Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 118
1955
— 116 —
11, úr Höfðahéraði 8 og annars staðar
frá 8, flestir úr Reykjavík.
Höfða. Hefur komið fyrir nokkrum
sinnum á árinu, og hafa sjúklingarnir
verið sendir til Blönduóss til frekari
aðgerðar.
Hofsós. 3 tilfelli á árinu. Þar af voru
2 skorin í kasti.
Ólafsfj. 3 tilfelli.
Grenivikur. 3 tilfelli, 1 vafasamt.
Tekinn var botnlangi úr tveimur á
sjúkrahúsi Akureyrar.
Breiðumýrar. 23 tilfelli, en af þeim
voru 7 utan héraðs. Einn var nemandi
í skóla að Laugum, 1 barn í sumar-
dvöl og 5 úr Ilúsavíkurhéraði (Aðal-
dal). Auk þess er mér kunnugt um 1
héraðsbúa minn, sem fékk botnlanga-
bólgu í skóla utan héraðs og var skor-
inn þar upp. Af þessum 21, sem skorn-
ir voru í kastinu, voru 7 sprungnir og
drep í 6 til viðbótar. Öllum sjúkling-
unum heilsaðist eftir atvikum vel.
Meðal þessara sjúklinga var 12 ára
stúlka, sem sótt var í snjóbíl frá Ak-
ureyri að Mýri í Bárðardal. Hún fékk
þarmalömun og lá lengi, en virðist
hafa náð sér að fullu. Enn fremur
bóndi úr Bárðardal, sem nýlega var
búinn að halda upp á 75 ára afmæli
sitt. Hann hafði líka sprunginn botn-
langa og var hætt kominn vegna
þarmalamana, en rétti við og hefur
gengið að öllum störfum síðan eins
og áður.
Húsavikur. Algengur kvilli sem áð-
ur. 31 skorinn, þar af 8 perforeraðir.
Öllum heilsaðist vel. 16 af sjúklingun-
um voru utan Húsavíkurhéraðs, og
hefur oft verið þannig áður, að í
kringum helmingur botnlangasjúklinga
er sendur til aðgerða úr öðrum hér-
uðum og flestir úr Breiðumýrarhéraði.
Þórshafnar. 4 tilfelli, öll bráð og
send til uppskurðar.
Vopnafj. 5 tilfelli.
Bakkagerðis. Á árinu voru 4 héðan
skornir vegna botnlangabólgu. Heils-
aðist öllum vel.
Seyðisfj. 2 sjúklingar á árinu hér í
bænum, 40 ára kona og 3 ára stúlka,
skornar hér báðar í kasti. Annars ber
hér miklu minna á botnlangabólgu í
seinni tíð. Ég ráðlegg ekki sjúklingum
með óglögg einkenni að ganga undir
uppskurð. 2 útlendingar, Englending-
ur og Norðmaður, voru lagðir inn á
sjúkrahúsið, báðir með peritonitis,
sem sýndi sig við uppskurð, að staf-
aði frá botnlanga. Sjúklingarnir voru
langt leiddir, enda verið veikir í 2—3
daga. Báðir lifðu af aðgerð. Gefnir
voru stórir skammtar af pensilíni og
streptomycín intraperitonealt, og tel
ég það hafa bjargað lífi þeirra.
Búða. Nokkur tilfelli á árinu, eins
og venjulega. Flest send til upp-
skurðar.
Djúpavogs. Appendicitis acuta fékk
enginn. 54 ára karl fór til Reykjavik-
ur að leita sér lækninga við óljósum
óþægindum í kviði, sem staðið höfðu
í áratugi. Botnlanginn var tekinn á
Landsspítalanum. Diagnosis: Appen-
dicitis chronica. Siðan hefur maður-
inn einskis meins kennt sér i melting-
arfærum.
14. Arteriosclerosis.
Kleppjárnsreykja. 3 tilfelli.
Hvammstanga. Nokkur gamalmenni
með áberandi arteriosclerosis.
Seyðisfj. Margt er hér af gömlu fólki
mjög kölkuðu. Með góðri aðhlynningu
lifir þetta fólk árum saman.
15. Arthritis & bursitis. Arthrosis.
Kleppjárnsreykja. Arthritis 26, bur-
sitis 6, coxitis 2, periarthritis humero-
scapularis 31, tendovaginitis 6, poliar-
thritis rheumatica 2.
Ólafsvíkur. Liðakvillar 45, þar af
mono (migrerandi) arthritis chronica
10, arthroitis (eftir gömul slys og
tognanir) 21, arthrosis 14.
Þingeyrar. Arthrosis 6. Hydrar-
throsis 1.
Súðavíkur. Malum coxae senile: 1
tilfelli.
Hofsós. Kalkþurrð í lendaliðum 1,
hryggþófarask 3, hryggliðakvelli (ar-
throsis columnae) 8, trefjagigt i öxl 4,
iktsýki (arthritis rheumatoides) 4,
elliskekkja í mjaðmarlið 8.
Vopnafj. Bursitis olecrani 2, praepa-
tellaris 2, arthroitis 2, peritendinitis,
periarthroitis 16.
Djúpavogs. Mjög fáir með genuin
arthritis rheumatica.