Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 63

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 63
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 135 3. mynd. Til hægri: Rykstrókur til norðausturs frá Dyngjusandi í ágúst 2012. Einnig fýkur úr moldum á Vopnafjarðarheiði. Upp- fokið á Dyngjusandi olli mikilli rykmengun í Loðmundarfirði í 120 km fjarlægð (myndin til vinstri). Rykstormar frá Dyngjusandi hafa áhrif á vistkerfi allt frá Eyjafirði suður í Álftafjörð. – Dust plume from Dyngjusandur hotspot towards the east coast in August 2012. Visi- bility was severely reduced at 120 km distance in Loðmundarfjörð- ur (left). Gervihnattarmynd/Satellite image; MODIS (NASA). Ljósm./ Photo: Ólafur Arnalds. en komið er alla leið út fyrir hraunið. Í flóðum myndast lón norðvestan við hraunið en hverfur yfirleitt samdæg- urs enn sem komið er. Gríðarlegt magn af fínum framburði (silti) verður eftir á yfirborði og þar er að myndast ákaflega virk rykuppspretta sem fróðlegt verður að fylgjast með í framtíðinni. straNdsVæði Sum mikilvirkustu uppfokssvæði landsins eru með ströndum. Öll suður- ströndin, allt frá Þorlákshafnarsvæðinu austur í Hornafjörð, er virk rykupp- spretta, en misvirk.19 Jökulár Suður- lands, svo sem Markarfljót, Kúðafljót og Gígjukvísl, bera mikið af fínu efni með sér á haf út en aldan skilar hluta þess á land og því getur verið hlutfallslega mikið af fínu efni í fjörusandinum, sem sjálfur er talsvert grófari. Virkasta svæðið er líklega beggja vegna Mark- arfljóts, á Landeyjasandi vestan þess og á Fornusöndum og Gljá austan ósanna. Fok jókst í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli sem lagði til mikið af lausu fínkornóttu efni á strendurnar út frá ósum Markar- fljóts.31 Líklegt er að rykmengun frá ósa- svæðum og ströndum nálægt Kúðafljóti aukist verulega í kjölfar mikilla hlaupa í Skaftá. Upptakasvæði á Mýrdalssandi og Skeiðarársandi eru tvíþætt, annars vegar virkar flæður líkt og á Dyngjusandi og Mælifellssandi en hins vegar strand- svæði. Miklar breytingar hafa orðið á Skeiðarársandi síðan 1996 og hafa upp- takasvæði ryksins færst til eftir hlaupið í kjölfar Gjálpargossins. Stór hluti uppfoks á strandsvæðum Suðurlands á sér stað í norðlægum áttum og fokið berst þá fyrst og fremst á haf út. Það getur haldist lengi í andrúmsloftinu og jafnvel lónað aftur inn á land fjarri upptökunum. Þó er það svo að þurrar austlægar áttir eru furðu-algengar með suðurströndinni, ekki síst sem undanfari lægða sem ganga upp að landinu. Við það getur mikið fok borist til norðvesturs frá suðurströndinni og jafnvel valdið svifryksmengun á Reykjavíkursvæð- inu.14,20, 32,33 Uppfok ösku í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli sýndi þetta vel.31 Gott dæmi um mælingu í suðaustan hvass- viðri með rykmengun í Reykjavík er sýnt á 7. mynd.32 Upptök foksins eru beggja vegna Markarfljóts og að ein- hverju leyti úr Meðallandsfjörum. Hæsta mælda gildi í storminum var 1.260 µg/ m3 (PM15) í Ölfusi, sem telst mjög mik- ill styrkur. Þar af voru 241 µg/m3 minni en 1 µm að stærð, og telst svo smátt efni mjög heilsuspillandi (sjá síðar). Styrkur mældur í Reykjavík var 405 µg/m3, langt yfir heilsuverndarmörkum (50 µg/m3 á sólarhring), þótt borgin sé í yfir 100 km fjarlægð frá upptökunum. Vopnafjarðarheiði Loðmundarfjörður Dyngjusandur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.