Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 50
Náttúrufræðingurinn 122 3. mynd. Skógarþröstur (Turdus iliacus). Skógarþresti fjölgaði talsvert á talningasvæðinu 2011-2018. – Redwing (Turdus iliacus). Redwings in- creased markedly in numbers during the study period 2011–2019. Ljósm./Photo: Tómas G. Gunnarsson. lingar finnast á færri stöðum og eru í minni þéttleika. Þetta mynstur getur bæði átt við þegar misalgengar tegundir eru bornar saman og innan sama stofns milli tímabila þar sem stofninn er mis- stór. Slík sambönd þéttleika og viðveru hafa ekki verið könnuð hjá íslenskum mófuglum en ef viðvera er góður mæli- kvarði á breytileika í þéttleika á stórum svæðum gæfi það góð fyrirheit við skipulag vöktunarverkefna. Hér var kannað hvort sýnilegar breytingar hefðu orðið á fjölda algengra mófugla í Rangárvallasýslu 2011–2018 og hvort tegundir breyttust í takt milli ára. Þá var kannað hversu vel þéttleiki og við- vera tengdust, bæði innan tegunda milli ára og milli tegunda yfir tímabilið. AÐFERÐIR fuglatalNiNgar Talið var dagana 20.–29. júní á átta ára tímabili 2011–2018. Tímasetning var valin með tilliti til þess að til sem flestra vaðfugla sæist. Sýnileikinn virðist vera mestur hjá mörgum tegundum þeirra í lok júní.29 Talið var í því sem næst þurru veðri og þegar vindur var minni en 7 m/s. Talningar fóru fram meðfram vegum og slóðum til að komast yfir sem stærst svæði á sem skemmstum tíma. Vegirnir voru æði mismunandi, frá fáförnum moldarslóðum (milli Háfs og Þykkvabæjar) að þjóðvegi 1 (undir Eyja- fjöllum). Fyrsti punktur, fyrsta árið, var valinn í útjaðri athugunarsvæðisins við Skóga í Rangárvallasýslu og bifreiðin svo stöðvuð á þriggja kílómetra fresti á leið um sveitir Rangárvallasýslu frá Skógum að Þjórsá (4. mynd). Sú aðferð að velja punkta eftir fyrirframgefinni reglu er ekki handahófsval en ætti að tryggja að punktarnir lendi í ýmiss konar búsvæðum og endurspegli land- gerðir í því hlutfalli sem þær koma fyrir. Yfirleitt komu nokkur búsvæði fyrir á hverjum punkti en samkvæmt nytja- landsflokkun Landbúnaðarháskóla Ís- lands var um fjórðungur heildarflat- armáls allra punktanna ræktað land og var það langalgengasta búsvæðagerðin. Næst á eftir komu flokkarnir ríkt og rýrt mólendi og graslendi, allir með um 7–8% hlutdeild. Hálfdeigja og votlendi voru til samans með um 9% hlutdeild. Aðrir flokkar voru með <3% hlutdeild. Reynt var að velja ferðaleiðir um sýsluna með það að markmiði að talningin næði bæði til flatlendisins nær ströndinni og heiðalandanna innar í landinu. Á seinni árum var ekið eftir staðsetningartæki og stöðvað á sömu punktum og fyrsta árið. Alls var talið á sömu 63 punktunum á hverju ári. Á hverjum punkti var farið út 4. mynd. Talningarpunktarnir 63 í Rangárvallasýslu þar sem talið var síðustu vikuna í júní 2011– 2018. – Position of the 63 census plots in Rangárvallasýsla county where numbers of common land- birds were monitored 2011–2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.