Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 87

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 87
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 159 Með Páli Hersteinssyni féll í valinn fyrir aldur fram þekkt- asti spendýrafræðingur landsins. Páll fæddist í Reykjavík 22. mars 1951. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 13. október 2011. Eftirlifandi kona hans er dr. Ástríður Pálsdóttir sam- eindalíffræðingur og eru synir þeirra Hersteinn rafmagns- verkfræðingur og Páll Ragnar tölvunarverkfræðingur. Óbeint þekkti ég til Páls um langa ævi. Móðir Páls, Mar- grét Ásgeirsdóttir, og undirritaður eru fædd sitt hvorum megin við Stýrimannastíg, eina fegurstu götu Reykjavíkur, við gengum í barnaskóla í sama bekk þar sem hún var dúx. Hersteinn Pálsson, ritstjóri, faðir Páls, gekk nokkuð á undan mér í menntaskóla. Páll lauk B.Sc. (Honours)-prófi frá Lífeðlisfræðideild Dundee- háskóla í Skotlandi 1975. Síðan stundaði hann nám við háskólana í Cambridge og Oxford og lauk doktorsprófi frá Dýrafræðideild Oxford-háskóla 1984. Doktorsverkefni Páls fjallaði um atferli og vistfræði íslenska refsins. Að námi loknu var hann skipaður veiðistjóri og rannsakaði og stýrði veiðum á villtum spendýrum og fuglum. Helsta viðfangsefni hans var íslenski refurinn og lifn- aðarhættir hans frá því hann kom til landsins. Páli tókst að reka á brott allar getgátur um hvenær refurinn komst til Íslands því geislakolsmælingar á refabeinum í Steingrímsfirði sýndu svart á hvítu að refurinn kom þangað fyrir að minnsta kosti 3.300 árum.1 Við lát Páls var hann að skrifa bók um refinn í Norðurálfu ásamt sænskum starfsbróður og vini, Anders Angerbjörn, prófessor við Stokkhólmsháskóla. Fundum okkar bar saman fyrir rúmum aldarfjórðungi þegar ég bað hann sem veiðistjóra að skrifa kafla um spendýrin í stóra bók um rannsóknir á Þingvallavatni,2 sem gefin var út árið 1992 eftir 18 ára rannsóknir og 55 vísindamenn komu að. Þessi klassíska bók okkar var á ensku og skipaði Þingvallavatni og vatnasviði þess í hóp best könnuðu vatna veraldar á heims- vísu, því að allt vistkerfið var kannað sem heild. Við fundum rétt um 360 tegundir jurta og dýra sem skipt- ust á 27 vistþrep. Það eru háar tölur þegar um er að ræða vatn rétt sunnan við heimskautsbaug. Þegar farið var ofan í kjölinn á vistkerfi Þingvallavatns kom í ljós hver gullnáman á fætur annarri í lífríki þess og skapaði vatninu þá vísindalegu frægð og friðun sem það á skilið. Mývatns- og Laxárrannsóknirnar báru friðunarárangur. Mývetningar voru stórir í sniðum og friðuðu lönd Reykja- og Reynihlíðar, sem áttu lönd allt suður í Vatnajökul. Þingeyingar bættu við og friðuðu Laxá norður í Íshaf. Friðunarlögin frá 1974 þöktu stærsta friðaða landsvæði í Evrópu, 2.300 km2, og sköpuðu þáttaskil í friðun heils vatnasvæðis á heimsmæli- kvarða, andstætt bútakerfi Þingvallavatns. Þýðingarmikið skilyrði rannsókna okkar á Mývatni og Þingvallavatni var að kanna vistkerfin í heild og einnig að gefa út vísindalegan árangur í heild, sem og bækur í stað fjöl- rita sem glatast og fáir taka tillit til. Takmarkið náðist, því niðurstöður beggja rannsóknanna voru gefnar út sem bækur og hluti af tímaritinu Oikos,3,4 sem dreift var um allan heim í þúsundum eintaka. Þessar rannsóknir voru lagðar til grundvallar friðun Mývatns og Laxár (1974) og Þingvallavatns (2005). Almenn skoðun, sem ríkir enn þann dag í dag, er að Mývatn sé frjótt en Þingvallavatn „ófrjótt og ískalt“ eins og Árni Friðriksson orðaði það eftir murturannsóknir sínar árið 1937.5 Ástæðan var hins vegar sú, sem murtumælingar sýndu síðar, að murtan var svo lítil vegna hungurs að hún smaug alla netamöskva. Bergmálsdýptarmælingar Thorfinns Lindems sýndu þetta svart á hvítu. Silungastofninn er allur um 700 tonn, þar af er murtan um 640 tonn.6 Það sýnir hve svifið stendur undir stórum murtustofni. Mörgum spurningum þurfti að svara. Hvers vegna er Þingvallavatn blátt og tært um hásumarið en Mývatn grænt og gruggugt þrátt fyrir svipaða framleiðni? Náttúrufræðingurinn 89 (3–4), bls. 159–161, 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.