Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 157
— 155 —
1955
hannesson cand. med. & chir. settur
23. desember hérafSslæknir i Bolung-
arvikurhéraði frá 1. janúar 1956. —
Ólafur Sveinsson cand. med. & chir.
settur 23. desember héraðslæknir í
SúðavikurhéraSi frá 1. janúar 1956. -—
Friðrik Friðriksson aðstoðarlæknir
héraðslæknis á Blönduósi settur 24.
desember héraðslæknir i Sauðárkróks-
héraði frá 1. janúar 1956.
Lækningaleyfi veitt á árinu:
1. Almenn 1 æ k n i n g a 1 e y f i :
Halldór Arinbjarnar (6. júli).
Kjartan Magnússon (28. nóvember).
Garðar P. Jónsson (16. desember).
2. Sérfræðingaleyfi:
Iíolbeinn Kristófersson, geislalækn-
ingar (4. júli).
Páll Gislason, handlækningar (19.
október).
Þórður Möller, tauga- og geðsjúk-
dómar (14. desember).
Snorri P. Snorrason, lyflækningar
(29. desember).
3. Takmörkuð lækninga-
1 e y f i :
Tannlækningar:
Jónas Thorarensen (5. febrúar).
Sverrir Einarsson (5. febrúar).
Guðrún Tryggvadóttir (8. febrúar).
Alicja Zofia Skarzyuska Markússon
(5. mai).
Magnús R. Gíslason (3. júni).
Rósar V. Eggertsson (3. júní).
Sigurbjörn Pétursson (14. júní).
Rvík. Við embætti borgarlæknis
unnu sömu læknar og árið áður. Við
heilbrigðiseftirlit unnu nú 6 starfs-
menn. Skrifstofan fluttist á miðju
sumri úr Austurstræti 10 í Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur.
Akranes. Hef fellt niður (á skýrslu)
sótthreinsunarmenn í sveitum, þar
sem ákveðnir menn munu nú ekki
vera þar til sótthreinsana.
Hvammstanga. Héraðslæknirinn,
Brynjúlfur Dagsson, fékk leyfi heil-
brigðisstjórnarinnar til að starfa sem
aðstoðarlæknir á lyflæknisdeild
Landsspitalans frá júnímánuði til árs-
loka. í hans stað störfuðu í héraðinu
kandidatarnir Ólafur Jensson og Krist-
ján Sigurðsson. Héraðslæknirinn fékk
lausn frá embætti við árslok og hafði
þá fengið veitingu fyrir Kópavogs-
héraði. Hjúkrunarkvennaskipti urðu
aftur á skýlinu. Vegna mikilla erfið-
leika á að fá hjúkrunarkonu dróst
Margrét Halldórsdóttir, sem hér lief-
ur starfað í nærfellt 30 ár, á að vera
hér 1 ár enn. Ljósmóðurlaust var í
Bæjarhreppi og Hvammstangaumdæmi
frá 1. september. Ljósmóðurstörfum
við skýlið gegndi Fríða Sigurbjörns-
dóttir ljósmóðir, Sporði, Víðidal.
Blönduós. Heilbrigðisstarfsmenn
hinir sömu og áður, nema hvað Bryn-
leifur Steingrimsson cand. med. &
chir. var aðstoðarlæknir minn um 4
mánaða skeið, maí—ágúst, og Ólafur
Sveinsson cand. med. & chir. um
haustið i hálfan annan mánuð, meðan
á sláturtíð stóð.
Sauðárkróks. Lárus Jónsson, er ver-
ið hefur aðstoðarlæknir, fluttist burtu
i apríl, er hann var settur héraðs-
læknir á Skagaströnd.
Akureyrar. Um Vi mánaðartíma var
Frosti Sigurjónsson cand. med. & chir.
staðgengill minn vegna námsferðar
minnar erlendis. Sami maður starfaði
sem staðgengill Stefáns Guðnasonar
læknis, sem einnig var erlendis í
námsferð í 3 mánuði. Þá var Sigurður
Ólafsson 6 mánaða tíma við nám á
röntgendeild Landsspitalans.
Þórshafnar. Ný ljósmóðir var skip-
uð 1. janúar í Svalbarðsljósmóðurum-
dæmi. Er hún og ættuð þaðan.
Seyðisfj. Heilbrigðisstarfsmenn hin-
ir sömu og áður, að þvi undanskildu,
að þýzkur tannlæknir, Eric Bloch, sem
stundað hefur hér tannlækningar um
5 ára bil, fluttist búferlum til Brazilíu
seint á árinu (1955).
Vestmannaeyja. Nýr tannlæknir,
Sverrir Einarsson, settist hér að
snemma á árinu, fyrst og fremst ráð-
inn af bæjarstjórn sem skólatannlækn-
ir, en starfar einnig að almennum
tannlækningum.