Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 14
Náttúrufræðingurinn 86 8. mynd. Tveggja vetra unghryssur (Ósk og Þoka) hvíla sig og sýna vel hversu tengdar þær eru. – Two sub adult mares (Ósk and Þoka) rest together and show how close they are. Ljósm./Photo: Hrefna Sigurjónsdóttir 2009, Bær, Eilífsdalur, Kjós, W-Iceland. Árásarhneigð var skipt í eftirfar- andi flokka: leggja kollhúfur (þá eru eyrun lögð aftur, 4. mynd), hóta að bíta, bíta, hóta að slá, slá, ráðast á með til- hlaupi, elta, berjast með afturhlutunum (3. mynd) og lyfta sér upp og takast á. Smölun stóðhesta (e. herding) var talin með í þessari samantekt. 1 Hegðun sem ber merki um undirgefni var skipt upp í að kjamsa (einkennir ung hross) að hörfa/lúta í lægra haldi með því að færa framhluta líkamans til hliðar (4. mynd), færa allan líkamann rólega frá þeim sem ógnaði, stökkva til hliðar eða flýja/hlaupa.1 Afskiptasemi var skráð í stóðhesta- hópunum P, Q, R, S, T og U. Þá stöðv- uðu stóðhestur eða hryssa samskipti annarra. Athugað var hver afleiðingin var (ekkert gerðist, eða samskiptin hættu og var þá skráð hver fór í burtu og hvort sá afskiptasami fór að hafa samskipti við hitt hrossið).8 Samskiptagögnin voru greind með lýsandi tölfræði.1 Dreifing gagna var verulega skökk til hægri og þess vegna er tíðnin fyrir hrossin í hópunum sýnd með boxi þar sem miðgildin sjást og dreifingin í kringum þau (sjá skýr- ingu við 10. mynd). Miðgildi fyrir hópa voru notuð til að kanna tengsl (Spear- man-rho-fylgnistuðull) á milli tíðni árásarhneigðar, undirgefni og þess að kljást, við breytur sem lýstu hópgerð og aðstæðum. (1., 2. og 3. tafla). Hóparnir voru ekki valdir með slembiúrtaki. Þess vegna og vegna dreifingar gagnanna var ekki unnt að framkvæma aðhvarfs- greiningu eða flóknari tölfræðipróf.1 Nánari skýring á rökum fyrir úrvinnslu gagnanna er að sjá í 1. heimild. NIÐURSTÖÐUR Hér á eftir eru tíðnitölur um sýnda árásargirni, hegðun sem sýnir undir- gefni og það að kljást fyrst sýndar fyrir einstaklingana með tilliti til aldurs og kyns. Síðan eru niðurstöður fyrir hópana sýndar. Í 3. og 4. töflu kemur fram hver fylgnin er á milli miðgilda hópanna fyrir sömu hegðunargerðir og eftirfarandi breyta: stöðugleiki hóps, stærð beitarlands, hlutfall karldýra, hlutfall fullorðinna, fjöldi folalda, stærð hóps, þéttleiki og fjöldi vina (sjá einnig 14.–16. mynd). eiNstakliNgar Heildartíðni þeirra félagslegu sam- skipta sem voru mæld og eru skilgreind hér að ofan reyndist ekki há – eða að jafnaði rúmlega einu sinni á klukku- stund á hest (miðgildi 0,71 og meðal- tal 1,18). Almennt var gott samræmi (3. og 4. tafla, 10. og 11. mynd) á milli niðurstaðna fyrir sýnda árásarhneigð og undirgefni, sem þýðir að hrossin láta oftast undan þegar þeim er ógnað. Aldursháð hegðun kemur einkum fram í því hversu mikið hrossin kljást. Yngri hross kljáðust meira en hin eldri.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.