Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 40
Náttúrufræðingurinn 112 af svæðinu.23–28 Jökulhlaup þessi hafa skolað gjallinu utan af Hljóðaklettum, en gjall má enn finna á Rauðhólum. Því má ætla að Hljóðaklettar sýni í raun það sem finna má inni í Rauðhólum.21,29 VÍSBENDINGAR UM AÐ RAUÐHÓLAR OG HLJÓÐA- KLETTAR SÉU GERVIGÍGAR EN EKKI GOSSPRUNGA 1. hljóðaklettar Og rauðhólar eru ekki iNNaN sPruNgusVeims. Það er óvanalegt að gossprungur á fráreksbeltum Íslands séu utan sprungusveims. Þetta sést vel á korti af norðurhluta Norðurgosbeltisins (2. mynd). Ef Hljóðaklettar-Rauðhólar eru gossprunga eins og áður hefur verið ætlað (sjá t.d. 21,23,29), þá væri hún eina nútíma-gossprungan í Norðurgosbeltinu sem er ekki innan sprungusveims. 2. hljóðaklettahrauN er framhald sVeiNahrauNs. Gossprunga Sveinahrauns skar Jök- ulsárgljúfur við Hafragil og Sveinahraun rann niður eftir Jökulsárgljúfrum (eða dal sem var forveri þeirra), allt norður í Vesturdal þar sem það myndaði Eyjuna (2. og 4. mynd). Hljóðaklettahraun er einungis í um eða innan við 600 m fjar- lægð frá Eyjunni (4. mynd). Auk þess er ljóst af ummerkjum að Jökulsá á Fjöllum hefur rofið Eyjuna töluvert og flætt um svæðið á milli Eyjunnar og Hljóðakletta. Þess utan finnast á þessu svæði kletta- myndanir líkar Hljóðaklettum. Því er ekki ólíklegt að hraun Hljóðakletta og Eyjunnar (Sveinahrauns) hafi náð saman áður en Jökulsá á Fjöllum beitti rofmætti sínum á svæðið. Því er allt eins líklegt að þetta sé sama hraunið. 3. myNdaNir lÍkar hljóðaklettum fiNNast Í sVeiNahrauNi uPP með jÖkulsárgljúfrum. Finna má klettamyndanir sambæri- legar Hljóðaklettum upp með Jökulsá á Fjöllum, í Sveinahrauninu (2., 5., 6. og 7. mynd). Á þessum svæðum liggur Sveinahraun yfirleitt í neðsta hluta Jökulsárgljúfra, við Jökulsá á Fjöllum (8. mynd). Því er ljóst að á þeim svæðum hefur gljúfrið verið búið að ná nú- verandi dýpi þegar Sveinahraun rann, þó að sunnar, þar sem Randarhóla- gossprungan liggur, hafi gljúfrið þá ekki verið til.27 Þannig virðist hraunið hafa fylgt Jökulsárgljúfrum, eða dal sem var forveri þess, en ekki sprungu- stefnu, eins og við mætti búast ef þessar myndanir væru merki um gossprungu. Klettamyndanirnar hafa því líklega orðið til vegna samspils Sveinahrauns, vatnsósa sets og Jökulsár á Fjöllum eða annars vatns á svæðinu. 4. hrauNstallar sVeiNahrauNs Og hljóðaklettahrauNs eru Í sÖmu hæð. Skógarbjörg, austan Jökulsár á Fjöll- um, hafa verið talin hluti af Hljóða- klettahrauni en Eyjan í Vesturdal hefur verið talin komin frá Sveinahrauni.15 Svo vill þó til að þessir hraunstallar eru í um það bil sömu hæð, 165–175 m.y.s. (9. mynd). Þá eru minni klettasyllur (hraunbríkur) í svipaðri hæð víða í Vesturdal. Hljóðaklettar og aðrar mynd- anir þeim líkar í Vesturdal og nágrenni hans eru aðeins lægri en hraunstall- arnir. Mörk Rauðhóla og Hljóðakletta liggja í svipaðri hæð og hraunstallarnir, en Rauðhólar ná aftur á móti hærra. 4. mynd. Nútímahraun í Jökulsárgljúfrum og við þau. Hraunakortlagning fengin frá Kristjáni Sæmundssyni o.fl.,15 kortlagðar sprungur frá Ástu Rut Hjartardóttur o.fl.16 Hæðarlíkanið í bakgrunni kallast ArcticDEM.30 – Postglacial lava flows in and near Jökulsárgljúfur. Lava outlines are from Kristján Sæmundsson et al.15 Fracture locations are from Ásta Rut Hjartardóttir et al.16 ArcticDEM in the background.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.