Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 184
1955
182
Hafin smíði á vönduðu félagsheimili,
350 ferm., og er það fokhelt orSið.
Vopnafj. Hvítasunnumenn unnu að
byggingu kirkju, ásamt ibúð fyrir
prest, i Vopnafjarðarkauptúni. Var
byggingin gerð fokheld. Eru þá bráð-
um 3 kirkjur handa 700 sálum, sem
oftast munu standa auðar, ef að lik-
um lætur. Félagsheimilið á Vopna-
firði i smíðum og miðar hægt áleiðis.
Leiksviðið og anddyrið að því var
alþiljað innan og málað. Hafa fundir
og danssamkomur verið haldnar þar.
Félagsheimilið að Hofi er nálega full-
gert. Kirkjum vel við haldið. Kirkju-
garðar i vanrækslu.
Seyðisfí. Hið margumtalaða sam-
komuhús bæjarins, sem verið hefur i
smíðum siðan 1948, gat ekki tekið til
starfa á árinu 1955, eins og ráð var
fyrir gert, en alltaf er unnið við bygg-
inguna. Róm var ekki byggð á einum
degi.
Kirkjubæjar. Á árinu var tekinn til
notkunar hluti hins nýja félagsheim-
ilis að Kirkjubæjarklaustri. Við það
batnaði mikið aðstaða til félagslífs.
Vestmannaeyja. Enginn hörgull er
á samkomuhúsum, en nokkuð vantar
á, að loftræsting og hreinlætistæki séu
í góðu lagi. í byggingu er samkomu-
hús templara og turnviðbygging
Landakirkju.
18. Meindýr.
Rvík. Á árinu bárust 1158 kvartanir
um rottugang, og fram fóru 10758
skoðanir. Rottu og mús var útrýmt á
2069 stöðum. Auk þess voru 29 skip
athuguö og rottu og mús útrýmt í 2.
Alls var dreift 117842 eiturskömmtum.
Meindýraeyðir útrýmdi veggjalús á 5
stöðum, kakalökkum á 14 stöðum, silf-
urskottu á 15 stöðum, fatamöl á 167
stöðum, mjölmöl á 5 stöðum, stökk-
mor á 1 stað, flugum á 4 stöðum, mjöl-
bjöllu á 5 stöðum, fló á 2 stöðum, lús
á 2 stöðum, maur á 2 stöðum.
Hvammstanga. Mjög mikið er af
músum í héraðinu, og gera þær all-
mikinn usla. Horfir til hreinna vand-
ræða i nokkrum húsum á Hvamms-
tanga af þeim sökum.
Akureyrar. LítiÖ um meindýr hér,
helzt rottur, og svo hafa komið veggja-
lýs á 2 stöðum, er borizt hafa í far-
angri frá Noregi. Tiltölulega auðvelt
reynist að útrýma þessari veggjalús
með 40% DDT-dufti.
Grenivikur. Nokkuð hefur verið um
rottugang, sérstaklega við sjávarsíð-
una, eitthvað af mús einnig.
Þórshafnar. Warfarineitur mikið
notað hér gegn músum og gefst vel.
Seyðisfí. Dikumarol hefur verið haft
á boðstólum handa rottunum, og virð-
ist það hafa borið góðan árangur.
Djúpavogs. Rottur sagðar í öllum
sveitum héraðsins.
Vestmannaeyja. Rottugangi er hald-
ið i skefjum með rottueitri, sem heil-
brigðisfulltrúi lætur ókeypis i té eftir
þörfum og leiðbeinir um notkun á
hverju sinni.
19. Störf heilbrigðisnefnda.
Rvík. Lögreglustjóra og sakadóinara
voru sendar 16 kærur vegna brota á
heilbrigðissamþykktinni. Kærurnar
voru þessar: 4 vegna óstimplaðs kjöts
(3 í veitingastofum, 1 í hóteli), 2 vegna
óviðunandi húsnæðis veitingastofa, 1
vegna óþrifnaðar i veitingastofu, 1
vegna óþrifnaðar i pylsusölu, 1 vegna
óþrifnaðar í tóbaks- og sælgætisverzl-
un, 1 vegna óviðunandi húsnæðis fisk-
verzlunar, 1 vegna ófullnægjandi loft-
ræstingar í hárgreiðslustofu, 2 vegna
verzlana, sem reknar voru án leyfis
heilbrigðisnefndar, 1 vegna óinnpakk-
aðs sælgætis, sem haft var óvariö á
afgreiðsluborði nýlenduvöruverzlunar,
1 vegna brauös, sem í fundust flugu-
lirfur, 1 vegna gallaðs neyzluíss (ís-
mola). Heilbrigðisnefnd hélt 19 fundi
á árinu og tók til meðferðar 181 mál.
Nefndinni bárust 134 umsóknir uni
leyfi til starfrækslu fyrirtækja, sem
skiptast eftir starfsemi, sem hér segir:
Tóbaks- og sælgætisverzlanir 25 um-
sóknir, þar af samþykktar 21, ný-
lenduvöruverzlanir 20, þar af sam-
þykktar 19, bakstur og sælgætisfram-
leiðsla í heimahúsum 11, þar af sam-
þykktar 10, kjötverzlanir 10 (sam-
þykktar), fiskbúðir 10, þar af sam-
þykktar 4, veitingastofur 8, þar af
samþykktar 4, brauðgerðarhús 4, þar