Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 169
167 —
1955
gangur, kviðarverkir og hiti. Veikin
stóð frá 4 klukkustundum upp í sólar-
hring, og voru sumir sjúklinganna
nokkuð slappir á eftir.
Blönduós. Matvælaeftirlit hefur ver-
ið framkvæmt, að því er Mjólkurstöð-
ina snertir, öðru hverju athuguð bók
sú, sem færðar eru inn í blámæl-
ingar á óhreinindum i mjólk, fylgzt
nieð, hvaða heimili vanda minnst til
hreinlætis með mjólk sína og höfð
samvinna við forstjóra stöðvarinnar
um ráðstafanir til bóta.
Vestmannaeyja. Heilbrigðisfulltrúi
litur eftir matvælum og matvælafram-
leiðslu.
E. Manneldisráð ríkisins.
Prófessor Júlíus Sigurjónsson hélt
áfram vítaminrannsóknum sínum á
sama hátt og áður.
t'. Barnahæli, leikskólar og uppeldisheimili.
Ráðstafanir Rauðakrossins og ann-
arra til að sjá kaupstaðarbörnum fyrir
sumarvist i sveitum mun hafa verið i
svipuðu horfi sem undanfarið.
Rvík. Barnavinafélagið Sumargjöf
rak eins og árið áður 4 dagheimili og
6 leikskóla. Voru þar samtals 1649
hörn. Reykjavíkurbær rak 3 barna-
heimili, vöggustofu að Hliðarenda fyr-
ir 22 börn á aldrinum 0—18 mánaða,
vistheimili að Silungapolli fyrir 30
börn og heimili fyrir 20 munaðarlaus
hörn að Kumbaravogi. Upptökuheimili
var starfrækt af ríkinu að Elliða-
hvammi, og er það einkum fyrir börn,
er lent hafa á glapstigum. Þar dvöld-
ust á árinu 70 börn og unglingar. Á
sumardvalarheimilum Rauðakross ís-
lands dvöldust 264 börn. Á sumardval-
arheimilum Vorboðans dvöldust 80
börn.
Akureyrar. Árið 1955 starfaði Pálm-
holt, sem undanfarin ár, í 314 mánuð,
1. júni til 15. september. Á heimilinu
voru um 60 börn á aldrinum 3—5 ára,
frá kl. 9—18 alla virka daga, nema á
laugardögum til kl. 13. Börnunum var
séð fyrir 3 heitum máltíðum á degi
hverjum, handklæðum og hreinlætis-
vörum og akstri til og frá heimilinu.
Á dagheimilinu störfuðu 1 forstöðu-
kona, 3 fóstrur og 2 eldhússtúlkur.
Félagið innheimti hjá foreldrum 275
kr. á mánuði fyrir hvert barn, en tók
nokkur börn endurgjaldslaust. Byggð-
ur var og tekinn til notkunar á árinu
leikskóli, búinn alls kyns leikföngum
handa börnunum að una við, þegar
veður er óhagstætt. Til þess fékk fé-
lagið byggingarstyrk úr ríkissjóði, að
hæð kr. 30000,00. Til reksturs dag-
heimilisins féltk Hlíf úr ríkissjóði kr.
5600,00 og frá Akureyrarbæ kr.
15000,00. Það fé, sem þurfti til Pálm-
holts umfram þessa styrki og dvalar-
gjöldin, lagði Kvenfélagið Hlíf fram,
enda gengst félagið árlega fyrir fjár-
öflun í þágu dagheimilisins. Allur
kostnaður jókst til muna á árinu, enda
þótt dvalargjöld barna væru hin sömu
og árið 1954. Leikskóli Barnaverndar-
félags Akureyrar tók til starfa í byrj-
un október. Skólinn er í tveimur deild-
um, árdegis frá 9—12, og eru þá yngstu
börnin, og svo aftur frá 1—6. Aldur
barnanna var frá 114-—6 ára. í ár-
degisdeild voru 15 börn, en i síðdegis-
deild voru flest 33 börn, eða samtals
48 börn. Alls munu þó hafa verið i
skólanum 55 börn. Tekjur skólans
voru meðlag með börnunum, samtals
kr. 17172,00, en gjöldin kr. 26711,00.
Mismuninn greiddi Barnaverndarfélag
Akureyrar. Starfsfólk var tvær stúlk-
ur, forstöðukona og fóstra.
G. Fávitahæli.
í ársbyrjun voru á Kleppjárnsreykja-
hæli 22 fávitar, 1 karl og 21 kona.
Aðeins 1 kona kom á hæiið á árinu,
og 1 kona dó. Vistmenn i árslok voru
þvi eins og í ársbyrjun 22, 1 karl og'
21 kona. Dvalardagar alls: 7976.
Á Kópavogshæli, sem enn tekur að-
eins við karlmönnum, voru vistmenn
í ársbyrjun 34. Á árinu bættist enginn
við, enginn fór, og enginn dó. Vist-
menn í árslok því 34. Dvalardagar
alls: 12410.
Rvík. Eins og á siðasta ári starfa
tvö fávitahæli í nágrenni Reykjavík-
ur, og hefur þeim ekki aukizt húsrými