Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 105
— 103 —
1955
Þó að ekki séu skráð, en óhætt mun
að telja þau bæði fá og létt, þar eS
læknar hafa ekki um þau getiS.
Seyðisfí. Ber lítiS á þeim kvilla í
seinni tið.
Vestmannaeyja. Ekki skráð á árinu.
Samt mun hafa komið fyrir tilfelli
og tilfelli, en þeim fer augljóslega
fækkandi. Hér koma hin nýju sýkla-
skæðu lyf að góðu gagni. Það gengur
kraftaverki næst, hversu hinn leiði og
áður þráláti sjúkdómur, sem kallaður
hefur verið skeggeitrun, þurrkast út
eins og dögg fyrir sólu við notkun
aureomycínsmyrsla.
28. Taugaveikisbróðir
(paratyphus).
Töflur II, III og IV, 28.
1951 1952 1953 1954 1955
Sjúkl. „ „ 2 42 11
Þánir 1 „ » í» »>
Heimilissmitun í Reykjavik, sem
ekkert varð úr.
Rvik. Um miðjan febrúar tilkynnti
einn af læknum bæjarins 2 tilfelli af
Paratyphus. Var um 2 drengi að ræða,
3 og 6 ára, hvorn frá sínu heimili í
sama bæjarhluta. Drengir þessir veikt-
ust báðir sama dag, 9. febrúar, með
ogleði, uppköstum, niðurgangi og há-
um hita. Þeir fengu fljótlega meðferð
(chloromycetín), en viku síðar, eða
18. febrúar, ræktaðist frá saur beggja
drengjanna salmonella paratyphi B.
Við rannsókn kom í ljós, að 6 manns
á heimilium drengjanna voru smitaðir
af paratyphus B, og siðar fundust 4
aðrir með smitun. 5 af sjúklingunum
voru fluttir í Farsóttahúsið, en hinir
einangraðir í heimahúsum. í marzlok
fannst ekki lengur við ræktun smit
þjá sjúklingunum, nema hjá dreng ein-
um, sem dvaldist áfram í sjúkrahúsi,
en einnig hann fékk fullan bata síðar.
Uppruna faraldurs þessa tókst ekki að
finna, þrátt fyrir mikla leit. í ágúst
fannst 1 tilfelli af paratyphus, og var
sá sjúldingur einangraður og læknað-
ur i heimahúsum.
Auk framangreindra sótta geta hér-
aðslæknar um þessar bráðar sóttir:
Choriomeningitis epidemica:
Ólafsvíkur. Á mánaðarskrá 2 tilfelli
1 hvorum mánuði, janúar og febrúar:
2 m, 1—5 ára; 2 k, 5—10 og 20—30
ára.
Endocarditis lenta:
Akureyrar. 2 tilfelli af endocarditis
lenta, bæði læknuð með pensilíni og
streptomycini.
Erysipeloid:
Kleppjárnsreykja. 2 tilfelli.
Flateyrar. 3 tilfelli á mánaðarskrá
í janúar: 3 karlar, 40—60 ára.
Sauðárkróks. Alltaf nokkur tilfelli
árlega.
Ólafsfí. 10 tilfelli.
Bakkagerðis. 1 tilfelli i sláturtíðinni.
Seyðisfí. 2 sjúklingar. 1% rivanol-
bakstur reynist mér alltaf ágætlega
við þessum kvilla. Aftur á móti hef
ég engan árangur séð af pensilíni eða
súlfalyfjum einvörðungu.
Búða. Eins og áður nokkur tilfelli
í sláturtiðinni.
Djúpavogs. Algengt á fingrum og
höndum í sláturtið. Batnar fljótt og
vel af pensilíni, en ekkert af súlfa-
lyfjum.
Erythema multiforme:
Rvík. Á mánaðarskrá i febrúar 2
tilfelli: 15—20 ára: m 1; 30—40 ára:
m 1.
Kleppjárnsreykja. 6 tilfelli.
Exanthema infectiosum s. roseola
infantum:
Rvík. Á mánaðarskrá í júní 6 til-
felli, i júli 2, í ágúst 5 og í september
1 (erythema subitum): 0—1 árs: m 1,
k 7; 1—5 ára: m 4, k 1, 30—40 ára:
k 1.
Árnes. Á mánaðarskrá i janúar 0—1
árs: m 1; 1—5 ára: k 1. Leifar far-
aldurs, er héraðslæknir hafði skráð í
nóvember og desember f. á. og lýst á
þessa leið: Gangur veikinnar i öllum
tilfellum nema einu (fullorðin kona:
hitabreyting þar óveruleg): Töluverð
hitahækkun í 1—3 sólarhringa <40°.
Ég skoðaði flesta sjúklingana. Fann