Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 80

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 80
Náttúrufræðingurinn 152 unar Íslands fyrir allar tegundir nema þær fáu sem nýfundnar eru. Með þær fjárhagslegu og tíma- legu skorður í huga sem bókinni voru augljóslega settar má virðast ósann- gjarnt að setja fram mikla gagnrýni á atriði eins og gæði bands og umbrots, og prófarkalestur, en ég tel þó rétt að benda á nokkur atriði sem hefðu mátt fara betur. Umbrot kann að vera að einhverju leyti smekksatriði en fag- legar ráðleggingar hefðu getað bætt útlit bókarinnar verulega. Að mínu mati hefði bók af þessari gerð getað þjónað notendum sínum enn betur ef hún hefði verið í aðeins minna broti og með mjúkum spjöldum. Þá hefði hún passað betur í bakpokann. Nokkrum sinnum hnaut ég um atriði sem senni- lega má rekja til tímaskorts við yfir- lestur. Í nokkrum tilfellum einstakra nýlegra tegundafunda er þetta tekið fram: „Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir“ (Sphagnum fuscum, ryð- buri) – „Nánari vitneskja liggur ekki fyrir“ (Bryoerythrophyllum rubrum, rauðsokki) – „nánari vitneskja ekki fyrir hendi“ (Bartramia pomiformis, skriðustrý) – „Gögn ekki tiltæk” (Fossombronia incurva, fleskjuskrúð). Það vekur upp spurningu um hvort svo vafasamir fundir eigi erindi inn í bók af þessu tagi eða hvort það hafi gleymst að taka þá út. Í höfuðlykli II (bls. 197) hafa tölur (3 og 4) sem vísa í hvar eigi að halda áfram í lyklinum greini- lega víxlast, sem er nokkuð bagalegt. Mér var síðar bent á að höfundur hafi einnig uppgötvað þetta og sett leið- réttingu á þessu og fleiru á vefsetur sitt (http://www.ahb.is/leidrettingar-i/). Enn eitt atriðið sem sennilega má einnig rekja til takmarkaðs tíma og fjármagns eru gæði ljósmyndanna sem fylgja flestum tegundum sem lýst er í bókinni. Nauðsynlegt er að hafa góðar myndir af tegundunum sem lýst er og til þess að þær komi að gagni þurfa gæði þeirra að vera þannig að einkenni tegundarinnar komi skýrt fram. Það er Heiðahéla, Anthelia juratzkana. Ljósm. Ljósm. Tomas Hallingbäck. Hraungambri, Racomitrium lanuginosum. Ljósm. Hörður Kristinsson. hins vegar afar vandasamt verk að taka góðar ljósmyndir af mosum. Margar myndanna í bókinni eru vissulega mjög góðar, en aðrar því miður ekki. Sumar þeirra virðast jafnvel teknar af þurrum safneintökum sem alls ekki gera ein- kennum tegundarinnar góð skil og eru fremur dapurlegar. Að öllu samanlögðu er útgáfa bók- arinnar Mosar á Íslandi mikið fagn- aðarefni öllum þeim sem unna nátt- úru Íslands og vilja fræðast meira um þennan merkilega hóp plantna og fjöl- breytileika þeirra. Mosar eiga ríkan þátt í gróðri landsins og gegna afar mikil- vægu hlutverki í vistkerfum þess, og stuðlar bókin að því að vekja athygli á þeim þáttum. Að lokum þakka ég Ágústi H. Bjarnasyni fyrir framtakið og óska honum til hamingju með þetta stórvirki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3-4. tölublað (2019)
https://timarit.is/issue/407104

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3-4. tölublað (2019)

Aðgerðir: