Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 129
— 127 —
1955
Seyðisfj. Margir gigtarsjúklingar eru
hér. Nuddkona starfaði 2 mánuði að
sumrinu, og var mikil aðsókn að
henni. Butasolidin bætir mikið liðan
þessara sjúklinga, meðan þess er neytt.
Djúpavogs. „Gigt“ er líklega algeng-
asta kvörtunin.
83. Sclerosis disseminata.
Blönduós. Þenna sjúkdóm fékk ung
kona um þritugt. Lýsti það sér fyrst
með skertu næmi í fingurgómum og
þvoglulegu málfæri. Hún var á síðasta
ári send á Landsspítalann til rann-
sóknar og lá þar í nokkra mánuði,
kom heim snemma á þessu ári og
hefur legið síðan á spítalanum hér
versnandi.
Búða. 2 sjúklingar.
84. Sclerosis lateralis amyotropica.
Hólmavíkur. 1 tilfelli, áður skráð.
85. Scoliosis.
Kleppjárnsreykja. 4 tilfelli.
86. Seborrhoea.
Kleppjárnsreykja. 5 tilfelli.
87. Sinusitis.
Kleppjárnsreykja. Sinusitis maxil-
laris 2 tilfelli.
Ólafsvíkur. 5 tilfelli.
Þingeyrar. Sinusitis paranasalis 4.
Súðavíkur. Sinusitis maxillaris 1.
Grenivikur. 3 tilfelli út frá kvefsótt.
88. Sycosis barbae.
Kleppjárnsreykja. 3 tilfelli.
89. Symptomata menopauseos.
Kleppjárnsreykja. 2 tilfelli.
Ólafsvíkur. Molimina climacterii 1.
Súðavíkur. 2 sjúklingar.
90. Syndroma scaleni.
Súðavíkur. 1 sjúklingur (getið í síð-
ustu ársskýrslu). Scalenotomia gerð á
Landsspítalanum.
91. Taeniasis.
Bvík. Á farsóttaskrá í apríl 1 til-
felli, karl 20—30 ára, en frekari grein
ekki gerð fyrir.
92. Tonsillitis chronica & vege-
tationes adenoides.
Reykhóla. 2 sjúklingar.
Þingeyrar. Vegetationes adenoi-
deae 7.
Vopnafj. Hypertrophia tonsillaris 1.
Egilsstaða eystra. Vegetationes ade-
noideae nokkuð algengar i börnum.
93. Torticollis congenita.
Seyðisfj. Gerð hefur verið tenoto-
mia m. sterno-cleido-mastoidei á 3
börnum með sæmilegum árangri.
94. Tumor cerebri.
Súðavíkur. 1 tilfelli i héraðinu, 35
ára vélstjóri í Súðavik. Skoðaður af
augnlækni í júlímánuði og hafði þá
eðlilega sjón. Er leið á sumarið, fór
að bera á sjóntruflunum, sem ágerð-
ust. Er hann kom til mín seint i októ-
ber, hafði sjón daprazt verulega á
vinstra auga og sjónsvið þrengzt. Gat
hann litið lesið fyrir eyðum, sem
komu í línurnar. Sérstaklega hafði
hann veitt þvi athygli, að mætti hann
tveimur mönnum á götu, sá hann alls
ekki þann, sem var á hægri hönd, ef
hann horfði á hinn. Enn fremur var
öðru hverju höfuðverkur og tilkenn-
ing í hnakka. Espaðist hvort tveggja
við hósta, hnerra og lot. Aldrei upp-
köst, photopsia né metamorphopsia.
Augnspeglun negatív. Vísað til augn-
læknis, er sendi hann síðan til Kaup-
mannahafnar til skurðaðgerðar. Kom
i ljós tumor, er hafði infiltrerað ner-
vus opticus. Á ísafirði var ég kvaddur
til barns á 1. ári í forföllum annars
læknis. Hafði það verið með uppköst
í nokkra daga, en enga hitahækkun né
önnur venjuleg sóttareinkenni. Barnið
hélt ekki höfði, fontanellae voru
spenntar, höfuðmál um 7—8 sm yfir
normalmál og augu útstæð. Augn-
speglun sýndi greinilega papilloedema.
Sendi ég barnið í skyndi flugleiðis til
barnalæknis í Reykjavik, en hann
sendi það þegar áfram til Kaupmanna-
hafnar. Við skurðaðgerð kom í ljós
illkynja heilaæxli, er var numið burt
og barninu síðan veitt geislameðferð.
Afdrif urðu þau, að það virðist nú
albata.