Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 183
— 181 —
19S5
kjark í ferðum; þær verða hver ann-
arri líkar og lifa skammt í endurminn-
ingunni. Eflaust hefur ferðamennskan
veriS ungum og hraustum mönnum
hollur og oft skemmtilegur skóli. Kem-
ur nokkuð i staðinn?
15. Slysavarnir.
Akureyrar. Á árinu hafa starfað
slysavarnadeildir bæði kvenna og
karla, og hafa þær aðallega starfað að
björgunarskútumálinu og svo að þvi
að koma hér á fót sjúkraflugi í félagi
við Rauðakrossdeild Akureyrar.
Grenivikur. í héraðinu eru 3 skip-
þrotsmannaskýli; 2 þeirra eru i góðu
lagi, en hið þriðja, skýlið á Þöngla-
bakka í Fjörðum, var orðið ónothæft.
Var því ráðizt i að reisa þar nýtt
skýli siðast liðið haust. Grunnur var
steyptur. Trégrind klædd utan og inn-
an þykku asbesti og það járnklætt að
utan. Járn á þaki. Ekki vannst timi
til að ganga frá því algerlega, t. d. er
eftir að mála það. Þarna eru 8 rúm,
rúmföt, matur, eldiviður og annað,
sem svona skýlum fylgir.
Djúpavogs. Engin starfandi björgun-
arsveit í héraðinu, svo að ég viti.
Björgunartæki eru að vísu til á Djúpa-
vogi, en ekkert haldið við, enda vafa-
samt, hvort nokkur kann með þau að
fara.
Vestmannaeyja. 1 góðu lagi i sam-
bandi við fiskveiðarnar.
16. Tannlækningar.
Ólafsvíkur. Tannsmiður starfaði hér
i 10 daga. Tannlæknir (pólsk frú úr
þvik) starfaði hér í viku, að nokkru
a vegum barnaskólans.
ísafj. Eini tannlæknirinn, sem starf-
að hefur hér undanfarin ár, veiktist
pg var frá störfum mestan hluta árs-
ins og er svo enn. Hafa af þessu hlot-
izt töluverð óþægindi fyrir fólk, og
bjónusta sú, sem hann veitti skóla-
fólki, orðið minni en skyldi.
Höfða. Stefán Pálsson tannlæknir,
úsamt tannsmið, hefur komið hér 3
Undanfarin ár í maí. Annast þeir tann-
órátt, tannsmíð og aðrar tannaðgerðir.
Ólafsfí. Óli Bieltvedt, tannlæknir á
Sauðárkróki, annaðist tannlækningar
við barna- og unglingaskólann. Börn,
er komu til viögerðar 157. Án
skemmdra tanna voru 5,1%. Skemmd-
ar tennur í barnaskólanum, meðaltal
3,8%. í hverjum dreng 2,9%. í hverri
telpu 4,8%.
Alcureyrar. 3 tannlæknar eru starf-
andi í bænum, og eiga allir mjög ann-
ríkt, því að nóg mun um tannskemmd-
ir og tannsjúkdóma, enda er það ekki
óalgengt að sjá hér kornungt fólk með
gervitennur, og er slíkt illa farið.
Grenivíkur. Töluvert dregið af tönn-
um. Þeir, sem láta gera við tennur
sínar, fara til Akureyrar til þess.
Vopnafí. Baldur Óli Jónsson dvald-
ist hér rúman hálfan mánuð í júlí.
Gerði við tennur og smiðaði tennur í
alla, sem um báðu. Gerði við 90 tenn-
ur. Smíðaði 9% gervigóm.
Seyðisfí. Enginn fastur tannlæknir
hér siðan í september 1955.
Djúpavogs. Tannlæknir kom hingað
aldrei, þrátt fyrir gefin loforð.
Kirkjubæjar. Tannlæknir kom á ár-
inu eins og að undanförnu. Fólk hef-
ur enn ekki fengiö verulegan skilning
á því, hve mikilvægt er að halda tönn-
um sínum. Flestir biða, þar til tann-
verkurinn rekur þá til héraðslæknis-
ins, sem neyðist til að draga úr þeim
tannræksnin.
Vestmannaeyja. Hér starfar tann-
læknir, svo og tannsmiður.
17. Samkomuhús. Kirkjur.
Kirkjugarðar.
Höfða. 2 kirkjur eru i læknishéraö-
inu, báðar frekar lélegar. Kirkjugörð-
um lítill sómi sýndur.
Ólafsfí. SamkomuhúsiÖ mjög hrör-
legt. Kirkja þarf gagngerðrar endur-
bótar. Kirkjugarður að verða útgraf-
inn.
Grenivíkur. Kirkjur í sæmilegri
hirðu. Lagðar voru rafmagnsleiðslur
í Grenivikurkirkju, en í Laufáskirkju
verða þær lagðar næsta ár. Kirkju-
garðar i sæmilegu lagi.
Þórshafnar. Allt félags- og skemmt-
analif legið niðri hérna á Þórshöfn,
siðan hið gamla samkomuhús brann.