Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 187
— 185 —
1955
niður á götuna örendur. Ekki vit-
að um neinn lasleika áður, að
undanteknum brjóstsviða. Álykt-
un: Við krufningu fannst mikil
stækkun á vinstra afturhólfi
hjarta, og var það óvenjulega
þykkveggjað. Enn fremur stækk-
un á báðum nýrum. Þessar breyt-
ingar benda ótvirætt til þess, að
hinn látni hafi haft mjög háan
blóðþrýsting, og hefur dauði hans
vafalaust stafað af því, að hjartað
hefur skyndilega gefizt upp und-
an áreynslu.
4. 20. janúar. S. Á-son, 1 árs. Veikt-
ist af hettusótt og dó, eftir að
hann hafði haft hækkandi sótt-
hita í viku. Á likinu voru út-
breiddar húðblæðingar og bjúgur
um allan líkamann. Bólga fannst
í parotis og vottur af bólgu í
brisi. Greinilegar bólgubreytingar
í himnum neðan á heila. Ekkert i
nýrum að sjá. Milti vó 40 g. Gröft-
ur fannst i miðeyra beggja megin
og mikil bólga i berkjum og hár-
berkjum. Ályktun: Við krufningu
fundust breytingar, sem eindregið
benda til, að barnið hafi dáið úr
bráðri blóðeitrun (septicaemia
fulminans). Hins vegar tókst ekki
að hafa uppi á sýkli þeim, sem
sjúkdómnum hefur valdið, enda
hafði barnið fengið stóra
skammta af fúkalyfjum (penicil-
lin, streptomycin) skömmu fyrir
andlátið. Einnig útbreidd hár-
berkjubólga, byrjandi lungna-
bólga og heilahimnubólga. Loks
fundust merki um hettusótt.
5. 20. janúar. M. Þ.-son, 80 ára.
Fannst örendur á götu. Hafði ver-
ið lasburða um margra ára skeið.
Álytkun: Við krufningu fannst út-
breidd kölkun í kransæðum
hjarta og einnig á stóru svæði
menjar eftir gróna, gamla skemmd
i hjartavöðva. Auk þess merki um
gamla stiflu í annarri aðalkrans-
æð og fersk stífla í hinni. Er sýni-
legt, að maðurinn hefur látizt úr
hjartaslagi. Loks fundust merki
um gróna hjartalokubólgu og
skorpin nýru. Áverkamerki fund-
ust engin á líkinu.
6. 5. febrúar. B. G-son, 19 ára.
Fannst liggjandi ósjálfbjarga á
götu i Reykjavik. Blóð rann úr
eyra, og spýja var á fötum. Á
höfði var mar á hvirfli og annað
á hnakka. Var fluttur i sjúkrahús
og andaðist þar, án þess að nokk-
uð fengist upp úr honum um að-
draganda slyssins. Seinna upp-
lýstist, að piltur þessi hafði seint
um kvöldið farið að heimsækja
kunningja sinn, sem átti von á
honum miklu fyrr um kvöldið.
Þar sem hann var háttaður, opn-
aði hann ekki fyrir honum, og
fór þá B. G. að klifra upp á dyrn-
ar. Virðist hann hafa dottið úr 4
m hæð niður á götuna. Ályktun:
Af upplýsingum lögreglu og
krufningu virðist mega ráða, að
hinn látni hafi hlotið mikið fall
á höfuð. Virðist hnakki haf skoll-
ið niður og heili við það marizt,
bæði að framan og aftan, og þó
meira að framan. Brotið á kúpu-
botni hefur einnig hlotizt af fall-
inu á hnakka. Kúpubrotið og
heilaskemmdirnar hafa leitt til
bana á skömmum tíma. Auk þess
hefur pilturinn haft byrjandi
nýrnabólgu. Blóðrannsókn sýndi,
að hann hefur verið dálitið undir
áhrifum vins, en ekki verulega
ölvaður.
7. 11. febrúar. J. J. J-son, 57 ára bíl-
stjóri. Hné allt i einu út af, þar
sem hann var að spila á spil
heima hjá sér, og var örendur.
Við krufningu fannst eðlilega
stórt hjarta, 310 g. Ostium pul-
monale var þrengra en eðlilegt er,
aðeins 2 lokur á því, og þrengsli
samsvarandi. Vinstri kransæð lá
yfir i hægra afturhólf, en hin hægri
niður í vinstra afturhólf. Efst i
septum ventriculorum var ör-
þunnt skæni, sem skildi á milli
afturhólfa, og var það um 1 sm í
þvermál. Ályktun: Við krufningu
fundust missmiði á hjarta, þann-
ig að á lungnaslagæð voru aðeins
2 lokur í stað 3, og æðin að sama
skapi þrengri. Kransæðar gengu
óeðlilega úr hryggæð, en voru
hvorki áberandi stíflaðar né kalk-
24