Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 108
1955
106 —
inn síðast liðin 2 ár, en ekki er það
öruggur vitnisburður um, að berklar
í þeirri mynd hafi alls ekki komið
fyrir, þvi að nú ber við, að heila-
berklar læknast fyrir kraft hinna nýju
lyfja. Hér á eftir er getið um 2 heila-
berklatilfelli á árinu, annað í Akra-
nes-, en hitt í Húsavíkurhéraði.
Skýrslur um berklapróf hafa borizt
úr öllum héruðum nema 7 (Ólafsvík-
ur, Flateyjar, Blönduós, Dalvikur,
Seyðisfj., Stórólfshvols og Laugarás,
þar sem engin berklapróf munu hafa
verið framkvæmd). Taka prófin til
17783 manns. Skiptist sá hópur þannig
eftir aldri og útkomu:
0— 7 ára: 288, þar af jákvæð 10 eða 3,5 %
7—14 — : 15314,-— 806 — 5,3 —
14—20 — : 1959,-— 251 — 12,8 —
Yfir 20 —: 222,-— 64 — 28,8 —
Skýrsla berklayfirlæknis 1955.
Arið 1955 voru framkvæmdar
berklarannsóknir (aðallega röntgen-
rannsóknir) í 24 læknishéruðum. Voru
alls rannsakaðir 25936 manns, á 6
heilsuverndarstöðvum 24337, aðallega
úr 7 læknishéruðum (berklarannsókn-
ir í Hafnarfirði eru stöðugt fram-
kvæmdar af heilsuverndarstöðinni í
Reykjavík), en með ferðaröntgentækj-
um 1599 manns, aðallega úr 17 læknis-
héruðum. Fjöldi rannsókna er hins
vegar langtum meiri, þar eð margir
komu oftar en einu sinni til rann-
sóknar, einkum á stöðvarnar. Námu
þær alls 33059. Árangur rannsókna
heilsuverndarstöðva er greindur sér-
staklega (sbr. bls. 159—161). Af 1599, er
rannsakaðir voru með litlum ferða-
röntgentækjum í 17 héruðum, voru 21,
eða 1,3%, taldir hafa virka berkla-
veiki. Tveir þeirra, eða 1,3%«,, voru áð-
ur óþekktir. Rannsóknunum var yfir-
leitt hagað eins og undanfarin ár. Aðal-
lega voru rannsakaðir nemendur og
starfsfólk héraðsskólanna, starfsfólk,
sem fæst við framleiðslu ýmiss konar
matvæla, og fólk samkvæmt vali hér-
aðslækna. Engin heildarrannsókn var
gerð á árinu, en eftirlitsrannsóknir
framkvæmdar í 7 læknishéruðum. Eru
þá röntgenskoðaðir allir sjúklingar,
sem eru á berklaskrá i héraðinu, enn
fremur þeir, sem nýlega hafa verið
teknir af skrá, öll tuberkulínjákvæð
börn ásamt heimilisfólki þeirra, er hér
hafa verið greindir. Auk þess þeir
aðrir, sem héraðslæknar kunna að óska
eftir athugun á. Eins og áður hefur
Calmettebóluefni verið sent til þeirra
héraðslækna, sem hafa óskað eftir
að framkvæma berklabólusetningu. Á
heilsuverndarstöðinni í Reykjavik
voru 337 manns berklabólusettir. Eins
og á undanförnum árum var haldið
áfram tuberkúlinrannsóknum á svip-
aðan hátt og áður. Annaðist frú María
Pétursdóttir, hjúkrunarkona, rann-
sóknir þessar. Samstarfinu við berkla-
rannsóknardeild Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar má nú teljast lokið,
enda er þjóðskráin komin á fót og
með henni betri grundvöllur epide-
miologiskra rannsókna í landinu. Alls
hafa berklavarnir ríkisins með aðstoð
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á
undanförnum árum greitt 17% af
stofnkostnaði þjóðskrárinnar eða sam-
tals 308554,00 krónur.
Hafnarfi. 2 afsmitanir, börn með
hilusadenitis, dóttursynir fullorðins
manns, sem fannst með smit. Öll börn,
sem reyndust jákvæð við berklapróf,
voru gegnlýst á Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur, og fannst ekkert athuga-
vert.
Akranes. 8 ára drengur með
meningitis tuberculosa. Faðir hans
berklaveikur.
Búðardals. 2 sjúklingar, systkini úr
Hvammssveit, skráðir á árinu. Hafði
pilturinn, sem var vinnandi syðra,
smitazt þar, að öllum líkindum, og
systirin smitazt af honum. Fóru þau
bæði á Vífilsstaði. Annað heimilisfólk
á bæ þeim, er systkinin voru frá, var
skoðað vandlega, en ekkert fannst at-
hugavert. 1 skólabarn +, er var -f- í
fyrra. Er úr Hvammssveit.