Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 50
Náttúrufræðingurinn 122 3. mynd. Skógarþröstur (Turdus iliacus). Skógarþresti fjölgaði talsvert á talningasvæðinu 2011-2018. – Redwing (Turdus iliacus). Redwings in- creased markedly in numbers during the study period 2011–2019. Ljósm./Photo: Tómas G. Gunnarsson. lingar finnast á færri stöðum og eru í minni þéttleika. Þetta mynstur getur bæði átt við þegar misalgengar tegundir eru bornar saman og innan sama stofns milli tímabila þar sem stofninn er mis- stór. Slík sambönd þéttleika og viðveru hafa ekki verið könnuð hjá íslenskum mófuglum en ef viðvera er góður mæli- kvarði á breytileika í þéttleika á stórum svæðum gæfi það góð fyrirheit við skipulag vöktunarverkefna. Hér var kannað hvort sýnilegar breytingar hefðu orðið á fjölda algengra mófugla í Rangárvallasýslu 2011–2018 og hvort tegundir breyttust í takt milli ára. Þá var kannað hversu vel þéttleiki og við- vera tengdust, bæði innan tegunda milli ára og milli tegunda yfir tímabilið. AÐFERÐIR fuglatalNiNgar Talið var dagana 20.–29. júní á átta ára tímabili 2011–2018. Tímasetning var valin með tilliti til þess að til sem flestra vaðfugla sæist. Sýnileikinn virðist vera mestur hjá mörgum tegundum þeirra í lok júní.29 Talið var í því sem næst þurru veðri og þegar vindur var minni en 7 m/s. Talningar fóru fram meðfram vegum og slóðum til að komast yfir sem stærst svæði á sem skemmstum tíma. Vegirnir voru æði mismunandi, frá fáförnum moldarslóðum (milli Háfs og Þykkvabæjar) að þjóðvegi 1 (undir Eyja- fjöllum). Fyrsti punktur, fyrsta árið, var valinn í útjaðri athugunarsvæðisins við Skóga í Rangárvallasýslu og bifreiðin svo stöðvuð á þriggja kílómetra fresti á leið um sveitir Rangárvallasýslu frá Skógum að Þjórsá (4. mynd). Sú aðferð að velja punkta eftir fyrirframgefinni reglu er ekki handahófsval en ætti að tryggja að punktarnir lendi í ýmiss konar búsvæðum og endurspegli land- gerðir í því hlutfalli sem þær koma fyrir. Yfirleitt komu nokkur búsvæði fyrir á hverjum punkti en samkvæmt nytja- landsflokkun Landbúnaðarháskóla Ís- lands var um fjórðungur heildarflat- armáls allra punktanna ræktað land og var það langalgengasta búsvæðagerðin. Næst á eftir komu flokkarnir ríkt og rýrt mólendi og graslendi, allir með um 7–8% hlutdeild. Hálfdeigja og votlendi voru til samans með um 9% hlutdeild. Aðrir flokkar voru með <3% hlutdeild. Reynt var að velja ferðaleiðir um sýsluna með það að markmiði að talningin næði bæði til flatlendisins nær ströndinni og heiðalandanna innar í landinu. Á seinni árum var ekið eftir staðsetningartæki og stöðvað á sömu punktum og fyrsta árið. Alls var talið á sömu 63 punktunum á hverju ári. Á hverjum punkti var farið út 4. mynd. Talningarpunktarnir 63 í Rangárvallasýslu þar sem talið var síðustu vikuna í júní 2011– 2018. – Position of the 63 census plots in Rangárvallasýsla county where numbers of common land- birds were monitored 2011–2018.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.