Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 215
213 —
1955
kvæmt úrskurði, kveðnum upp á bæj-
arþingi Hafnarfjarðar 25. s. m., leitað
umsagnar læknaráðs í bæjarþingsmál-
inu: G. V. H-son gegn Fiskimjöl og
lýsi h.f.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 6. mai 1954 var stefnandi máls
þessa, G. V. H-son, ..., Skagafirði,
við vinnu í fiskimjölsverksmiðju
stefnds i Grindavík. Kveðst hann hafa
unnið í steyptri steinþró, sem hráefni
var geymt ís við að moka hráefninu
á færiband, sem flutti það í tætara.
Frá tætaranum lá snigill frá gólfi upp
í forþurrkara, og var um 30 cm hár
stokkur utan um snigilinn. Stokkur
þessi var opinn að ofan. Um kl. 12.45
mun stifla hafa komið í tætarann.
Stefnandi kveðst þá hafa ætlað að
hreinsa burt stífluna og sté i því skyni
upp á stokkbrúnina, en þá vildi það
slys til, að hann lenti með vinstra fót
ofan í stokkinn, og greip þá snigillinn
fótinn með þeim afleiðingum, að fót-
urinn mölbrotnaði fyrir neðan hné.
1 málinu liggja fyrir þessi læknis-
vottorð:
1. Vottorð ..., deildarlæknis á
handlæknisdeild Landspitalans, dags.
7. marz 1955, svohljóðandi:
„Sjúklingur, sem sagður er heita
[G.] V. H-son, vera fæddur 14. febr-
úar 1922, vera verkamaður og eiga
heima að ... i Skagafirði, hefur legið
á handlæknisdeild Landspítalans frá
6. mai til 20. október 1954 og 10.
febrúar til 21. febrúar 1955, en á
tímabilinu þar á milli lá hann á hjúkr-
unarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði.
Sjúkdómsgreining (diagnosis): 1)
Fractura complicata comminuta cruris
sin., 2) fractura complicata commi-
nuta trimalleolaris sin., 3) ruptura
arteriae et venae tibialis posterioris,
4) transcisio tendinis tibialis pos-
terioris sin. et flex. digitorum longi
pedis sin.
Sjúklingurinn kom á deildina kl.
15.30 hinn 6. mai 1954, og var svo frá
skýrt, að hann hefði verið við vinnu
i fiskimjölsverksmiðju i Keflavík
(sic). Hefði honum skrikað fótur og
hann runnið ofan i flytjara í hakka-
vél.
Við komuna er sjúklingurinn mjög
shockeraður, fölur og meðtekinn. Púls
140/mín., blóðþrýstingur 100/70. Er
byrjað með að gefa sjúklingnum blóð,
og lagast ástand hans eitthvað við
það. Hann hefur bráðabirgðaumbúðir
á v. ganglim, og blæðir talsvert mikið
í gegnum umbúðirnar.
Sjúklingurinn er svæfður og um-
búðirnar teknar af fætinum. Kemur
þá i ljós, að hann er með mölbrotinn
fótlegg rétt neðan við hné, og er mik-
ið af smáflísum í sárinu. Einnig er
opið brot með smábeinflísum um
öklaliðinn. Þá eru og sinar, æðar og
taugar slitnar í sundur eða marðar.
Bæði eru sárin mjög óhrein, og standa
beinendar hvarvetna út úr sárunum.
Það gat verið álitamál, hvort taka
ætti fótinn af eða reyna að gera við
hann, og var hið síðara ráðið tekið.
Voru sárin skorin hrein eftir föngum,
beinmylsnur og óhreinindi hreinsuð
út, bundið fyrir æðar, en sinar saum-
aðar saman og brotin negld saman
með stálnöglum, eftir því sem við var
komið, en ganglimurinn siðan allur
lagður í gipsumbúðir.
Sjúklingnum heilsaðist furðanlega
eftir aðgerðina, en að vísu hefur tekið
mjög langan tíma fyrir fótinn að ná
sér. Hinn 17. september 1954 var tek-
inn stálnagli úr fótleggnum, en þann
14. febrúar 1955 var tekið beinstykki,
sem sýnt þótti, að ekki gæti gróið.
Hinn 21. febrúar 1955 fór sjúkling-
urinn heim til sín. Hann er farinn að
geta gengið ofurlitið á fætinum, en
sárið ekki enn alveg gróið og beinin
hvergi nærri fullgróin.
Ekki er hægt að segja um, að hve
miklu leyti sjúklingurinn nær sér, en
það mun sjálfsagt líða mjög langur
tími, þangað til hann verður vinnu-
fær.“
2. Örorkumat . .., sérfræðings i lyf-
lækningum, Reykjavík, dags. 22. októ-
ber 1955. í upphafi vottorðsins er
sjúkrasaga slasaða rakin stuttlega, en
síðan segir svo:
„Slasaði mætti til skoðunar í skrif-
stofu tryggingayfirlæknis 30/9 1955.
Hefur hann undanfarna mánuði unn-
ið léttustu störf, en hefur ekki getað
stundað það starf, sem hann hefur