Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 81 heldur er nóg að sjá eða vita á annan hátt af viðkomandi. Merki um undirgefni (4. mynd) er talið áreiðanlegra merki um stöðu einstaklingsins en sýnd árásar- hneigð þar sem dýrin ógna stundum öðrum þótt lítil hætta sé á að þau þurfi að láta reyna á mátt sinn og megin.10 Virðingarröð byggist á ákveðnum eig- inleikum, aldri, reynslu, árásarhneigð, stærð, tíma sem einstaklingurinn hefur verið í hópnum, og fleiri atriðum. Í stöðugum hestahópum er komin á virðingarröð og hrossin þekkja vel hvert annað. Hins vegar er virðingarröðin óstöðug í hópum þar sem hross hafa ekki náð að kynnast. Einstaklingar þekkja þá ekki stöðu sína og búast má við átökum. Í hópum þar sem samkeppni er um fóður og/eða vatn má einnig búast við átökum.3,6,11–13 Hross mynda einnig vinsamlegt sam- band sín á milli og velja sér vini eða félaga, sjá rammagrein á bls. 87. Mæli- kvarði á vináttu er fyrst og fremst hversu mikið þau halda saman, bæði í hvíld og á beitinni og hversu mikið þau kljást. Hross 3. mynd. Tvær hryssur slást og takast á. Önnur notar afturhlutann og hin streitist á móti. Sú þriðja horfir á. – Two mares fighting by pushing each other. The third one is watching. Ljósm./Photo: Kate Sawford 2003, Hólar í Hjaltadal, N-Iceland. býður þeim, sem því líkar við, að kljást (5. og 6. mynd). Sú hegðun bætir vellíðan beggja (minnkar kláða vegna óværu og hárloss, blóðþrýstingur minnkar og það hægist á hjartslætti).3 Vinátta endur- speglast líka í leik (7. mynd). Folöld, hest- trippi og geldingar eiga sér ákveðna leik- félaga og eru þeir yfirleitt hinir sömu og þeir kljást við og eru nálægt í hvíld.13 Fullorðnar hryssur leika sér yfir- leitt ekki og unghryssur miklu minna en karlkynið.12,13 Að tengjast sumum einstaklingum meira en öðrum hefur greinilegt aðlögunargildi. Hestarnir þurfa ekki að vera á verði nálægt þeim sem þeim líkar við og hafa góða reynslu af og þess vegna þora þeir jafnvel að leggjast alveg upp að eða flatir nálægt vinum sínum (8. mynd).3 Feist og McCullough14 rannsökuðu villt náttúrulegt stóð í Bandaríkjunum með mörgum fjölskylduhópum og settu fram þá tilgátu árið 1976 að samskipti í fjölskylduhópum væru minna áberandi en meðal hesta í annars konar hópum. Stöðug virðingarröð myndaðist ekki í slíkum hópum vegna viðveru stóðhesta. Skýringuna sögðu þeir hugsanlega vera að stóðhesturinn skipti sér af sam- skiptum annarra og stöðvaði þau jafnvel. Þannig hefðu þeir áhrif á hverjir hefðu samskipti innan hóps og hversu mikil þau væru. Í grein sem birtist 2003 um rannsóknir á Skáney 1997 og 1999 voru niðurstöðurnar túlkaðar í anda þessarar tilgátu. Félagsleg virkni var meiri meðal íslensku hrossanna í blönduðum hópi hryssna, folalda og trippa en meðal erlendra hrossa í fjölskylduhópum, og virðingaraðir voru þar skýrar.11,13,15 Við rannsókn höfunda hér á landi 2004– 2007 á samskiptum í sex fjölskyldu- hópum (með stóðhestum) var staðfest að tíðni neikvæðra samskipta í hópum með stóðhesti væri lægri en í fjórum öðrum hópum.8,16 Síðan hafa fleiri hópar af ýmsum gerðum verið rannsakaðir og við samanburðinn sem greint er frá hér gafst færi á að skoða þessi atriði nánar. Sem áður segir eru í þessari yfirlits- grein notaðar niðurstöður rannsókna á 20 hópum hesta í beitarhólfum til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Undirtitill:
alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0028-0550
Tungumál:
Árgangar:
92
Fjöldi tölublaða/hefta:
295
Skráðar greinar:
Gefið út:
1931-í dag
Myndað til:
2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Náttúrufræði.
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3-4. tölublað (2019)
https://timarit.is/issue/407104

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3-4. tölublað (2019)

Aðgerðir: