Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 4
Náttúrufræðingurinn 76 fyrir grundvallarbreytingar á stöðu vatns á jörðinni á næstu 100 árum, og kanna með lesendum afleiðingar af því að jöklar bráðna og yfirborð hafsins rís. Umfjöllunarefnið er risavaxið en Andra tekst á einhvern undraverðan hátt hið ómögulega, að flétta saman loftslags- vísindum og fornsögum í persónu- legum frásagnarstíl. Bókin hefur vakið mikla athygli og kemur út í fjölmörgum löndum. Er það fagnaðarefni hvað margir hafa áhuga á bók sem þessari, og vilja til að lesa um málefni náttúrunnar og þann vanda sem menn standa frammi fyrir vegna loftslagsbreytinganna. HIN LANGÞRÁÐA SAFNBYGGING Málefni Náttúruminjasafns Íslands, sem var á hrakhólum fyrstu tíu árin frá stofnun, hafa verið áberandi í starfi HÍN undanfarinn áratug. Í fyrra birti til í þeim málum og nú er hægt að heimsækja glæsilega sýningu Náttúru- minjasafnsins í Perlunni. Þeirri baráttu er þó ekki lokið enn, því ekki er komin fullnaðarlausn á húsnæðismálum safns- ins. HÍN styður Náttúruminjasafnið í þessum efnum nú sem fyrr. 90 ÁR Náttúrufræðingurinn á 90 ára útgáfu- afmæli á árinu 2020 og er með elstu íslensku tímaritum. Fjölmargir hafa lagt hönd á plóg við að halda tímaritinu gangandi allan þennan tíma. Efni og framsetning hefur verið með ýmsum hætti, í takt við samtímaviðburði og hefðir, en ávallt hefur það komið út á pappír. Styrkleiki Náttúrufræðingsins felst í því að vera vettvangur fyrir miðlun fjölbreytts og vandaðs efnis á góðu íslensku máli um náttúru Íslands og umheimsins. Náttúru- og umhverfis- mál eru mörgum hugleikin og áskrift að Náttúrufræðingnum hefur orðið leið fjöldamargra í Hið íslenska nátt- úrufræðifélag, enda fylgjast að áskrift og félagsaðild. Félagið hefur í gegnum tíðina svarað kalli félaga sinna og lagt mikinn metnað í útgáfuna, í því skyni að vera faglegur vettvangur og upplýsa og fræða almenning. Tímaritið hefur ekki síður reynst mikilvægt fyrir vísinda- menn sem unnið hafa að rannsóknum í náttúru landsins, bæði sem heimildarit og til að koma rannsóknum sínum á fram- færi. Námsmenn og kennarar á ýmsum skólastigum eru jafnframt meðal virku- stu lesenda blaðsins. Sem betur fer vilja flestir ráðamenn afla sér þekkingar til að geta tekið upplýstar ákvarðanir í málefnum sem varða náttúruna. Þeir vilja geta treyst þeim upplýsingum sem á þarf að halda. Náttúrufræðingurinn hefur á- unnið sér slíkt traust, og mikilvægt er að þar birtist áfram vandað efni á íslensku. Í ljósi vaxandi áhuga á náttúruvernd mætti ætla að mikil eftirspurn sé eftir upplýsingum og efni af því tagi sem birt er í Náttúrufræðingnum. Eins og á árdögum félagsins og tímaritsins er þörfin á vísindamiðlun til almenn- ings brýn. Framboð efnis handa vís- indamönnum og áhugamönnum er þó meira nú en nokkru sinni og aðgengið nær ótakmarkað með nýjustu tækni. Mörgum reynist hins vegar erfitt að greina milli misvísandi upplýsinga og síaukin hætta er á að efni sé matreitt og skammtað eftir þörfum hagsmunaaðila og dreift til markhópa í því skyni að hafa áhrif á afstöðu eða afvegaleiða umræðu. Við sem stöndum að útgáfu Náttúru- fræðingsins höfum því mikilvægu hlut- verki að gegna – að halda áfram því góða starfi sem felst í útgáfu tímaritsins og fá höfunda til að rita áfram um verðug umfjöllunarefni og birta í Náttúru- fræðingnum. Við þurfum líka að sjá til þess að ritið nái til sem flestra lesenda. Ein af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir er sú staðreynd að félagsmönnum HÍN hefur ekki fjölgað í takt við íbúafjölgun á landinu undanfarin ár. Talið er að nú séu á lífi fimm kynslóðir fullorðinna. Hver þeirra um sig hefur ólíkar skoðanir og aðferðir til að afla sér þekkingar. Kennslufræði hefur tekið breytingum í takt við nýj- Fundur HÍN og Náttúruminjasafns Íslands með rektor Háskóla Íslands 21. maí 2019. Til umræðu eitt helsta baráttumál félagsins fyrr og nú – nýbygging veglegs náttúruminjasafns. Frá vinstri: Guðmundur R. Jónsson, Andri Ólafsson, Skúli Skúlason, Hilmar J. Malmquist, Ester Rut Unnsteinsdóttir og Jón Atli Benediktsson. Ljósm. Sigríður Sigurðardóttir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.