Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 79
— 77 —
1955
hafa verið góð á árinu. Síldveiðin
brást að vísu að mestu, og litil þorsk-
veiði hefur verið hér norðanlands, en
eklci hefur verið um neitt atvinnuleysi
að ræða, að minnsta kosti er svo að
■sjá, er manna á togarana hér, því að til
þess þurfti að fá um 30 Færeyinga á
s. 1. hausti, og hefði þó þurft enn fleiri,
ef vel hefði átt að vera. Hásetahlutur
á togurunum hér mun hafa verið að
meðaltali kringum 60 þúsund krónur
og að auki fritt fæði og trygginga-
gjöld. Gæti maður haldið, að auðvelt
væri að fá sjómenn til að vinna fyrir
það kaup, en svo er þó ekki. Útgerðin
hefur átt i verulegum fjárhagsörðug-
leikum á þessu ári, þrátt fyrir ríflega
styrki, og má þar efalaust mörgu uni
kenna, svo sem tregum afla, óhagsýni
og eyðslusemi í sambandi við útgerð-
ina, markaðstregðu erlendis og of
miklum framleiðslukostnaði við út-
flutningsvörurnar, miðað við verð á
erlendum markaði. Fjárhagsafkoma
bænda mun hafa verið ágæt á þessu
ári, eins og á undanfarandi árum, en
einnig þeir hafa átt við fólkseklu að
stríða.
Grenivíkur. Afkoma héraðsbúa er
sæmilega góð, og valda þar miklu um
þeir tveir bátar, sem héðan eru gerðir
út á Suðurlandsvertíð og á sildveiði á
sumrum, þar sem flestir þeirra manna,
sem á þeim eru og við þá starfa,
eru héðan úr héraði, en flestir þó frá
Grenivík.
Húsavíkur. Afkoma manna virðist
yfirleitt góð.
Þórshafnar. Afkoma manna til sjáv-
ar og sveita góð. Margir Þórshafnar-
búar eru nær allt árið i atvinnu á
Heiðarfjalli.
Vopnafj. Afkoma bænda fór batn-
andi og framkvæmdahugur vaxandi.
Nokkur atvinna var yfir sumarmán-
uðina við vegagerð, síldarsöltun og
hagnýtingu sjávarafla, svo og við
haustslátrun sauðfjár. Aðra tíma árs
er sama og engin atvinna. Fjöldi
manna sækir til atvinnu á vetrarver-
tíð við Suðvesturland og í setuliðs-
vinnu. Yfirleitt mun afkoma héraðs-
búa hafa verið sæmilega góð. Sóttu
ýmsir miklar tekjur til annarra hér-
aða og landshluta.
EgilsstaSa eystra. Afkoma almenn-
ings sibatnandi. Búfé allt hraustara og
skilaði betri afurðum en áður, og er
þvi bjartara yfir hugum fólksins, þar
sem afkoma og heilsufar helzt í hend-
ur.
Bakkagerðis. Þrátt fyrir gott árferði
mun afkoma ekki hafa verið betri en
undanfarin ár, enda sívaxandi dýrtið.
Seyðisfí. Almenn afkoma má teljast
góð. Atvinnuleysi er þó alltaf eitthvað
vetrarmánuðina. Fara jafnan nokkrir
i atvinnuleit suður á land eða til Vest-
mannaeyja.
Nes. Atvinnulíf í Neskaupstað varð
fyrir mjög þungu áfalli, er annar
tveggja togara staðarins fórst (i jan-
úar). Annars var árferði og almenn
afkoma fremur hagstætt.
Djúpavogs. Afkoma bænda góð. Mis-
jöfn á Djúpavogi og hefur líklega held-
ur versnað vegna dýrtíðar.
Vestmannaeyja. Afkoma bænda varð
slæm, þvi að hey nýttust illa og upp-
skera garðávaxta varð rýr. Fuglatekja
og eggja varð undir meðallagi. Afkoma
sjómanna mun hafa orðið sæmileg,
þrátt fyrir langvarandi vinnustöðvun
og stormasama vertíð, þvi að aflahrot-
an í april lét ekki á sér standa nú
fremur en venjulega. Landverkafólk
hafði nóga og góða atvinnu allt árið.
Eyrarbakka. Afkoma góð.
Keflavíkur. Afkoma manna heldur
góð.