Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 32
Náttúrufræðingurinn 104 0 5 10 15 20 25 30 35 62 64 66 68 70 72 74 76 78 80 82 84 86 88 90 92 94 96 98 00 02 04 06 08 10 12 14 16 Ár / Year H lu tf al l v or go ts sí ld ar (% ) P er ce nt ag e of s p rin g- sp aw ne rs 28°V 62° 62° 62° 62° 62° 62° 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V ~2006–09 ~2010–13 ~1987–03 ~1974–86 Mögulegt hlutverk norsku síldar- innar við endurreisn vorgotssíldar- stofnsins má kanna með hliðsjón af breytileika í árgangastærð þessara stofna. Stærri árgangar vorgotssíldar nú síðustu árin voru einnig stórir árgangar hjá norska síldarstofninum, eða aðliggj- andi þeim (þ.e. árgangar frá 1996 og 2001–2004; 9. mynd), en slíkt samhengi var ekki að sjá fyrir 1997-árganginn eða eldri árganga (t.d. frá 1975 og 1979). Í þessu samhengi verður að hafa í huga að gögn sýna að norska síldin hafi ekki farið að ganga aftur á Íslandsmið að neinu marki fyrr en eftir 2003 (4. mynd). UMRÆÐA Íslenski vorgotssíldarstofninn sem hrundi fyrir 50 árum hefur síðan verið greinanlegur í síldveiði við Ísland en aðeins í litlu magni. Vísbendingar eru um að stofninn hafi tekið eitthvað við sér síðasta áratuginn og gæti það tengst endurkomu norsk-íslenskrar vorgots- síldar inn á íslensk hafsvæði. Það má þó fullyrða að veiðar á vorgotssíldarstofn- inum á sínum tíma hafi leitt til svo kall- aðrar nýliðunarofveiði (e. recruitment overfishing) sem felst í því að stofnar eru veiddir niður fyrir þau mörk sem eiga að tryggja nægilega nýliðun til viðhalds stofninum. Niðurstöðurnar vekja upp spurningar um það hvernig tengslum síldarstofnanna þriggja við Ísland sé háttað, hvort þessar vorgots- síldar séu rétt flokkaðar sem íslenskar vorgotssíldar, séu mögulega óeðlilegar sumargotssíldar og/eða endurspegli breytileika í hrygningartíma þess stofns, eða séu jafnvel einstaklingar úr norska síldarstofninum sem hafa villst af leið. Þessar spurningar verða ræddar frekar hér að neðan ásamt öðrum þáttum tengdum rannsóknarspurningunum. Aðgreining milli sumargotssíldar og vorgotssíldar (og norskrar síldar) út frá kynþroskastigi, líkt og hér er byggt á, er möguleg þar sem síld hrygnir marg- sinnis á ævinni (e. iteroparous) og öll egg hverrar hrygnu þroskast í samfloti.23 Það þýðir að hver hrygna hrygnir öllum eggjum sínum á sama tíma og hrygn- ingartími hvers stofns er tiltölulega stuttur, svo sem um 30 dagar hjá sumar- gotssíld.11 Af þessum ástæðum er það vís- bending um blöndun stofna þegar grein- ing á kynþroskastigi í sýni fellur ekki að lýstu þroskaferli kynkirtla viðkomandi stofns.24,25,11 Þetta á sannarlega við hér þar sem síld með þroskaða kynkirtla í október-desember var ákvörðuð sem vorgotssíld en sem sumargotssíld þegar kynkirtlar voru á hvíldarstigi. Hins vegar verður að spyrja hversu mikill breytileiki sé innan stofna þegar kemur að þroskun kynkirtla og hrygningartíma, og þá hvort þroskaðir kynkirtlar að hausti séu mögu- lega aðeins endurspeglun breytileika í 6. mynd. Hlutfall íslenskrar vorgotssíldar í afla síldar stærri en 26 cm við Ísland í október-desember 1962–2016. – Percentage of spring-spawning herring in catches of mature herring >26 cm around Iceland in October-December for the years 1962 to 2016. sumargotssíldinni. Rannsóknir á vor- og hausthrygnandi síldarstofnum sem finn- ast blandaðir í Eystrasalti gefa óbeint neikvætt svar við þessari spurningu þar sem þeir reyndust einnig vera auðað- greinanlegir út frá erfðasamsetningu.26 Gera þarf sambærilegar erfðafræðilegar rannsóknir á stofnunum við Ísland en þangað til má ganga út frá því að aðgrein- ing sumargotssíldar og vorgotssíldar út frá kynþroskastigi sé marktæk. Eftir að norski síldarstofninn tók aftur upp fæðugöngu á íslensk hafsvæði í kringum 2004 stækkaði vorgots- síldarstofninn, sem bendir til orsaka- tengsla. Árgangastærð norsku síldar- innar og árgangaskipan vorgotssíldar- innar styrkir þá vísbendingu. Þannig jókst hlutfall vorgotssíldar í kringum 2004 og í kringum 2013 (6. mynd), sem og lífmassi vorgotssíldar (2. mynd). Þetta gerist á sama tíma og norski síldar- stofninn fer að birtast austur af Íslandi árið 200427 og gengur norður fyrir Ísland upp úr 2010 (4. mynd).28 Þá er hinn stóri árgangur norska síldarstofns- ins frá 2004 búinn að vera uppistaðan í veiði norskrar síldar við Ísland (14– 25% af fjölda fiska árin 2010–2016 skv. gögnum Hafrannsóknastofnunar) og sá árgangur hefur vaxið innan vorgots- síldarstofnsins á sama tíma (8. mynd). Þetta má túlka þannig að norska síldin verði eftir að hausti við Ísland, blandist

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.