til í dýragörðum eða grasa-
görðum, sérvörðum friðlöndum og þjóð-
görðum. Framtíð tugþúsunda tegunda
dýra og plantna ræðst af meðvituðum
ákvörðunum mannsins um hversu langt
hann gengur við að breyta búsvæðum,
vistkerfum, loftgæðum og veðurfari.
Framtíð mannkyns ræðst reyndar einnig
af þessum ákvörðunum. Ef eitthvað
getur forðað okkur frá vistfræðilegum
hörmungum á komandi tímum, þá er
það aukin þekking á náttúrunni og aukin
tiltrú á náttúrurannsóknum og náttúru-
fræðingum. Fyrir rúmlega hálfri annarri
öld orðaði Benedikt Gröndal svipaða
hugsun á þessa leið: „Á þekkingu á nátt-
úrunni er þekking á lífinu grundvölluð – á
náttúrunni er velmegun þjóðanna byggð.“
STARFSUMHVERFIÐ
Í félagslegu og fræðilegu umhverfi
hafa ekki síður orðið breytingar. Árið
1889 voru nánast engar reglubundnar
náttúrufarsrannsóknir stundaðar á
landinu, hvorki á lífríki, veðurfari né
jarðfræðilegum þáttum. Skráning nátt-
úrufars og náttúruumbrota var enn
að mestu í höndum annálaritara, sem
flestir voru áhugasamari um önnur
svið tilverunnar. Lærði skólinn var
helsta menntastofnun landsins. Enginn
háskóli var í landinu en til var Presta-
skóli og ennfremur Læknaskóli. Þegar
HÍN tók að gangast fyrir reglubundnum
fræðslufundum um náttúrufræði árið
1923 voru þeir eini vettvangurinn fyrir
Jónas Jónassen, f. 1840.Björn Jensson, f. 1852.Þorvaldur Thoroddsen, f. 1855.Benedikt Gröndal, f. 1826.