Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 96
1955
— 94 —
aldri þeim, sem gekk hér á siðast
liðnu ári. Engir fylgikyillar.
Akureyrar. Enginn dáið úr sjúk-
dómnum, og hefur hann yfirleitt verið
í léttara lagi.
Breiðumýrar. Flest tilfellin i Bárð-
ardal og mjög margt af fullorðnu fólki.
Allt eldra fólk fékk serum, eftir að
vitað þótti, að það væri smitað. Gafst
það yfirleitt ágætlega. Allir fengu sina
mislinga eins fyrir því, en mjög létta,
nema kona um fertugt. Hún fékk mjög
þunga mislinga með encephalitisein-
kennum, en reiddi þó vel af.
Húsavíkur. Mislingafaraldur hófst í
maímánuði, breiddist út um allt hér-
aðið frá sundnámskeiði á Laugum.
Náði hámarki í júni. Fjöldi fólks, sem
líkur voru til, að væri smitað, fékk
mislingaserum, sem virtist hafa mjög
góðar verkanir. Engin dauðsföll.
Þórshafnar. 1 tilfelli skráð i júní.
Var það 5 ára telpa, nýflutt hingað frá
Húsavík. Breiddist ekkert út.
Vopnafí. Náðu hér mikilli útbreiðslu
í desembermánuði 1954. Héldust við
í héraðinu fram í apríl 1955. Veikin
var fremur væg. Mislingablóðvatn gef-
ið á meðgöngutíma sóttarinnar þeim,
er þess óskuðu. Virtist af því allgóður
árangur.
Bakkagerðis. Gengu hér frá þvi í
maí og fram í september. Reyndust
þeir ákaflega vægir og lítið smitandi.
Voru mörg dæmi þess, að fólk, sem
vildi ljúka þeim af, gerði endurteknar
tilraunir til að smitast, en tókst það
ekki. Nokkrir fengu blóðvatn, smá-
börn og eldra fólk.
Djúpavogs. Bárust í mai frá Reykja-
vik til Breiðdalsvikur. Breiddust tals-
vert út þar, en lítið um sveitina (5
bæir), enda einangraði fólk sig vand-
lega. Veikin komst til eins bæjar á
Berunesströnd, annars ekkert út fyrir
Breiðdal. Hún var þó nokkuð hörð,
einkum í fullorðnum. Enginn komst
þó í lifshættu og fylgikvillar voru fáir
og vægir. Faraldurinn dó út í júní.
Vestmannaeyja. Veikin hafði komið
upp á fyrra ári, en færðist yfir ára-
mótin. Faraldur þessi var yfirleitt
vægur og fylgikvillalaus.
Keflavíkur. Gengu aðeins í ársbyrj-
un, en dóu svo út, er leið á árið.
13. Hvotsótt (myositis epidemica).
Töflur II, III og IV, 13.
1951 1952 1953 1954 1955
Sjúkl. 1250 187 155 100 214
Dánir „ „ „ „
Jafnt viðloðandi í Reykjavík allt
árið, en stakk sér hér og þar niður
annars staðar á landinu, aðallega
austan- og vestanlands. Einkum kvað
mikið að henni i Ólafsvikurhéraði.
Rvík. Nokkurn veginn jafnt dreifð
á alla mánuði ársins. Sjúkdómurinn
algengastur í fullorðnu fólki.
Blönduós. Skráð í 1 skipti, í unglings-
pilti. Skal ég ekki taka ábyrgð á þeirri
diagnosis.
Þórshafnar. Alls skráð 9 tilfelli í
september og október. 2 þung í eldri
mönnum og líkust gallkveisu.
Vopnafí. Sóttar þessarar varð vart
hér síðustu 3 mánuði ársins. Sjúkling-
arnir fengu mjög slæmt tak i nokkra
daga, sumir í brjóstholi, aðrir i kviði.
Vöðvar helaumir, en hiti óverulegur.
Seyðisfí. Sýnilega fleiri fengið
þenna kvilla en skráðir eru.
Djúpavogs. Hafði 2 sjúklinga grun-
aða um myositis epidemica. Varð
aldrei sannfærður, svo að þeir kom-
ust ekki á skrá.
14. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 14.
1951 1952 1953 1954 1955
Sjúkl. 33 14 12 434 5977
Dánir „ „ „ „ 1
Mikill hettusóttarfaraldur hófst í
Reykjavík í desember f. á., og varð úr
landsfaraldur, svo að meiri hefur ekki
orðið. Náði til allra héraða og loddi
við á hverjum stað, svo að mánuðum
skipti. Allmikið kvað að ertingu heila;
greindu sumir læknar heilablástur og
skráðu svo sérstaklega (sjá hér að
framan). Eitt mannslát er kennt veik-
inni vegna „heilahimnubólgu“, er hún
á að hafa haft í för með sér. Faraldr-
inum er mjög tekið að slota um ára-
mót, en þó ekki útdauður.
Rvík. 3 fyrstu mánuði ársins var
um verulegan faraldur að ræða, síðan